Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 8

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 8
LEIKLI5T Eftir að hafa leikið í þónokkur ár, við góðan orðstír, fannst Borgari vel tímabært að hefja leit að undirstöðu. Hann fór víða um Evrópu og stundaði leiksýningar af kappi. Það sem hann þó helst uppgötvaði í ferðinni var að íslensk leiklist stóð bara nokkuð vel að vígi. „Það var svo vorið 1972 að hingað til lands kom leikhópur frá I.illa Teatern í Finnlandi með leikritið Um- hverfis jörðina á 80 dögum. Þá fyrst hopp- aði ég hæð mína af hrifhingu. Þarna var leikliús sem ég vildi kynnast nánar. Einn aðalsjarminn við leikstíl Lilla Teatern fyrr og síðar er að þar er lögð áhersla á að segja alvarlega hluti á mjög gamansaman hátt. Leiksýningarnar eru eins og bragðgóð mixtúra sem bætir sál og líkama. Örlögin ekki umflúin Þetta sama vor varð ég Finnlandseraður. Alveg óvart og ómeðvitað. Því auk þess að hrífast af þessum góða gestaleik var ég um sama leyti að æfa í finnsku leikriti um Múmínálfana, sem reyndar var upprunnið í smiðju Lilla Teatern. Örlögin urðu ekki umflúin og árið eftir, með árs lista- mannalaun upp á vasann, fór ég til Finn- lands að kynna mér starf Lilla Teatern, en þar er aðallega leikið á sænsku. Árið eftir var ég kominn á samning þar og fljótlega einnig í stjórn leikhússins. Ég er mjög ánægður með að hafa orðið Finnlandseraður, tel það kost. Ég veit ekki af hverju þetta hugtak hefur fengið á sig neikvæðan blæ í stórpólitíkinni, held nefnilega að heimurinn væri betri ef fleiri væru svolítið Finnlandseraðir. Það er erfitt að útskýra i fáum orðum hvað ég meina en ég tel að ýmis þjóðareinkenni Finna hafi leitt þá til farsældar, fyrir þá sjálfa og aðra. Þeir eru til að mynda afar ábyrgir, rólegir og varkárir. Þeir vaða aldeilis ekki ffarn með ffamkvæmdir eða fullyrðingar án þess að vita nákvæmlega hvað um er að ræða, hvorki í stjórnmálum, listum né öðru. Vissulega getur umræðan orðið dá- lítið leiðinlegri fyrir bragðið og stundum flnnst mér varkárnin ganga út í öfgar, en oftast kemur í ljós að hún er skynsamlegri kostur. Þessi varkárni þeirra kemur þó alls ekki í veg fyrir framsækni og djörfung. Á listasviðinu verða sprengjurnar ef til vill ögn heillavænlegri vegna þess að ekki er anað hugsunarlaust áfram enda standa Finnar viða ffamarlega í listum. Ekki gasprandi að óþörfu Saga þjóðarinnar hefur ekki alltaf ein- kennst af ró og spekt sem nú; áður fyrr háði þjóðin að minnsta kosti eitt stríð á öld. En Finnar hafa lært af biturri reynslu og vil ég meina að sú viska þeirra setji mikið mark á þjóðina nú. Seinni heims- styrjöldin hafði líka sín áhrif og varanleg í mörgum tilfellum. í stríðsbyrjun voru börn í þúsundatali send yfir til Svíþjóðar í öryggisskyni. Þau voru sett um borð í járn- brautarlest eða bát, með miða um hálsinn þar sem á stóð nafn þeirra og áfangastaður. Mörg þessara barna ílentust í Svíþjóð langt fram yfir stríðslok, uppruninn gleymdist þar til seint og um síðir. Þegar þetta unga fólk kom svo heim til Finnlands og leitaði uppi fjölskyldu sína kom í ljós að það átti fátt sameiginlegt með henni lengur, ekki einu sinni tungumálið. Á tímabili voru þrír af tíu leikurum Lilla Teatern sem höfðu upplifað þessar hörmungar og í huga þess fólks er enn stríð í gangi og lýkur senni- lega aldrei. Annað sem er mjög einkennandi fyrir Finna er að þeir hafa yfirleitt ekki mörg orð um hlutina. Sumum finnst þeir óskap- lega þögulir. Eitt sinn sagði mér maður að ef hann sæi á alþjóðlegri ráðstefnu nokkra herramenn standa saman úti í horni og tala ekki saman þá væru það Finnar. Það er líklega nokkuð til í þessu, þeir eru ekki gasprandi út í loftið að óþörfu. Einnig þykja Finnarnir nokkuð lokaðir, kannski enn læstari en við. Ég hef oft þurft að stappa stálinu í íslenska námsmenn og hvetja þá til að halda út fyrsta árið. Sjálf- sagt eiga tungumálaerfiðleikar einhvern þátt í þessum vanda, ég var bara svo hepp- inn að detta beint inn í leikhúsið þar sem kynni verða óhjákvæmilega náin og sænskukunnáttan mín dugði. En svo er eins víst að loksins þegar kynni takast við Finna þá verður vináttan aldeilis ljómandi góð og gott ef ekki ævarandi." Nokkra vodkasjússa á báða bóga... Margir íslendingar, sem sótt hafa nor- ræna fundi, telja sig einna helst eiga sam- leið með Finnum af Norðurlandabúum. Ástæðuna má eflaust meðal annars rekja til sérstöðu þessara þjóða hvað varðar tungu- mál þeirra, sem enginn annar skilur, og svo kannski þess að þessar þjóðir hafa aldrei eldað grátt silfur saman. „Danir segja reyndar að íslendingar og Finnar „li- der af kongelöshed" og hver veit nema sú minnimáttarkennd(!) þjappi þeim líka saman,“ segir Borgar og glottir. „Svo þarf nú líka þónokkra vodkasjússa á báða bóga til að liðka læsinguna að lífsfjörinu. En hvað varðar nánari samleið þessara tveggja þjóða er hætt við að hún renni út í sandinn þegar kemur að daglegum lifnað- arháttum. Finnar fara eldsnemma á fætur og eru margir hverjir mættir til vinnu klukkan sex eða sjö á morgnana og eru svo lausir um miðjan dag. Þetta þýðir auðvitað að hinn almenni Jukka er kominn í háttinn um níuleytið á kvöldin. Og á meðan ís- lendingar skoða náttúruna út um bílglugg- ann í sunnudagsbíltúrnum eru Finnar á gangi eða siglingu úti í náttúrunni. Margir eiga lítinn sumarbústað og enn fleiri eiga lítinn bát enda nóg af vötnunum. Leikhús sækja þeir ágætlega, eins og íslendingar reyndar, og síðustu 10-15 árin hefur óperulíflð blómstrað. En næturlífið þætti sjálfsagt sumum í bragðdaufara lagi. Veit- ingastöðum er almennt lokað klukkan hálfeitt en þeir tveir eða þrír næturklúbb- ar sem fyrirfinnast í borginni eru þó opnir til þrjú að nóttu. Þætti þetta ekki hálfhall- ærislegt heima? Ekki er þó þar með sagt að það sé leiðinlegt að skemmta sér í Finn- landi, síður en svo. Ég man að stuttu eftir að ég kom út fór ég á skemmtistað einn í úthverfi borgarinnar. Þetta reyndist vera stærðar leikfimisalur, sneisafullur af fólki og engar aðrar veigar á boðstólum en app- elsín. Samt sást enginn pukrast með eitt- hvað sterkara — það voru nefhilega allir úti á gólfi, uppteknir við að dansa tangó.“ Borgar brosir um leið og hann rifjar upp þessa óvenjulegu ballferð en bætir síðan við: „Ég er eiginlega viss um að margir ís- lendingar kynnu að meta svona ball til til- breytingar. En burtséð ffá næturlífinu þá hefur Finnland upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn. Á sumrin er listalíflð mjög blómlegt og þá ekki síst hvað varðar frá- bærar óperusýningar og alls kyns tónlistar- hátíðir út um landið. Hin stórkostlega náttúra, sem er svo gjörólík okkar, er líka meiri háttar upplifun ein og sér. Þá er gaman að kynnast hinum mismunandi menningaráhrifúm sem er að finna í þessu landi. Helsinki er eins og stór pottur sem í hafa blandast á nokkuð löngum tíma fjöl- margar þjóðir og þjóðarbrot og þar af leið- andi geysilega fjölbreytt menning. Margt af þessu fólki, sem meðal annars á uppruna að rekja til Rússlands, Skandinavíu, Þýska- lands og Eystrasaltslandanna, flúði til Finn- lands ffá Leningrad í rússnesku bylting- unni. Eins voru margir Rússar fyrir í land- inu því þar var rússneskur her. Þarna hefúr bræðst ákaflega vel saman ólík menning og siðvenjur sem gerir mannlíflð miklu ríkara en ella.“ Mætti hræra upp í leikstjjórninni En það var ekki nóg með að Borgar heillaðist af Finnum almennt, hann steig skreflð til fúlls og kvæntist flnnskri konu, Ann Sandelin. Hún varð síðan til þess að þau hjón fluttu til íslands vorið 1981. Borgar yfirgaf Lilla Teatern í bili því Ann gerðist forstjóri Norræna hússins í Reykja- vík næstu fjögur árin. „Eftir að ég kom heim aftur stóð jafhvel til að ég færi á samning hjá öðru hvoru leikhúsanna hér, LR eða Þjóðleikhúsinu, en úr því varð ekki. Ég starfaði sem freelance leikari eða lausamaður og geri enn í dag. Það finnst mér mjög gott, ágæt fylling í undirstöð- una. Reyndar gefur það ekki eins mikið peningalega í aðra hönd nema maður sé stöðugt í fúllu starfi en það var ekki mein- ingin, það er gott að geta gert eitthvað annað á milli. Það var gaman að koma aftur inn í ís- lenska leiklistarlíflð en að sumu leyti dálít- ið erfltt líka. Það kom mér til dæmis á óvart að mig skorti allt í einu orð yfir leik- listarhugtök og hugmyndir, þau voru orð- in sænsk og flnnsk. Auk þess hafði orða- forðinn heima breyst nokkuð, margt hafði verið íslenskað effir að Leiklistarskóli ís- lands komst á laggirnar. Auðvitað var ekk- ert erfltt að skilja þessi nýju orð en ég gat 8 VIKAN 20. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.