Vikan - 23.02.1989, Blaðsíða 45
Nú hafði hann einmitt ætlað sér að segja
það, en orðin sátu föst í kverkum hans.
Hann fékk fyrir hjartað af andúð hennar á
kvikmyndahetjunni.
Herra minn trúr, mikið hlutu þau að
bölva honum þarna niður frá. Eða — eða,
það skyldi þó ekki...
Honum varð svo mikið um að hann
missti disk á gólflð. Nú rann loksins upp
ljós fyrir honum.
Hún lagði drenginn í rúmið og Harry
Heart las fyrir hann sögu. Við og við horfði
drengurinn athugandi á hann, og hann
hugsaði með sér að þegar hann kæmi fram
fyrir til hennar aftur yrði hann að segja
henni alla söguna.
Loks féll sá litli í svefn og hélt þéttu taki
um þumalfingur leikarans, en hann sat um
stund og fékk ekki af sér að losa sig við lófa
drengsins. Hann langaði að lifa ævintýri
sitt til enda.
Hún var búin að leggja á kaffiborðið í
dagstofunni þegar hann kom fram. Kerta-
ljós logaði á litla borðinu og heimilisfriðn-
um andaði móti honum ffá öilu herberg-
inu. Hún var ekki í dagstofunni en hann
varð hennar alls staðar var, kenndi veru
hennar hvarvetna, eitthvað raunverulegt
og heiðarlegt, hlýtt og glaðlegt. Hann
skildi að þetta hlaut maður hennar að
finna er hann kom heim til hennar ffá
vinnu sinni. Og hann kom sér þægilega
fyrir í sæti og fannst hann vera þessi
maður.
Hún kom inn með kaffið. Nú varð hann
að segja það. Hann ræskti sig.
Hún hellti í bollann hjá honum og sett-
ist svo í kjöltu hans.
— Ætlarðu að segja mér nokkuð, vinur
minn? spurði hún og lagði vanga sinn að
kinn hans. Handleggur hans lagðist blíð-
lega um mitti hennar, án þess að hann
fengi hindrað það.
- Eftir kaffið, hugsaði hann.
Hann sat í íbúð Harrys
Hearts með Dollý
Moon á hnjánum. Hún
hafði ekið honum
þangað og opnað
með eigin lykli.
Eirlkur hellti í glas sitt
að nýju og drakk.
Eftir drykkinn, hugsaði Eiríkur Svendsen,
þá verð ég að herða upp hugann og segja
henni alla söguna. Ég verð að fara að koma
mér heim. Helena fær náttúrlega ekki skil-
ið hvað af mér er orðið. En Harry Heart
sjálfúr? Hvar er hann? Þetta var saga til
næsta bæjar. Óneitanlega voru þó í henni
skemmtilegir kaflar, það varð hann að
viðurkenna.
Hann sat í íbúð Harrys Hearts með
Dollý Moon á hnjánum. Hún hafði ekið
honum þangað og opnað með eigin lykli.
Eiríkur hellti í glas sitt að nýju og drakk.
- Heyrðu mig, sagði hann. - Ég veit
ekki hvernig ég á að útskýra það fyrir þér,
en ég er alls ekki sá sem þú heldur. Þetta
er allt misskilningur.
Hann andaði djúpt og ætlaði að halda
áfram.
— Ég kannast við það allt saman, vinur
minn, svaraði hún, — svo að þetta vitum
við bæði jafn vel. Það hefúr verið erfitt í
dag, — fyrst grammófónupptaka, svo blaða-
mennirnir, síðan útimyndatakan og loks
inni í stöðinni. Ég veit hvernig það fær á
mann, ekki síst þegar leikið er eins og þú
gerði núna í kvöld. Þú varst dásamlegur.
alveg spánnýr. Meðan þú varst, að leika
fann ég hve heitt ég elska þig, hvað ég er
vitlaus í þig.
Hún kyssti hann áður en hann fengi
nokkru orði upp komið. Hann fann hinn
fræga og effirsótta líkama Dollý Moon í
faðmi sínum.
Þú hefúr gleymt töskunni þinni úti á hjól-
inu, sagði Helena við Harry Heart seinna
um kvöldið. Ég sá hana úr baðherberginu.
Hann gekk út að hjólinu og tók töskuna,
SÚ LÉTTARI
P? / / H/Jott R'(\m TUÍ- LiTu/i s / l/iÐuH- EÍC»aJ FATAj/tO- u/L 'RHFLb Fuul- u/k ^ lk
z Ea/JS Ti'AíR- fi'Li A/Vt>i í/í>fi»J
Ke/RO' PRí'ql í ; >
/ LE-i K- T/S-íCÍ l~OF b'fiL C.LEÐI rtniöoÐ ER.it- L •qíK-uK- Rtípi 5K.ÍP ./ > > SPRajaj EC*6,íaJ foR- AJRFaJ SKEL
LÍiEaML V X / • / OO/iGr EiAJS
U'htIð- i ■ UElSLU > z KLoFi H/JAPfi
SKjoL- SoRe- ifi . / 3 \/
’WRr R.Ó/UI/- Tfl lA ./ V > . / . EajD- ifuóc FRi£> ÞREyT- AsJ - >
/ / ~r T/m/9- a íl ./ 'Ol/v\R
Z EiA/S PRiK-
OHHEJjJ- FMl y ihKuíl 1/ H5/L
Öi/JD/7? K\jEiHuR jUtJOifJ F >
4. TBL 1989 VIKAN 43