Vikan


Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 33

Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 33
Á myndinni eru þær Vigdís Hjaltadóttir, Lisbeth Schæffer og Kirsten Tvedegaard, fulltrúar Europæisk Ferieskole. MYND: PÁLL KJARTANSSON Lisbeth Schæffer sagði að markmiðið með þessum tungumálanámskeiðum væri að kenna fólki þau tungumál, sem mest eru notuð, ensku, ffönsku, þýsku og spænsku, en ekki væri á döfinni að gefa fólki kost á að læra til dæmis íslensku eða dönsku, enda yrði aðsókn að slíkum nám- skeiðum líklega ekki sérlega mikil. Námskeiðslengdin er ekki einungis breytileg heldur líka kennslustundafjöldi á viku, en hann getur verið frá 16 í 30 stundir, svo hver og einn á að geta fengið það sem hann vill helst. Námskeiðin byrja alla mánudaga og hægt er að hefja nám hvenær sem er ársins. Tækifæri gefst til að dveljast hjá fjölskyldu á meðan á náminu stendur eða búa í heimavist. Yngri þátttak- endur búa yfirleitt hjá fjölskyldurn, en þeir eldri deilast nokkuð jafnt á heimavistir og einkaheimili. Um helgar og reyndar endra- nær eru skipulagðar ferðir bæði stuttar og langar og í mörgum tilvikum fara nemend- ur í tveggja daga ferðir til einhverra stór- borga eða merkra staða nærri þeim stað þar sem skólinn er. Á unglinganámskeiðunum eru aldrei fleiri en 15 í hópi, en þó oft færri og yfir- leitt eru mun færri í hverjum kennsluhópi hjá eldri nemendum en þeir koma líka oft ffl þess að læra meira á skemmri tíma og vilja fá tækifæri til þess að læra sem mest °g fá sem besta kennslu. Kennarar á nám- skeiðunum eru velmenntaðir og hafa mikla reynslu í kennslu viðkomandi tungumála. Enskcm alltaff vinsælust Enskan er vinsælasta tungumálið í þess- um tungumálaskólum, en mjög breytilegt er hvert fólk vill fara til þess að læra þau tungumál, sem í boði eru. Danir fara til dæmis nær eingöngu til Austurríkis til að læra þýskuna, en Frakkar sýna þýskunni mjög lítinn áhuga og fara ekki til Þýska- lands. England hefur lengi verið vinsælasta og um leið ódýrasta landið til enskunáms en nú fara fleiri og fleiri til Ástralíu þrátt fyrir að það sé mjög kostnaðarsamt. Þegar fólk hefúr skráð sig til þátttöku í einhverju EF-námskeiðanna fær það send- an sérstakan námskeiðspakka. í honum eru gagnlegar upplýsingar um námskeiðið sjálft, skólann, þar sem kennslan fer ffam, skólabæinn eða borgina, gagnlegar upplýs- ingar varðandi vegabréfsáritanir og annað álíka og auk þess kort af bænum þar sem skólinn er. Loks fýlgir svo próf, sem fólk getur tekið og metið hvernig það er að sér í málinu, sem það ætlar nú að fara að læra. Allt þetta ætti að vera gagnlegt veganesti áður en lagt er upp í námsferðina. Á námskeiðum Skóla er hægt að læra 7 tungumál Vigdís Hjaltadóttir raungreinakennari hjá Skóla sf. sagði að þegar líða tæki á vet- urinn yrðu EF-námskeiðin kynnt í skólum um allt land. Þeir sem héðan fara munu innritast fyrir milligöngu dönsku skrifstof- unnar í Kaupmannahöfn, en Skóli sf. veitir upplýsingar. Skóli er nýtt fyrirtæki sem býður hér upp á kennslu í dönsku, norsku, ensku, þýsku, spænsku, ffönsku og rúss- nesku. Auk þess er þar hægt að fá skólaráð- gjöf og kennslu í raungreinum — stærð- ffæði, eðlisfræði og efhafræði, og hjá Skóla er bæði hópkennsla og einstaklings- kennsla, að sögn Vigdísar. ., FORSÍÐUSTÚLKAN Frh. af bls. 28 mörgum keppnum síðan. Árið 1981 hlaut Guðrún 1. sæti í klippingu og blæstri - og komst þar með í Norður- landakeppnina í fyrsta sinn. Næsta ár opnaði hún sína fyrstu stofú, en tók svo aftur þátt í keppni 1983 og varð þá aftur í fyrsta sæti í klippingu og blæstri auk þess sem hún hlaut önnur og þriðju verðlaun í dag- greiðslu og galagreisðlu. Þá varð hún jaffiframt önnur yfir heildina. Þetta sama ár fór hún því í Norðurlanda- keppnina í annað sinn. Fjórða keppnin sem hún tók þátt í var íslandskeppnin 1985 og þar fékk Guðrún 1. verðlaun í galagreiðslu, sem er mesta keppnin í þessum keppnum. í hinum greinunum hlaut hún 2. og 3. sæti - og jafhframt varð hún aftur í 2. sæti yfir heildina. Aft- ur lá því leiðin í Norðurlandakeppnina og nú fóru íslensku keppendurnir í fyrsta sinn út sem lið, en í því voru þrír efetu ffá íslandskeppninni. Liðinu gekk mjög vel og hlaut 3. verðlaun, sem var meda lía með öllum Norðurlandafánun- um. Guðrún keppti síðast árið 1987, því hún tók sér barneignarfrí, en hún segist ekkert vera hætt og aldrei að vita hvenær hún tekur þátt aftur. Guðrún segir að rómantískar og hrynjandi greiðslur séu mjög vinsælar nú sem samkvæmisgreiðslur, en þannig greiddi Guðrún Þorbjörgu. Hún segir að nú sé lögð áhersla á að hárið virki náttúrulegt og heilbrigt og greiðslur séu því ekki stífar. En á hvað leggur Guðrún einkum áherslu? „Fallegt, eðlileg permanent og falleg- ar klippingar," segir Guðrún og útskýrir að það sem hún á við með fallegu permanenti sé að það fari eftir upprúll- ununni hvernig til tekst með perman- entið. Um klippingarnar segir hún að mikið sé um að hárið sé haff slétt og klippt í mjúkar línur, eða þá alveg stutt. Á stofunni hjá Guðrúnu starfa þrír meistarar og nemarnir eru þrír, þar af eru tvær að ljúka námi á þessu ári og ein er að byrja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.