Vikan


Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 44

Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 44
BLESSAÐUR BJÓRINN - Ef þér finnst ég of gráðugur í bjór svona til að byrja með, Guðrún, segðu það þá bara. En hættu að hrista bjórdósimar sem þú sækir fyrir mig. — Hvað er athugavert við að lifa í fortíðinni? Það er miklu ódýrara! - Ef hann biður þig að kaupa fyrir sig bjórkollu skaltu ekki gera það! - Ertu klár í annan, Vilhjáimur rennandi stjarna leiklistarinnar. Maðurinn við stýrið var enginn annar en hinn kunni kvikmyndastjóri Rastenius, með álnarlang- an vindil uppi í sér. — Hver fjandinn gengur að þér, Harry? sagði sá með vindilinn. — Hvernig hefúr þú náð að hjóla alla leið hingað og verða á undan okkur? Harry Heart kom á fleygiferð inn á þjóð- veginn í bláa draumabílnum, nógu snemma til að sjá þær Dollý og Birtu ýta Eiríki inn í bifreið sína. Hann skildi hvorki upp né niður í neinu. Fyrst datt honum í hug að leika njósnara og fylgja þeim eftir. En svo skaut upp hjá honum annarri hug- mynd og hann stöðvaði bílinn við hliðina á hjóli hins brottnumda. Hann steig út og starði á hjólið, eins og það gæti gefið ein- hverja skýringu á því er gerst hafði. Svo leit hann á klukkuna. Nú átti hann að vera kominn niður í kvikmyndaver, átti að vera búinn að hafa fataskipti og farða sig. Og hér stóð hann nú í moldvörpulitri kápu og gráum buxum og glápti á reiðhjól,' sem að minnsta kosti sagði honum ekki neitt af neinu. — Hvers vegna stendurðu þarna og horfir á hjólið þitt? spurði kvenrödd, og Harry Heart varð litið inn í tvö falleg, brún augu. — Flýttu þér nú inn, maturinn er tilbú- inn, hélt hún áfram. — Þetta hljóta að vera einhver mistök, sagði Harry Heart. Þér munuð taka mig fyrir einhvern annan. Nafn mitt er Harry Heart. — Hirtu ekki um að vera að grínast núna, elskan mín. Þú þarft ekki að leika kvikmyndastjörnu einmitt nú, þegar maturinn er að verða kaldur. — Já, en ég fullvissa yður um það, frú, að... — Þetta er ágætt, Eiríkur. En ég er ekki í skapi til að taka spaugi þessa stundina. Hún leit ástúðlega til hans og Harry fann hvernig hann hætti að geta hugsað. Varir hans bærðust án þess að nokkurt orð kæmi út af þeim. Hann fylgdist möglunarlaust með henni. — Ætlar þú ekki að kyssa mig eins og þú ert vanur? sagði hún vingjarnlega. Hann gerði það og fann nú hvernig taugakerfið tók aftur til starfa. Heilinn var kominn í samt lag. — Komdu nú, kjáninn þinn, hélt hún áfram og tók hönd hans. Já, því ekki það? hugsaði Heart. Þau fylgdust heim að húsinu og inn í borð- krókinn, þar sem matborðið stóð dúkað. Drengurinn kom hlaupandi á móti honum og þegar kvikmyndahetjan laut niður og lyfti honum upp fann hann til unaðar, sem hann hafði aldrei kennt áður. Drengurinn horfði lengi og rannsakandi á hann, en smitaðist svo af gleðibragði Harrys og vafði handleggjunum um háls honum. Best að ég borði með þeim svo að það bætist við ævintýrið, hugsaði Harry Heart. Svo get ég útskýrt mistökin fyrir henni á eftir. Hann leit til konunnar og mætti hlýju trúnaðartrausti. Nú hefði ég átt að vera í myndatökunni, hugsaði hann. Harry sá Dollý Moon fyrir sér í huganum og það fór skjálfti um hann. Þau fara nú að fúrða sig á hvar ég hef alið manninn, sagði hann við sjálfan sig. Hvar er ég? Hvem þremilinn á ég að gera hingað? hrópaði Eiríkur Svendsen í öngum sínum. Birtan frá ljósverplunum ætlaði að blinda hann. Hann æddi um að tjaldabaki og starði örvilnaður á upptökuvélina. — Þetta er rangt! Þetta er allt saman misskilningur! æpti hann. Ég er ekki sá sem þið haldið mig vera. Gildvaxinn maður stökk til hans. — Prýðilegt, Harry! Ljómandi! En þú skalt ekki skálda svona mikið. Þú átt að hrópa: Hvers vegna er ég hér? Hvað hef ég hér að gera? Þið hafið gabbað mig hingað, en ég er alls ekki úr ykkar hópi. Skiljið þið það? Ég er annar en sá, sem þið haldið mig vera. Hugsaðu þig svolítið um, síðan byrjum við aftur. Haltu áfram að leika þáttinn með þínum hætti, þú hefur aldrei verið svona eðlilegur. Nei, nei, engar athugasemdir nú. Við erum þegar orðnir of seinir fyrir. Upptakan hélt áfram. Eiríkur Svendsen var örvilnaður, yfirkominn, dáleiddur. Hann hrópaði setningar sínar eins og sært og hamstola dýr. Og hann sá hina töffa- fríðu Dollý Moon koma til sín, sá andlit hennar fast við sitt og heyrði andsvör hennar líkt og í einkennilegum draumi. Hann svaraði, og leikstjórinn grét af hrifningu. í einu hléinu settist Dollý Moon hjá honum. — Ertu gramur við mig fýrir það að ég skammaði þig áðan? spurði hún. Það máttu ekki vera. Ég þoli ekki að þú sért reiður við mig, elskan. Nú hefúrðu ekki bílinn þinn hjá þér, svo að þá fe ég sjálfsagt að aka þér heim? Er það ekki, Harry? Hann kinkaði kolli. Þegar ég er orðinn einn með henni í bílnum, hugsaði hann, get ég sagt henni alla söguna. Svo ekur hún mér heim til Helenu og þá hefur þetta bara verið skemmtilegt ævintýri. Hann komst í betra skap við þetta. Hvað var það nú aftur sem leikstjórinn hafði sagt um ffammistöðu hans ... ? Harry Heart hjálpaði henni við að þvo upp. Lítið og ánægjulegt ævintýri, hugsaði hann, allt öðruvísi en önnur ævintýri hans. Drengurinn kallaði til hans innan úr herbergi sínu. Konan stóð álút yfir diskun- um, falleg kona á sinn hátt, öðruvísi en all- ar sem hann hafði umgengist hingað til. Hún var hæglát og uppgerðarlaus og hann hafði aldrei séð svona fallegan hnakkasvip. Það geislaði eitthvað út ffá henni... Já, hvað átti hannað kalla það? Eitthvað af hinu eðlilega lífi - eðlilegu lífi venjulegrar konu. — Urn hvað ertu að hugsa? spurði hún. Er eitthvað sem þér leiðist? - Segðu mér, svaraði hann ákveðinn, - er ég nákvæmlega eins og ég á að mér? - Já, auðvitað, svaraði konan. - Þú ert alveg eins og Harry Heart, en þú skalt ekki láta þér leiðast það, því að sem betur fer ertu ekki það fífl. 42 VIKAN 4. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.