Vikan


Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 36

Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 36
Allir fá sömu atvinnuleysisbœtur Til að fræðast nánar um þessi mál hafði greinarhöfundur tal af Gunnari Helga- syni forstöðumanni Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar og lagði fyrir hann nokkrar spurningar-. Telur þú að um atvinnuleysi sé að raeða á íslandi í dag eða er þetta að- eins slæm árstíðasveifla? Það örlar á nokkru atvinnuleysi þessa dagana. Ástandið er verra en slæm árstíð- arsveifla og atvinnuleysi hefur verið svolít- ið viðvarandi síðan í nóvember. En tíma- bundið atvinnuleysi er aigengt á íslandi. Hefúr atvinnuleysi aukist síðan í desember? Hverjar eru tölumar fyrir janúar í borginni? 24. janúar ’89 voru 640 skráðir atvinnu- lausir í borginni á móti 121 sama dag ’88. Skiptingin milli kynjanna var 397 karlar í ár á móti 243 konum, en 1988 var skipt- ingin 85 karlar og 36 konur. Annars ber að minnast þess að árið 1988 var meira vinnuframboð en nokkurn tíma áður. í hvaða stéttum ber mest á atvinnu- leysi? Mest ber á atvinnuleysi hjá verka- og verslunarfólki. Ekki áberandi hjá iðnað- armönnum, a.m.k. ekki ennþá. Hversu háar em atvinnuleysisbæt- ur á mánuði í krónutölu og er urn sömu upphæð að ræða hjá öllum stéttarfélögunum? ísland hefur þá sérstöðu að allir fá sömu atvinnuleysisbætur, sama í hvaða stéttar- félagi þeir eru. Hámarksbætur eru kr. 1.675 á dag, sem gerir rúmlega 36 þúsund krónur á mánuði. Viðmælendur mínir hafa kvartað yfir skorti á ráðgjöf í sambandi við fjármál. Býður borgin upp á slíkt? Ekki beina fjárhagsráðgjöf, en við erum með góða félagsráðgjöf, sérstaklega fyrir öryrkja. 34 VIKAN 4. TBL.1989 Hverjar finnast þér horfúmar í at- vinnumálunum? Reynslan sýnir að janúar, febrúar og mars eru erfiðustu mánuðirnir í atvinnu- málunum. Ef ekkert sérstakt þjóðaráfall kemur fyrir, ætti að draga úr þessu ástandi í mars. Þarf ekki að hlúa betur að fólki sem verður atvinnulaust? Úrbóta er þörf, en Atvinnuleysistrygg- ingasjóð skortir fjármagn til þess. Er atvinnuleysi feimnismál á ís- landi? Já, en þess ber að gæta að við erum al- gerlega óvön slíku ástandi. Unga fólkið hefur aldrei upplifað það. Og engin teikn eru á lofti um að varanlegt atvinnuleysi komi til greina. Hverjir eiga rétt á atvinnuleysisbótum? Iinnliti á skrifstofu Verslunarmannafé- lags íslands upplýstist að miklu fleiri félagsmenn væru atvinnulausir en áður hefúr tíðkast. Og þá er komið að lögum um atvinnuleysisbætur, hverjar eru þær og hverjir hafa rétt til þeirra? Fimmti kafli laga um félagsmálefni er um atvinnuleysisbætur. Upphaf 24. gr. þessara laga hljóðar svo: „Fjárhæð bóta miðast við unnar dagvinnustundir í trygg- ingarskyldri vinnu á síðustu tólf mánuðum fyrir fyrsta skráðan atvinnuleysisdag. Há- marksbætur greiðast þeim sem unnið hafa í 1700 dagvinnustundir eða fleiri. Lág- marksbætur greiðast, þegar dagvinnu- stundir eru 425.“ í 23. grein þessara laga kemur fram að hafl bótaþegi börn innan 17 ára á framfæri sínu fái hann umfram 4% af framangreindum launum með hverju barni. En þessar bætur renna ekki allar beint í vasa bótaþega heldur greiðir hann 4% í lífeyrissjóð og 1 % til stéttarfélagsins. Það lifir enginn hátt af atvinnuleysisbótum I á íslandi, fólk getur kannski haff í sig að éta en reikningar borgast varla. Og er ekki komin undantekning á jafnaðarstefnuna í úthlutun atvinnuleysisbóta hvað varðar al- þingismenn sem ekki ná kosningu? „Fólk forðast mig“ Greinarhöfúndur hefur talað við fjölda fólks sem er atvinnulaust. Þetta er fólk úr ýmsum stéttum og á öllum aldri. Enginn var reiðubúinn til að láta birta nafh sitt, en allir tóku vel í að spjalla um ástand- ið. Allir áttu það sameiginlegt að vilja ekki flíka þessu ástandi sínu. Sumir sögðust skammast sín of mikið fyrir ástandið til að geta minnst á það, aðrir sögðu fólk ekki nenna að hlusta á barlómssögur. Ein kona sagði að fólk sem vissi um atvinnuleysi sitt væri farið að forðast sig, eins og hún væri með smitandi sjúkdóm. Maður einn rosk- inn sagðist aldrei hefðu trúað því að hann ætti eftir að fá uppsagnarbréf. En það skeði og hann á erfitt með að sætta sig við það eftir 40 ára starf. Tildrögin að atvinnumissi þessa fólks voru í öllum tilfellum kölluð samdráttur. Eldra fólkið á erfiðara með að sætta sig við ástandið en það yngra, finnur meira til öryggisleysis og er kvíðnara. Yngra fólkið er bjartsýnna, segir þetta hljóta að ganga yfir fljótt og það sé ágætt að geta sofið út í verstu vetrarveðrunum. Flestir viðmælendanna sögðust hafa nóg að gera við að leita sér að vinnu. Dag- blöðin eru lesin, tilboðsauglýsingunum svarað, hringt vegna annarra auglýsinga. Svo er farið milli ráðningarstofanna og fyllt út þar til gerð eyðublöð. Síðan er hringt í stofurnar og forvitnast um ffarn- gang mála. Látið er reyna á kunningsskap- inn, sem oft hefur reynst heilladrjúg að- ferð við atvinnuleit á íslandi. En tíminn er lengi að líða og ekki eykur það á vellíðan- ina að sjá reikningana hrúgast upp. Aðspurð hvernig þau eyddu tímanum voru svörin misjöfn. Sumir sváfú mikið, sneru sólarhringnum gjarnan við. Yngra fólkið kvartaði sérstaklega yfir að vita eig- inlega ekki hvað það ætti við tímann að gera, nema að heimsækja kunningjana á kvöldin. Barnafólk kvað það ágætt að geta sinnt börnunum betur. Eldra fólkið hafði fleiri áhugamál til að grípa til. Einn karl- mannanna sagðist vera að gera við bíla vina og kunningja í bílskúrnum hjá sér. Ein konan sagðist hafa verið svo heppin að finna gamlar prjónapeysur í geymslunni hjá sér. Hún rakti þær upp og situr við að prjóna nýjar. Og sálarróin hjá þessu fólki? Flestir viðurkenndu að fá sér oftar í glas en venju- lega, og á stundum helst til of mikið. Sumir kvörtuðu yfir vanmáttarreiði, aðrir voru fúllir af skömm. Áhyggjur höfðu allir, sér- staklega yfir fjárhagnum. Einn minntist á að gott væri ef einhvers staðar væri hægt að fá fjárhagsráðgjöf. Sumir eiga á hættu að missa húsnæði ofan af sér, komið er að uppboði. Eldra fólkið segist halda sig mest heima við. En allir reyna að halda í bjart- j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.