Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 51

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 51
BÆKUR Tuppence er dæmi um djarfa konu sem nær árangri með því að beita „kvenlegum" aðferðum - viðhorfið er að konum leyfist ýmislegt sem karlmenn láta sér ekki detta í hug vegna þess að þær eru nú einu sinni eins og þær eru. Einnig kemur svokallað „kvenlegt innsæi" títt við sögu — þá er iðu- lega um að ræða ólíka reynslu, kunnáttu og skilning sem kemur að góðu gagni. Það getur skipt sköpum að þekkja muninn á silki og flaueli þegar slíkt er þýðingar- mikið sönnunargagn og konurnar eiga stundum greiðari aðgang að öðrum konum, til dæmis í versiunum eða eldhús- um óðalssetranna þar sem fá má gagnlegar upplýsingar. Drottningar sakamálasagnanna Konur hafa ffá upphafi verið ffemstar í flokki spennusagnahöfúnda. Á árunum frá aldamótum fram um 1925 voru þær helst- ar Emmuska Orczy, barónessa af ungversk- um ættum, Mary Beooloc Lowndes, sem skrifaði hina frægu smásögu Leigjandann, og Mary Roberts Rhinehardt og Carolyn Wells í Bandaríkjunum. Sú síðarnefhda skrifaði yfir 60 sögur um leynilögreglu- manninn Flemming Stone og samdi kennslubók í sakamálasagnagerð sem kom út 1913- Árin milli 1925 og 1940 eru kölluð gull- öld sakamálasagnanna. Títtnefhd drottn- ing glæpasagnanna, Agatha Christie, fædd- ist árið 1890 og fyrsta bók hennar, The Mysteríous Affair at Styles, kom út árið 1920 en þar fór Hercule Poirot með aðal- hlutverkið. Á næstu 56 árum skrifaði Agat- Ruth Rendell sem margir kalla arftaka Agöthu Christie. ha Christie 66 sakamálasögur sem margar hverjar hafa verið þýddar á flest ritmál heims, kvikmyndaðar, sviðsettar og stældar. Sem ung kona í fyrri heimsstyrjöldinni vann Agatha Christie við birgðavörslu á sjúkrahúsi og öðlaðist við það hagnýta þekkingu á eiturefnum. Síðari eiginmaður hennar var fornleifafræðingur og fór hún oft með honum í leiðangra til Austurlanda, nokkuð sem einnig sér iðulega stað í bók- um hennar. Aðalsmerki Agöthu Christie er snilldar- leg söguflækja - ráðgáta - þar sem lesand- inn er iðulega leiddur á villigötur í kitlandi Roy Marsden í hlutverki Adams Dagliesh I sjónvarpsgerð skáldsögunnar A Shroud for a Nightingale eftir P. D. James. spennu. Samtöl bókanna eru hárfín og húmorinn er ríkulegur. Hins vegar hafa persónur hennar sjaldan verið annað en yfirborðslegar týpur, umhverfi og atburða- rás er óraunveruleg og stöðluð samkvæmt ákveðinni hefð. Sögurnar gerast í heimi yfirstéttarinnar, meðal aðalsmanna og auð- kýfinga. Skáldkonan vandar til efnisins en þjóðfélagslegt raunsæi vakir ekki fýrir henni. Bækur Christie eru ósviknar skemmtisögur, lokaður heimur milli spjalda bókarinnar, sem endurspeglar engu að síður illskuna sem alls staðar er undir sólinni, ekki síður í ljómanum af hin- um auðugu. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Þessi vika er mjög hag- stæð til hvers konar viðskipta. Þú verður fyrir óvæntu happi í pen- ingamálum, sem mun koma sér vel fyrir þig. Bréf færir þér óvænt- ar gleðifregnir. dnoö Nautið TjT 20. april-20. mai ^ Athafnir barna virðast vera allsráðandi þessa dagana og varða þig miklu. Eldra fólk, fætt í þessu marki, má búast við ýms- um erfiðleikum sem vaxa þeim mjög í augum í fyrstu. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Einhvers konar endur- skipulagning mun auðvelda þér lífið og tilveruna og þú verður mikillar hamingju aðnjótandi. Kunningjar þínir og samstarfs- félagar munu reynast óvenju samvinnuþýðir. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Ailar athafnir þínar verða undir eftirliti, er gömul ábyrgð verður lögð á herðar þínar að nýju. Ungt fólk, sem varðar þig miklu, virðist í fremur þungu skapi þessa dagana og leitar að- stoðar. Ljónið 23. júlí - 23. ágúst Leiðinlegt ágreinings- atriði gæti valdið deilu milli þín og maka þíns og þú verður að varast að láta skapið hlaupa með þig í gönur. Vertu ekki of dóm- harður við þá sem þér þykir vænst um. Meyjan 24. ágúst - 23. sept. Eitthvað, sem þú segir eða gerir, gæti móðað einhvern stórlega og þvi ættirðu að hugsa þig tvisvar um áður en þú segir álit þitt á ákveðnu máli. Heillalitur er rauður. Vogin 24. sept. - 23. okt. Tilfinningar þínar í garð vissrar persónu fara kólnandi en þú verður að varast að særa hana. Vertu umfram allt hrein- skilin(n) og heiðarleg(ur) - með því geturðu haldið vináttunni. Sporðdrekinn 24. okt. -21. nóv. Pú verður að leggja sér- staklega hart að þér þessa dag- ana svo góður árangur hljótist af störfum þínum. Pú skalt ekki búast við viðurkenningu strax fyr- ir vel unnin störf, en þau eru met- in til fulls. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þú skalt freista gæfunnar i þessari viku, þar sem stjörnurn- ar eru þér sérlega hagstæðar. Minni háttar vangaveltur yfir vin- arsambandi gætu borgað sig. Vertu heima á sunnudag. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Pú ert útkeyrður og þarfnast góðrar hvíldar, þótt þú teljir þig ekki hafa tíma til slíks. Reyndu að gefa þér smátíma til að breyta til í einhverri mynd. Óvænt ferðalag er líklegt. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Pú ættir að gera allt sem þú getur til að fá upplyftingu þar sem þú hefur verið heldur daufur í dálkinn upp á síðkastið. Breyt- ing er yfirleitt til batnaðar og mun hressa þig. Fiskarnir 19. febrúar - 20. mars Líkur eru á að skoðanir þínar í ákveðnu máli geti valdið miklum deilum og jafnvel orðið til þess að þú missir frá þér einn besta vin þinn. Mundu að oft má satt kyrrt liggja. 20. TBL. 1989 VIKAN 49 5TJORMU5PA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.