Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 62
NÁM ERLENDIS
Árhus er 250 þúsund
manna skólabær
því mjög líflegur
:
TEXTI 0G MYNDIR: ÞÓRDlS ÁGÚSTSDÓTTI
Ósk Soffía Valgeirsdóttir,
byggingararkitektúr,
Árhus, Danmörk.
Fædd 4. nóvember 1961.
Stúdent frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Ósk Soffia er nemi í Arkitektaskólanum í
Árhus. Hún hefúr lokið þremur árum í
námi og í sumar starfaði hún á vinnustofu
Borgarskipulags Reykjavíkur. Arkitekta-
skólinn í Árhus er ríkisrekinn og var stofh-
aður fyrir um það bil 20 árum, en í dag
rúmar hann um 700 nemendur og af þeim
fjölda eru um það bil 10% útlendingar, þá
aðallega Norðurlandabúar frá Færeyjum,
Grænlandi og íslandi. Inntökuskilyrði inn í
skólann er stúdentspróf eða sambærileg
menntun, þá t.d. iðnnám en einnig eru
teknir inn nemendur samkvæmt svokall-
aðri 25 ára reglu, en hún felst í því að vera
orðinn 25 ára og hafa starfsreynslu við-
komandi faginu. Fög sem kennd eru eru
annars vegar bókleg fög, svo sem bygging-
arsaga, burðarþolsfræði, lita- og efhafræði,
tölvuffæði, inngangur að danskri lögfræði,
umhverfísvernd, byggingar- og skipu-
lagsmál og að lokum listasaga. Hins vegar
er kennsla í verklegum fögum, þá vatns-
litun, tækni-, fríhendis-, fjarvíddar- og
hlutateiknun en aðalatriði verklegrar
kennslu er hönnun bygginga og skipulags-
verkefhi ýmiskonar. Fyrir utan alla
kennslu eru haldnir fyrirlerstrar á kvöldin
um ýmsa arkitekta með tilheyrandi
myndasýningum. Námið er þannig upp-
byggt að nemendur geta sótt fyrirlestra að
vild í fræðilegum greinum, en síðan glíma
þeir við verkleg hönnunarverkefni sam-
fleytt allt árið. Nemendur eru skyldugir til
að læra tölvufræði, teikningu og þá sér-
60 VIKAN 4.TBL.1989
staklega fjarvíddarteikningar og gera ýms-
ar æflngar með form, liti og efni. Aðhald er
það mikið í verkefnavinnu að þó svo að
mæting á fyrirlestra sé ekki skylda er mæt-
ing yfirleitt góð vegna þess að nemendur
þurfa á fræðilegri þekkingu að halda við
úrlausn verklegra verkefha. Nám í bygg-
ingararkitektúr í Árhus hefst með einu ári
í almennu námi þar sem nemendur glíma
við skipulags- og byggingarverkefhi og
gera æfingar með form og módel. Á öðru
ári velja nemendur sér deild en valið snýst
um þrjá möguleika: hönnunar-, byggingar-
eða innanhússdeild. Ósk Soffia valdi sér
byggingardeildina. Á öðru ári er námið
almennt en á þriðja ári er farið út í ýmis
smáatriði t.d. notkun á mismunandi efhum
svo sem múrsteini, tré og steypu. Á þriðja
ári vann Ósk Soffia t.d. að hönnun félags-
legrar bygginga þar sem hún varð að taka
sérstakt tillit til efniskostnaðar.
Námstími við arkitekatskólann er 5 V2 ár
og útskrifast nemendur með embættispróf
í arkitektúr. Nemendum ber skylda til að
vinna á arkitektastofu í 16 vikur eftir
þriðja eða fjórða árið og útvegar skólinn
nemendum vinnu ef þess þarf. Möguleiki
er gefinn á að komast með aðstoð skólans
sem gestanemandi í eitt ár til annarra
skóla og þá sérstaklega til Kansas City en
Ósk Soffia fór hins vegar í eina önn sem
gestanemi til Osló. Á námstímanum er far-
ið í námsferðir árlega og mjög mikið er
hvatt til þátttöku í þessar ferðir. Bekkjar-
deild Óskar Soffiu fór til ítalíu á fyrsta ári
til að kynna sér garðlist en til Grikklands
eftir annað árið til að skoða rómverskan
byggingarstíl og í haust mun hún halda til
Rómar.
Nemendur taka ekki próf meðan á námi
stendur heldur skila hönnunarverkefhum
reglulega yfir árið og verja þau fyrir
dómnefnd. Ósk Soffia segir meiri áherslu
lagða á listrænt nám eða skapandi heldur
en tæknilegt í skólanum þó að það fari eft-
ir kennurum hverju sinni. Skólinn er
akademískur og frjálslegur og því er sjálf-
sagi algert skilyrði ef nemendur vilja ná
einhverjum árangri en hins vegar er skól-
inn sérstaklega góður fýrir fólk sem hefur
sjálfsaga og brennandi áhuga til viðbótar,
því hann er vel útbúinn og hefur upp á
mjög mikið að bjóða.
Ósk Soffia fór til Danmerkur þar sem
hún hafði búið þar áður, kunni mjög vel
við sig og að auki var hún vel að sér í mál-
inu. Hún hafði heyrt meira mælt með
skólanum í Árhus heldur en í Kaupmanna-
höfn.
Árhus er 250.000 manna skólabær og er
því mjög líflegur í alla staði, mikið er um
að vera í tónlistar- og listalífi. Ósk Soffia,
sem aðallega hefur kynnst Dönum í gegn-
um námstímann, kann vel við þá, henni
finnst þeir vera hlýlegir og frekar opnir. ís-
lendingum er vel tekið af Dönum, og þeir
falla algjörlega inn í danskt þjóðfélag eins
og hver annar Dani sem er bæði þægilegt
og skapar öryggi.
íslendingar eru fjölmennir í Árhus eða
um 250 talsins en aðeins 9 þeirra eru við
nám í arkitektúr.
Ósk Soffia var gestanemandi við Osló-
arháskóla á síðustu vorönn og kom vegna
þess til íslands í janúar s.l. á vegum hans
þegar skólinn, í samvinnu við Arkitekta-
félagið á íslandi og fleiri, hélt kynningu á
íslenskri byggingarlist meðal nemenda
sinna, allt frá tímum torfbæjanna til dags-
ins í dag. Ósk Soffia var mjög ánægð með
þessa dagskrá og telur hana hafa gefið sér
mjög mildð og vonast hún til þess að eitt-
hvert áframhald verði á slíku, þar sem
mjög gott sé fýrir starfandi arkitekta sem
og nemendur í arkitektúr að kynna sér
þróun og stöðu íslenskrar byggingarlistar.