Vikan


Vikan - 21.09.1989, Síða 40

Vikan - 21.09.1989, Síða 40
Myndatökur með myndbandi Fjölskyldu- og ferðamyndir KEhrlSLA 3. ÞATTUR UMSJÓN: MARTEINN SIGURGEIRSSON Afmæli eru alltaf vinsælt myndefni. Byrjað skal á yfirlitsmynd. Gamlir vinir hittast og taka tal saman. Best er að byrja með hálfinynd og færa myndavélina í nærmynd að þeim sem verð- ur fyrir svörum. Ekki sveifla vélinni milli þeirra sem tala saman. Flestir sem eiga mynda- vélar fyrir myndbönd mynda atburði sem ger- ast innan fjölskyldunnar. Þó eru nokkrir sem gera stutta fræðslu- og kynningarþætti eða jafhvel leiknar myndir. Þar sem margir eiga einnig ljós- myndavélar getur sú spurning vaknað með hvorri vélinni eigi að mynda. Stundum er fólki stillt upp sérstaklega fyrir myndatökuna. Það hentar ekki í kvikmynd þar sem hreyfing og framkvæmd í einhverri ákveðinni frásögn er mun hentugra tjáningarform fyrir myndbandið. Einnig geta menn átt í innri baráttu með hljóð og mynd. Stundum er samfellt hljóð mikilvægt, til dæmis í stuttum ræðum eða hljómlistarflutningi. Þá er ekki gott að slíta í sundur hljóðið með stuttum myndskeiðum og breytilegum sjónarhornum. Það má lífga upp á þessi löngu myndskeið síðar með inn- klippi af áhorfendum ef inn- skotstakki (insert) er á mynda- vélinni eða klippitækinu. Fjölskyldumyndir Algengt er að mynda merk- isatburði innan fjölskyldunnar. Fyrst og fremst eru það affnæli og hátíðisdagar þar sem allir eru í sínum fínustu fötum að spjalla saman og borða góðan mat. Það er ágætt út af fyrir sig en frekar einhæft ef við hugs- um um hvað mannlífið er fjöl- breytt og litríkt. En lítum þá nánar á ýmsa möguleika. Þar sem frekar ódýrt er að mynda ef frá er talinn stofh- kostnaður getur hver og einn myndað hið daglega líf. Það gleymist harla oft en getur haft skemmtana- og heimildagildi þegar fram líða stundir. Best er að afmarka sig við eitt ákveðið efni og sýna eitthvað sem ger- ist með upphafi og endi, til dæmis dag í lífi einhvers í fjöl- skyldunni, heimilið (ekki taka of vel til) eða vinnustaðinn. Einnig má hugsa sér þætti eins og „sveitin mín“ eða „gatan mín“. Margir kynlegir kvistir eru til í flestum fjölskyldum. Því ekki að heimsækja þá og ná ffam sérkennum þeirra í skemmtilegu spjalli? Þá er nauðsynlegt að hafa aukahljóð- nema og hafa hann sem næst hljóðgjafanum. Ættarmót eru vinsæl. Þar má sýna svipmyndir af því þegar fólk heilsast og fer að spjalla saman. Stundum er hægt að út- búa heilu ættarsögurnar með gömlum ljósmyndum þar sem ættarmótið er endapunktur. Ágæt æfing við myndatöku er stutt ferðalög, til dæmis veiðiferð, tívolíferð, bæjarferð eða berjaferð, sýna menn undirbúa sig í upphafi og ffam- vindu ferðarinnar til loka. Nota nærmyndir óspart og láta fólk eða ökutæki aka út úr myndinni, til dæmis frá vinstri til hægri og inn í næsta mynd- skeið í sömu stefhu í öðru um- hverfi. Ferðamyndir Áður en iagt er af stað í ferðalag er vert að hyggja að aukarafhlöðum, spólum og hleðslutæki. Ef ætlunin er að ferðast erlendis þarf að kynna sér spennu í rafkerfi viðkom- andi lands svo hægt sé að sýna og endurhlaða rafhlöðurnar. Við flest nýrri tæki má nota spennubreyti og þá er hægt að nota bæði kerfin (110 og 220). Þá getur borgað sig að tryggja ný og dýr tæki. Mynda- vélina þarf að hafa í góðri tösku sem handfarangur og skrá hana á útleið í tollinum til þess að þurfa ekki að borga toll við heimkomu. Það sem þarf að varast Allt óþarfa hnjask getur skemmt viðkvæma vélina. Sandur, vatn og mikill hiti fara illa með tækin eða geta skemmt þau. Varhugavert er að hafa spólur og myndavél í afturglugga ökutækja vegna hita og einnig býður það þjóf- um heim. Sterk segulhrif, til dæmis frá rafmótor eða hátöl- urum, geta skemmt spólur. Undirbúningur myndatökunnar Gott er að byrja myndina á texta, einkum ef á að klippa í 38 VIKAN 19.TBL1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.