Vikan - 21.09.1989, Qupperneq 39
5MA5AGA
sem snöggvast og starði á Nicki. Og Nicki
fann allt í einu vakna hjá sér þá löngun að
ávarpa þessa gerókunnu stúlku og segja
henni ffá heppni sinni, stillti sig þó um
það og tók stefiiuna á kaffistofiina á næsta
götuhorni.
Hún var einmitt að hella í seinni kaffl-
bollann sinn, þegar hún tók eftir því að
dökkhærða stúlkan var í þann veginn að
setjast við þriðja borð frá henni. Svo var að
sjá sem hún hefði að minnsta kosti ekki
neitt á móti því að Nicki kallaði á sig; Nicki
gerði það að vísu ekki, en brosti til hennar
og það var nóg til þess að unga stúlkan
greip handtöskuna sína og kom yfir að
borðinu til hennar.
— Má ég tylla mér hérna hjá þér? spurði
hún og það var einhver hálfdulin, annarleg
spenna í röddinni. Og Nicki veitti því
einnig athygli nú að hún var rauðeygð eins
og hún hefði grátið.
- Já, gerðu svo vel, svaraði Nicki.
Hvernig var það... sá ég þig ekki í leikhús-
anddyrinu?
— Jú, svaraði stúlkan. Satt best að segja,
laumaðist ég inn í salinn og sat þar í felum,
en þú mátt fyrir alla muni ekki segja herra
Wolfe frá því. Ég heiti Jill Yarborough...
— Og ert leikkona?
— Já, að minnsta kosti reyni ég að telja
sjálfri mér og öðrum trú um það... en það
gengur dálítið misjafrilega. Ég sat á aftasta
bekk í salnum meðan þú last. Þér tókst
prýðilega að mínum dómi.
- Þakka þér fyrir, sagði Nicki og
ókyrrðist í sætinu. Hún var farin að kunna
illa glampanum í starandi, tinnusvörtum
augum stúlkunnar.
— Ég varð dálítið undrandi yfir því að
herra Wolfe skyldi ekki minnast á mig
einu orði, mælti stúlkan enn. Hann hafði
nefnilega heitið mér hlutverkinu síðastlið-
inn föstudag... hlutverki ekkjunnar, Mary
Lou á ég við. Ég er úr Suðurríkjunum, þótt
það heyrist ekki á mæli mínu, syðst úr
Suðurríkjunum. En nú hef ég verið svo
lengi héma í Norðurríkjunum að allur
þessi svokallaði Suðurríkjahreimur er
horfinn. Eða getur þú heyrt hann?
— Nei...
— Ég hef líka gert allt, sem í mínu valdi
stendur, til að losna við hann... og svo verð
ég fyrir þessu áfalli. Slíkt getur bókstaflega
riðið manni að fullu. Ég hef verið atvinnu-
laus — ég á við að ég hef ekki fengið neitt
hlutverk í næstum ár og þegar herra Wolfe
sagði að ég væri eins og sköpuð í þetta
hlutverk, réð ég mér ekki fyrir fögnuði. En
svo hringdi hann til mín á laugardags-
morguninn og kvaðst hafa séð sig um
hönd.
— Það er leiðinlegt, ungfrú...
— Yarborough. En kallaðu mig Jill. Þú
heitir Nicki...
- Já.
— Jæja, ég reyndi nú samt að afbera það,
sagði Jill. Að minnsta kosti stóðst ég freist-
inguna að fremja sjálfsmorð. Hún hvessti
tinnusvört augun á enni Nicki, rétt eins og
hún vildi brennimerkja hana.
Nicki langaði til að snerta hönd stúlk-
unnar, eða sýna henni samúð á einhvern
hátt, efþað gæti orðið til að draga eitthvað
úr örvætningu hennar. En hún kunni ekki
við það, og lét því nægja að segja lágt. -
Þetta er ákaflega leiðinlegt. Láttu mig
þekkja það. Ég veit hvað það er af eigin
raun að ganga á milli umboðsmanna
leikhúsanna, biðja og bíða. Það hef ég
nefhilega gert síðastliðna átta mánuði. Og
það er ekki eins og þetta sé fastákveðið
enn...
brjóta sér braut í
lífinu mó maður ekki
hika við að fórna.
Sér í lagi ekki
hika við að fórna
þeim sem reynast
þröskuldur
ó vegi.
Jill Yarborough hló.
— Reyndu ekki að telja mér trú um
neitt. Ég er að minnsta kosti ekki í neinum
vafa um að það er fastákveðið. Honum
leist prýðilega á þig, Nicki. Það leyndi sér
svo sem ekki. Brosið hvarf af andliti
hennar. En það breytir hins vegar ekki
neinu um það, að ég er ferari um að leika
þetta hlutverk en þú.
Nicki horfði niður í tóman bollann og
hafði ekki hugmynd um hverju hún skyldi
svara, eða hvernig hún ætti að taka annarri
eins fullyrðingu. Stúlkan þagði um hríð, en
leit ekki glóandi augunum af henni, og
Nicki heyrði þungan, stynjandi andardrátt
hennar, þrátt fýrir bollaglamrið og hávað-
ann í kaffistofunni. Og loks mælti stúlkan
svo lágri röddu að Nicki varð að leggja við
hlustirnar:
- Hafnaðu þessu hlutverki, Nicki.
Segðu herra Wolfe að þú sért tilneydd...
- Hvað áttu við?
— Hringdu tafarlaust til hans, og segðu
honum að þú sért tilneydd að hafha hlut-
verkinu, skilurðu. Segðu að óvænt atvik
hafi komið í veg fyrir að þú getir tekið það
að þér. Þú verðir að segja honum eins og
er...
Frekjan, sem fólgin var í þessari uppá-
stungu, var svo gegndarlaus að það gekk
fram af Nicki.
— Þér getur ekki verið alvara, sagði hún
loks.
— Jú, mér er þetta fyllsta alvara, Nicki.
Og ég hef fyllsta rétt til að koma fram með
slíka uppástungu. Ég er ferari um að leika
þetta hlutverk en þú, og ég hef lagt meira
á mig til þess að verða það.
— En ég þarf líka að vinna...
— Þú hefur ekki eins mikla þörf fýrir
það og ég. Ekki á sama hátt, á ég við. Það
getur bókstaflega ekki átt sér stað. Hún
lygndi aftur augunum, og það var því líkast
sem gardína hefði verið dregin fýrir
glugga á logandi herbergi. Svo opnaði hún
augun aftur og hvessti þau á Nicki, hálfu
heitari og myrkari en nokkru sinni fyrr.
— Ef þú hafhar ekki þessu hlutverki,
Nicki, skal ég myrða þig. Ég tek alla heil-
aga til vitnis um að þá skal ég myrða þig,
heyrirðu það.
Nicki varð svo hverft við að hún hratt
stólnum frá borðinu eins og hún vildi flýja.
— Ég myrði þig fýrst, og síðan sjálfa mig.
Og ég hef verið staðráðin í því síðan herra
Wolfe sveik mig um hlutverkið, að ég
skyldi myrða hverja þá, sem tekin yrði í
minn stað.
Hún tók allt í einu að grúska í handtösk-
unni sinni. Svo dró hún upp úr henni lítið,
móbrúnt glas og sneri því þannig við Nicki
að hún sæi sem best höfuðkúpuna og
krosslögðu leggina á miðanum.
— Það er þýðingarlaust að reyna að
ógna mér, sagði Nicki.
— Ég er ekki heldur að reyna að ógna
þér. Ég er einungis að segja þér frá ákvörð-
un minni, því ég vil ekki koma óheiðarlega
fram við þig. Ef þú hringir ekki til herra
Wolfe og hafhar hlutverkinu, deyjum við
báðar. Og ef þér kemur til hugar að gera
lögreglunni viðvart — þá gerðu svo vel. Ég
segi bara að þú sért með lausa skrúfu og
hlæ mig máttlausa.
Að svo mæltu spratt hún sætinu, sneri
sér undan eins og hún vildi ekki láta á því
bera að hún gréti, greip handtöskuna sína
og hanskana óg hraðaði sér á brott.
Nicki stóð fast við ákvörðun sína. Hún
lét ekki ógna sér. Þegar hún kom heim og
sagði herbergissystur sinni hvernig farið
hafði, minntist hún ekki einu orði á Jill
Yarborough.
Síminn hringdi klukkan hálftíu morgun-
inn eftir. Nicki var fljót að svara.
— Nicki Porter.. þetta er Carl Wolfe...
Nicki lokaði augunum og bað fýrir sér.
— Við mætum hér öll á þriðjudagsmorg-
uninn klukkan tíu. Getur þú ekki komið?
— Jú, auðvitað, svaraði Nicki og lét sem
ekkert væri.
Það tók hana nokkurn tíma að læra hlut-
verkið utan að, þótt það væri ekki lengra
en þrjár blaðsíður og hún gleymdi Jill
Yarborough gersamlega. Carl Wolfe
reyndist skemmtilegur leikstjóri, en átti
það líka til að vera kröfuharður og beitti
háðinu ef í það fór. Hann átti líka sinn þátt
í því að hún gleymdi Jill.
Fimmtudagskvöldið kom hún heim af
æfingu klukkan hálfátta. Hún var þreytt en
engu að síður í besta skapi. Theresa, her-
bergissytir hennar, vildi fá hana út með
Frh. á bls. 41
19. TBL 1989 VIKAN 37