Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 9
BARÁTTUNNIVESTAN HAFS
þótti gaman að fljúga með okkur því við
reyndum að láta þeim líða sem best.
Sömuleiðis ef það var fólk sem var
flughrætt. Stundum voru farþegarnir fólk
sem aldrei hafði flogið og þá var maður að
reyna að tala við fólkið og dreifa huganum,
því fólk var oít veikt í flugvélunum.
Oft flugu með okkur sjúklingar sem
voru að koma ffá uppskurði eða meðferð á
sjúkrahúsi. San Antonio var nefhilega einn
helsti spítalabærinn fyrir herinn. Þessir
farþegar áttu í erfiðleikum með að komast
um borð en þurftu að fljúga ffá einu fylki
til annars. Þeir áttu oft erfltt með að ganga
upp stigann, þeir voru brattir þá, sérstak-
lega fyrir þá sem höfðu verið skornir upp
á baki. Oft var afgreiðslufólkið í vandræð-
um með hvernig ætti að koma þessu fólki
um borð. Þegar ég sá hvað var að ske þá
labbaði ég bara niður stigann og leit á
farþegann og spurði: Ertu tilbúinn? Og
þegar hann sagði já, þá sneri ég baki að
sjúklingnum og sagði honum að taka um
axlirnar og ganga hægt upp stigann í takt
við mig. Þetta gekk alltaf vel því þyngdin
af farþeganum var á bakinu á mér. Þetta
var off fólk sem hafði lent í slysum og
þetta var eina leiðin til að koma því um
borð. Stundum vildu þessir farþegar helst
standa á leiðinni því þeir áttu svo erfltt
með að sitja. Ein kona vildi endilega kynn-
ast mér og þakka mér fyrir að koma
manninum sínum um borð. Þessi kappi
býr enn í Tucson í Arizona.
Einu sinni flugu með okkur ung hjón og
sátu þau aftast í vélinni. Þegar þau komu
um borð voru þau með kápurnar yfir
handleggjunum og vildi konan ekki að ég
tæki kápurnar því að þau færu úr vélinni
eff ir rúma tvo tíma. Ekki datt mér í hug að
undir þessum fötum væri 6 daga gamalt
barn. Þegar við vorum búin að fljúga í
rúman klukkutíma hringdi konan og kall-
aði og sagði að barnið væri orðið
dökkblátt. Ég greip í ökklana á barninu og
rassskellti það og þá fór það að gráta og
fékk auðvitað loft í lungun. Þetta var í flug-
vél sem var ekki með jafnþrýstibúnaði
eins og flugvélar eru flestar núna. Hjónin
voru á heimleið en hefðu auðvitað átt að
leita álits læknis á að fljúga með svona
flugvél. Ég bað flugmanninn í guðanna
bænum að lækka flugið svo ekkert kæmi
fyrir barnið.
Flogið með opið að aftan
— Eitt enn skeði í einni flugferðinni.
Flugmennirnir hringdu og báðu mig að
koma ffarn í flugstjórnarklefann og ég
gerði það. Þeir spurðu hvort það væri allt
í lagi með hurðina þar sem gengið var inn
í flugvélina. Ég sagði sem var að hún væri
alveg lokuð. En þeir sögðu að það væri
rautt ljós sem sýndi að einhver hurðin
væri opin. Ég sagði: — Nei, nei, hurðin er
alveg lokuð.
í New-Mexíkó nota frambjóðendur oft
hesta. Þingmaðurinn Manuel Lujanjr.
sést hér heilsa upp á Rannveigu, en
henni á hann mikið að þakka.
Hurðin, þar sem gengið er inn í vélina,
var alveg lokuð. Ég fór samt aftur í og opn-
aði dyrnar sem lágu aftur í farangursrýmið
sem var aftan við eldhúsið. Ég sá að dyrnar
þar sem farangurinn er settur inn voru
opnar og hurðin dinglaði bara og var ekki
læst. Ég tók vírherðatré, sem ég tók í
sundur, skreið inn í farangursgeymsluna
og reyndi að krækja vírnum í lásinn á
hurðinni til að loka svo ekkert dytti út úr
vélinni. Ungur flugmaður sá að ég var að
skríða þarna inn í farangursklefann og tók
um ökklana á mér svo að ég dytti ekki út
úr vélinni. Þetta tókst og ég náði að loka
hurðinni svo ekkert tapaðist af töskum eða
pósti.
Öðru sinni vorum við að fljúga til Abel-
in, sem mér finnst ein leiðinlegasta borgin
í Texas. Við vorum að nálgast áfangastað-
inn og ég bað farþegana að spenna beltin.
Þeir spurðu til hvers því það var ekki búið
að kveikja á Ijósaskiltunum sem gefa til
kynna að það eigi að spenna beltin. Ég
þekkti nefhilegá þetta svæði og þar er oft
ókyrrt. En ég bað fólkið um að gera mér
þann greiða að spenna beltin, sem það
gerði. Þegar ég var rétt komin fram að
flugstjórnarklefanum hrapaði flugvélin allt
í einu og ég hentist upp í loft. Þetta var
einkennileg tilflnning. Ég sá töskur, teppi,
púða og annað lauslegt svífa í loftinu áður
en ég skall harkalega niður á gólf. Ég lenti
undir einu sætinu og braut 7 rifbein.
Skórnir brotnuðu og jakkinn rifnaði. En
mér fannst þetta allt í lagi, það var betra að
það var ég heldur en farþegarnir. Það urðu
allir steinhissa, en þetta var auðvitað af því
að mér var svo illa við þennan bæ, Abelin
í Texas. Þegar við vorum Ient fóru flug-
mennirnir með mig til trúnaðarlæknis
flugfélagsins sem setti mig í gegnumlýs-
„Ég held ég hafi verið ein sú fyrsta af ís-
lenskum flugfreyjum til að hefja störf
fyrir erlent flugfélag," segir Rannveig.
Þessi mynd var tekin á kynningu sem
Continental Airlines gekkst fyrir árið
1958. Sú til hægri á myndinni heitir
Dorothy Hanson. Rannveig varð að hætta
störfúm þegar hún gifiti sig.
■ Ungur flugmaður sá
að ég var að skríða
þarna í farangurs-
klefann og tók um
ökklana á mér svo ég
dytti ekki út úr
vélinni...