Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 48
að færa sér allt í nyt, jafhvel það, hvar hann
valdi sér húsnæði. Hann segir: „Ég færi mér
húsnæðið í nyt. Fyrst bjó ég hjá úrsmiði, síðan
trésmiði og nú er svo komið, að ég er sjálfúr
farinn að smíða stærðfræðileg verkfæri."
Emanuel kynntist brátt lærðustu mönnum
Englands og var af þeim mikils metinn; en öðru
máli gegndi um föður hans, herra biskupinn,
sem taidi að þetta vísindafikt hans leiddi ekki tif
neins góðs. Nú steðjaði vandi að hinum verð-
andi sniilingi, því herra biskupinn, faðir hans,
ákvað að lokka hann aftur heim til Svíþjóðar,
svo hann gæti snúið sér að einhverju „heiðar-
legu starfi".
„Ekki hægt að fljúga
um loftin!“ sögðu
samferðamennirnir
Og gamii Swedenborg var ekki í vandræðum
með aðferðina. Hann hætti einfaldlega að senda
stráknum peninga. „Heimanstyrkurinn er á
þrotum," skrifaði Emanuel. „Námið er gert mér
ókleift, sökum fjárskorts. Mig fúrðar, að faðir
minn skuli ekki hirða meira um hag minn en
svo, að láta mig lifa, eins og undanfarið, í meira
en sextán mánuði á tæpum fimmtíu
pundum... Það er hart að lifa án matar og
drykkjar, eins og einhver umrenningur — jafrt-
vel fyrir mann, sem er að uppgötva leiðir til
þess að mæla tunglið.“
Þótt Emanuel sámaði þannig skilningsleysi
föður síns, þá hélt hann ótrauður áfram mæling-
um sínum og vélasmíðum. Hugur hans var fúll-
ur af alls konar áætlunum, sem hann sífellt
reyndi að láta koma að hagnýtu gagni. Riss hans
af ýmiss konar vélauppgötvunum voru hrein-
ustu rúnir vinum hans, sem litu á þetta sem fjar-
stæðukennda hugaróra sérvitrings. Það var vart
við því að búast á 18. öld, þegar vísindalegir
fordómar lifðu góðu lifi, að menn botnuðu t.d.
nokkuð í uppdrætti að skipi, sem ásamt áhöfú
sinni var ætlað að kafa undir yfirborð sjávar
hvar sem þurfa þætti og gæti þannig valdið
óvinaflota feikna tjóni. Hér voru sem sagt kaf-
bátar nútímans komnir á kreik í hugarheimi
þessa merkilega manns. Þá gerði hann áætlanir
um það, hvernig flytja mætti skip yfir þurrt land
og sá fyrir sér „loftbyssu", sem gæti skotið sjötíu
skotum án þess að hana þyrfti að hlaða, og að
ógleymdu .fljúgandi skipi“, sem flutt gæti far-
þega gegn um loftið.
Æltaði sér að rannsaka
hreyfingar andans
Þessa síðustu uppfinningu, teikningu að
fljúgandi skipi, sendi hann til fremsta eðlisfræð-
ings Svíþjóðar. En sá góði maður botnaði
hvorki upp né niður í „þessari bölvuðu vit-
leysu“, eins og hann kallaði það. Og hinn mikli
vísindamaður tók að útskýra fýrir unga mannin-
um, eins og drenghnokka, sem ekki skilur ein-
földustu hluti, að það væri jafú mikil fjarstæða
að ætla sér að fljúga með tæknilegum aðferðum
og að finna upp eilífðarvél eða breyta leir í gull.
Og hann sendi honum langt bréf, þar sem hann
þóttist sanna með ótal formúlum og tölum hví-
lik ógnar fjarstæða það væri, þegar mönnum
dytti í hug að fljúga í loftinu.
Og eins og frumlegir hugsuðir allra tíma varð
Swedenborg að lifa aleinn í draumaheimi
sínum. En þetta voru draumar vísindamanns,
sem var gæddur innri sýn og krafti spámanns-
ins. Swedenborg var einn hinna fáu hugsuða,
sem grundvölluðu þekkingu sína á trú. Sú var
sannfæring hans, að ný svið, nýir heimar, biðu
þess að finnast, en til þess þyrfti bæði hugsun
og trú. Hér þyrfti að koma til hugarafl og trú
manna, sem sameinuðu í sér skáldið og vísinda-
manninn; þeir einir gætu brúað bilið milli
46 VIKAN 4. TBL. 1989
heimanna með því að breyta hugsun í stað-
reynd.
Og það var einmitt þetta sem Swedenborg,
afkvæmi trúarbragðanna og fóstursonur vísind-
anna, hafði í hyggju að reyna.
Að lokum sneri þessi „eilífðarstúdent" heim
frá sannleiksleit sinni í ffamandi löndum. Hann
var nú fúllorðinn og samt hafði hann ekkert fast
starf. Faðir hans gerði nú lokatilraun til þess að
koma fastri jörð undir fetur þessa „reikula"
sonar síns. Hann hagnýtti sér sambönd sín við
sænsku hirðina og tókst að vekja athygli hins
fræga herkonungs Karls XII á málinu. Konung-
ur bauð Emanuel stöðu í ráðuneyti námamála;
og hinn ungi Swedenborg tók því.
En um þetta leyti henti Swedenborg ný
reynsla, sem átti eftir að hafa djúp áhrif á hann.
Hann varð sem sagt logandi ástfanginn af dóttur
hins fræga eðlisfræðings, sem hafði vakið hann
svo hranalega af draumum sínum um mátt
mannsins til þess að fljúga um loftin blá. Þótt
hinn frægi maður hafi litið á uppfinningaáætlan-
ir Emanuels sem bamaskap, þá sýndi hann samt
að hann mat þekkingu hans og bauð honum
hönd eldri dóttur sinnar. En hér fór eins og oft
endranær, að dóttirin lét sig engu skipta þekk-
ingarmat föður síns og lofaöist öðrum manni.
En Emanuel flýtti sér að segja föður hennar, að
hann tæki það ekki nærri sér. Það væri nefúilega
yngri dóttirin, sem hjarta hans þráði. Og gamli
maðurinn var ekki seinn að leggja hjúskapar-
sáttmála fyrir hina ungu stúlku, sem var tæpra
sextán ára gömul, og krafðist þess að hún
undirritaði trúlofún sína og Swedenborgs. Og
vesalings stúlkan þorði ekki að andmæla og
skrifaði skjálfandi undir, en hún unni öðrum
manni.
Strengdi þess heit að verða
aldrei ástfanginn aftur
Tíminn leið og Swedenborg huggaði sig við
það að lesa daglega þennan samning, sem
tryggði honum að eignast hana einhvem tima í
framtíðinni. En einn morguninn var samningur-
inn horfinn og fannst hvergi. Skýringin var sú,
að bróðir hinnar örvæntingarfullu heitmeyjar
hafði stolið honum og fcrt henni.
Og þannig uppgötvaði ungi maðurinn, sem
hafði rannsakað hin torskildustu lögmál náttúr-
unnar, að hann botnaði ekkert í tilfinningalífi
ungrar stúlku. Hún unni honum ekki. Það hafði
því fremur verið vísindamaðurinn í honum en
dulhyggjumaðurinn, sem hafði athugað hana.
Og eins og ungra manna er siður strengdi
Swedenborg þess heit að verða aldrei ástfang-
inn aftur. En sá var munurinn, að hann hélt heit
sitt.
Ekki var þetta hinum tilfinninganæma unga
manni sársaukalaust. Jafrivel átti hann erfitt
með að vinna. En viljasterkur maður lætur
ástarsorgir ekki buga sig; síst af öllu, þegar hann
er að vinna að verkfræðilegum áætlunum um
það, hvemig eigi að flytja galeiður konungs yfir
þurrt land, byggja skurði, rannsaka málmauð
jarðar og ofan á allt þetta með áætlun um að
skrifa heimspeki alheimsins.
Er hér er komið sögu hafði föður Sweden-
borgs verið veitt sæti í lávarðadeildinni. Þetta
opnaði nýja möguleika fýrir hinn unga mann, ef
hann ferði sér stjómmálaaðstöðu föður síns í
nyt, en hann hirti ekkert um það. Hann hélt
áfram að vera auðmjúkur nemandi og nafúlaus
ráðgjafi í tæknimálum. Hann kaus heldur að
skrifá ritgerðir unt óendanleikann en telja at-
kvæði. Stundum fékk hann leyfi ríkisstjómar-
innar til þess að ferðast til útlanda í rannsóknar-
erindum. Honum hafði verið boðin prófessors-
staða við Uppsalaháskóla en hafúaði henni sök-
um þess að hann vildi vera óhindraður af hin-
um þröngu kröfúm kennslusjónarmiða.
Hugur hans neitaði fangelsi kennslustofúnn-
ar; gáfúr þessa manns létu sér ekkert í heimin-
um óviðkomandi. Hann var jafú stórkostlega
ósvífinn í forvitni sinni og ofurmenni endur-
reisnartímabilsins, Leonardo da Vinci. Hann var
með nefið niðri í öllu. Á ferðalögum sínum
heimsótti hann bókasöfú, málverkasöfú og
hvers konar söfú önnur; kirkjur, klaustur,
heilsuhæli og leikltús. Já, leiksviðið var honum
jafú heilagt og kirkjan. Hann unni verkum
skálda engu síður en guðsorði.
Það var bjart yfir þessum manni. Hann var
heilbrigður á sál og líkama. Samúð hans um-
vafði allt og einnig bjartsýni hans um endanleg
örlög mannsins. Þessi bjartsýni átti rætur að
rekja til trúar hans á takmarkalausum hæfileika
mannlegs hugar, sem nútímavísindin undir-
strika nú daglega. Swedenborg orðar þetta
skemmtilega: ,/Evintýrum mannsins eru engin
takmörk sett. Þegar Kólumbus fann leiðina til
nýja meginlandsins sigldi hann ekki einungis
gegnum vötn og vinda Atlantsála heldur vötn
og vinda síns sterka, leitandi vilja.“
Ætlaði sér að rannsaka
hreyf ingar andans
Og hvað Swedenborg sjálfan snerti náði
hann nú einnig nýjum áfanga í leit sinni. Hann
tekur að efast um fúllkomleika vísindanna, eins
og þau voru. Það virðist næstum eðlilegt spor á
andlegri þroskabraut þessa spámanns og upp-
finningamanns, að láta sér koma til hugar að
finna upp einhvers konar æðri vísindi. Vísindi,
sem séu vísindum ofar.
Hann tekur nú að leggja frumdrög að Hag-
frxði dýraríkisins - sem er víðtæk rannsókn á
mannlegum likama, þar sem dregnar eru saman
niðurstöður lífferafræðinga um taugar, vöðva,
bein og blóð. En Swedenborg á engan sinn líka.
Hann lætur hér ekki staðar numið. Honum
nægir ekki að lýsa í vísindarannsóknum sínum,
hann verður einnig að túlka. Allt í æðra tilgangi.
Hann sagði: „Ég ætla að rannsaka, bæði frá
líkamlegu og heimspekilegu sjónarmiði, alla
lífferabyggingu líkamans með þekkingu á sál-
inni sem lokatakmark."
Hann ætlaði sér því, hvorki meira né minna
en að rannsaka hreyfingar andans á sama hátt
og Harvey hafði uppgötvað hringrás blóðsins.
Hann taldi allt verk vísindamanna fortíðarinnar
undirbúning þessarar miklu leitar, eða eins og
hann orðaði það: „Tími er til þess kominn að
láta úr höfú og sigla út á opið haf.“
Hér var leitað orsaka hlutanna, reynt að finna
hvar lífsaflið á aðsctur. Orðalag þessa verks var
ætlað vísindamönnum, en boðskapurinn leit-
endum í andlegum efúum. Honum var ftillljóst
hve djarfúr hann var. Hinir lærðu kynnu að
hlæja að niðurstöðum hans. Það var, satt að
segja, stórhættulegt á þessari öld Alexanders
Popes, að tala opinberlega um mannssálina.
Swedenborg hefúr vaðið fyrir neðan sig. Fremst
á bók sína skrifar hann tilvitnun í Stóu-heim-
spekinginn Seneca: „Sá, sem ber fyrir brjósti
fólk sinnar eigin aldar, kemur aðeins faum að
gagni. Mörg þúsund ár, margar kv’nslóðir eiga
enn eftir að koma: hafið það í huga.“
Nú komum við að einum fúrðulegasta at-
burði, sem sögur fara af. Hugur Swedenborgs
opnast eins og eggjaskum og sólbirta annars
heims brýst ffarn. Hann segir vinum sínum, að
honunt hafi verið hleypt inn í heim andanna og
hann hafi komið inn í þá veröld, sem við tekur
eftir dauðann. Hann er nú maður á miðjum sex-
tugsaldri - einn virðulegasti vísindamaður sam-
tímans. Fólk virðir undrandi fyrir sér heiðarleg-
an svip hans. Það tekur eftir því, að augnaráð
hans er orðið annarlegt. Það er farið að spyrja:
Er hann heill heilsu? Er hann einlægur, með öll-