Vikan


Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 62

Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 62
NÁM ERLENDIS Árhus er 250 þúsund manna skólabær því mjög líflegur : TEXTI 0G MYNDIR: ÞÓRDlS ÁGÚSTSDÓTTI Ósk Soffía Valgeirsdóttir, byggingararkitektúr, Árhus, Danmörk. Fædd 4. nóvember 1961. Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ósk Soffia er nemi í Arkitektaskólanum í Árhus. Hún hefúr lokið þremur árum í námi og í sumar starfaði hún á vinnustofu Borgarskipulags Reykjavíkur. Arkitekta- skólinn í Árhus er ríkisrekinn og var stofh- aður fyrir um það bil 20 árum, en í dag rúmar hann um 700 nemendur og af þeim fjölda eru um það bil 10% útlendingar, þá aðallega Norðurlandabúar frá Færeyjum, Grænlandi og íslandi. Inntökuskilyrði inn í skólann er stúdentspróf eða sambærileg menntun, þá t.d. iðnnám en einnig eru teknir inn nemendur samkvæmt svokall- aðri 25 ára reglu, en hún felst í því að vera orðinn 25 ára og hafa starfsreynslu við- komandi faginu. Fög sem kennd eru eru annars vegar bókleg fög, svo sem bygging- arsaga, burðarþolsfræði, lita- og efhafræði, tölvuffæði, inngangur að danskri lögfræði, umhverfísvernd, byggingar- og skipu- lagsmál og að lokum listasaga. Hins vegar er kennsla í verklegum fögum, þá vatns- litun, tækni-, fríhendis-, fjarvíddar- og hlutateiknun en aðalatriði verklegrar kennslu er hönnun bygginga og skipulags- verkefhi ýmiskonar. Fyrir utan alla kennslu eru haldnir fyrirlerstrar á kvöldin um ýmsa arkitekta með tilheyrandi myndasýningum. Námið er þannig upp- byggt að nemendur geta sótt fyrirlestra að vild í fræðilegum greinum, en síðan glíma þeir við verkleg hönnunarverkefni sam- fleytt allt árið. Nemendur eru skyldugir til að læra tölvufræði, teikningu og þá sér- 60 VIKAN 4.TBL.1989 staklega fjarvíddarteikningar og gera ýms- ar æflngar með form, liti og efni. Aðhald er það mikið í verkefnavinnu að þó svo að mæting á fyrirlestra sé ekki skylda er mæt- ing yfirleitt góð vegna þess að nemendur þurfa á fræðilegri þekkingu að halda við úrlausn verklegra verkefha. Nám í bygg- ingararkitektúr í Árhus hefst með einu ári í almennu námi þar sem nemendur glíma við skipulags- og byggingarverkefhi og gera æfingar með form og módel. Á öðru ári velja nemendur sér deild en valið snýst um þrjá möguleika: hönnunar-, byggingar- eða innanhússdeild. Ósk Soffia valdi sér byggingardeildina. Á öðru ári er námið almennt en á þriðja ári er farið út í ýmis smáatriði t.d. notkun á mismunandi efhum svo sem múrsteini, tré og steypu. Á þriðja ári vann Ósk Soffia t.d. að hönnun félags- legrar bygginga þar sem hún varð að taka sérstakt tillit til efniskostnaðar. Námstími við arkitekatskólann er 5 V2 ár og útskrifast nemendur með embættispróf í arkitektúr. Nemendum ber skylda til að vinna á arkitektastofu í 16 vikur eftir þriðja eða fjórða árið og útvegar skólinn nemendum vinnu ef þess þarf. Möguleiki er gefinn á að komast með aðstoð skólans sem gestanemandi í eitt ár til annarra skóla og þá sérstaklega til Kansas City en Ósk Soffia fór hins vegar í eina önn sem gestanemi til Osló. Á námstímanum er far- ið í námsferðir árlega og mjög mikið er hvatt til þátttöku í þessar ferðir. Bekkjar- deild Óskar Soffiu fór til ítalíu á fyrsta ári til að kynna sér garðlist en til Grikklands eftir annað árið til að skoða rómverskan byggingarstíl og í haust mun hún halda til Rómar. Nemendur taka ekki próf meðan á námi stendur heldur skila hönnunarverkefhum reglulega yfir árið og verja þau fyrir dómnefnd. Ósk Soffia segir meiri áherslu lagða á listrænt nám eða skapandi heldur en tæknilegt í skólanum þó að það fari eft- ir kennurum hverju sinni. Skólinn er akademískur og frjálslegur og því er sjálf- sagi algert skilyrði ef nemendur vilja ná einhverjum árangri en hins vegar er skól- inn sérstaklega góður fýrir fólk sem hefur sjálfsaga og brennandi áhuga til viðbótar, því hann er vel útbúinn og hefur upp á mjög mikið að bjóða. Ósk Soffia fór til Danmerkur þar sem hún hafði búið þar áður, kunni mjög vel við sig og að auki var hún vel að sér í mál- inu. Hún hafði heyrt meira mælt með skólanum í Árhus heldur en í Kaupmanna- höfn. Árhus er 250.000 manna skólabær og er því mjög líflegur í alla staði, mikið er um að vera í tónlistar- og listalífi. Ósk Soffia, sem aðallega hefur kynnst Dönum í gegn- um námstímann, kann vel við þá, henni finnst þeir vera hlýlegir og frekar opnir. ís- lendingum er vel tekið af Dönum, og þeir falla algjörlega inn í danskt þjóðfélag eins og hver annar Dani sem er bæði þægilegt og skapar öryggi. íslendingar eru fjölmennir í Árhus eða um 250 talsins en aðeins 9 þeirra eru við nám í arkitektúr. Ósk Soffia var gestanemandi við Osló- arháskóla á síðustu vorönn og kom vegna þess til íslands í janúar s.l. á vegum hans þegar skólinn, í samvinnu við Arkitekta- félagið á íslandi og fleiri, hélt kynningu á íslenskri byggingarlist meðal nemenda sinna, allt frá tímum torfbæjanna til dags- ins í dag. Ósk Soffia var mjög ánægð með þessa dagskrá og telur hana hafa gefið sér mjög mildð og vonast hún til þess að eitt- hvert áframhald verði á slíku, þar sem mjög gott sé fýrir starfandi arkitekta sem og nemendur í arkitektúr að kynna sér þróun og stöðu íslenskrar byggingarlistar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.