Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 39
KENN5LA
til hefur tekist með því að skoða myndina
í upptökutækinu. Þá fellur út myndin í af-
spilunartækinu ef bæði eru í afspilun
(play). Gott er að hafa bæði tækin tengd
við sjónvarp. Þá er hægt að bera saman
þær myndir sem á að skeyta saman. En
byrjum aftur á byrjuninni. Tóm spóla er
sett í upptökutækið og frummyndin í af-
spilunartækið. Þegar fundin hefúr verið
byrjunin á því myndefhi sem á að fara yflr
á tóma bandið er ýtt á hlétakkann (paus) á
afspilunartækinu, rétt fýrir framan það efni
sem á að fara yflr. Næst er fúndinn sá stað-
ur á myndbandi upptökutækisins þar sem
byrja á upptöku og tækið stillt á upptöku
(rec-paus). Næst er ýtt á hlétakka afspilun-
artækisins, örlítið á undan hlétakka upp-
tökutækisins. Nú færist myndin yfir eins
og sjá má á skjánum. Þegar efnið er komið
yfir og rúmlega það er ýtt á stopptakkann.
Best er að skoða árangurinn strax, sérstak-
lega samskeytin því þau verða að vera
hrein og truflunarlaus. Þessi aðgerð er
endurtekin við hverja yfirfærslu en gæta
verður að því að upptökutækið bakki vel
inn á átekna efnið svo klipping verði
hrein. Þess vegna er kóperað rúmlega af
hugsanlegu myndskeiði. Aldrei er hægt að
ná mikilli nákvæmni með þessari aðferð
en með æfmgunni er hægt að ná nokkuð
langt. Við sum tæki má tengja lítið stjórn-
borð við fjarstýringu tækjanna og gefur
það mun meiri nákvæmni vegna þess að
bæði tækin fara jafnt af stað frá þeim inn-
punktum sem þau bíða á.
Myndavél — myndbandstæki
Einnig er hægt að klippa frá myndavél
yfir á myndbandstæki. Sölumenn mynda-
véla geta útvegað tilheyrandi leiðslur og
beitt er svipaðri aðferð og milli tveggja
tækja. Sumar myndavélar og myndbands-
tæki er hægt að tengja þannig saman að
klipping verður allnákvæm. Þá eru mynda-
vél og tæki í upptökustöðu á innpunktum
sem breytast ekki þar sem myndavélin er
tengd inn á fjarstýringu tækis. Myndavél
og tæki fara bæði af stað samtímis eftir að
ýtt er á klippihnapp (quick review/edit).
Atvinnutæki
Nokkur fýrirtæki og stofnanir bjóða
þjónustu í fúllkomnum klippitækjum. Yfir-
leitt eru gæðin meiri í þessum tækjum og
klipping nákvæmari þar sem hægt er að
skoða hvern ramma fýrir sig. Teljarar tækj-
anna mæla í klst., mín., sek. og römmum
en 25 rammar eru í einni sek. Atvinnu-
menn nota þessi tæki (VHS) mikið þegar
þeir forklippa myndir og þætti til þess að
spara tíma í dýrum tækjum.
Grófklippt
Flestir byrja á því að setja saman valda
kafla af því efni sem þeir hafa myndað. Það
er ekki óeðlilegt og oft er hægt að gera
nokkuð heillegan þátt úr efni sem virðist
við fýrstu sýn vera sundurlaust. Gott er að
stytta of löng myndskeið, færa til efni til
þess að fá skarpari frásögn. ÖIl mistök
verður að kfippa burtu, svo sem óskýran
fókus, of dökkar myndir og titrandi
myndir.
Listrænt klipp
Með tíð og tíma verður klippingin betri
og nákvæmari. Gott er að prófa fram og
aftur hvort myndskeið passa saman. Lík
myndskeið, til dæmis víð myndskeið af
svipuðu landslagi, klippast ekki vel saman.
Ef klippt eru inn myndskeið á milli, til
dæmis ferðalangur með sjónauka, gengur
dæmið upp. Ef myndskeið, þar sem mynd-
■ in er örlítið víðari eða þrengri en í byrjun
rnyndskeiðs, eru stytt getur klippingin
virkað sem hopp vegna þess að breytingin
ér ekki afgerandi. Lík myndskeið klippast
ékki vel saman. Reynið að hafa mismun-
andi myndstærðir og sjónarhorn við sam-
setningu.
Tvær andstæður má nefna við kfippingu:
harðá klippingu og mjúka. Hörð klipping
er það þegar klippt er frá víðri mynd í nær-
•mynd eða frá ærslum í rólegheit, til dæmis
frá baðströnd sem er þakin fólki og lífi yfir
í rólegan eyðifjörð, einnig frá litríku um-
hverfi yfir í drungalegt. Mjúk kfipping er
það þegar myndskeiðin renna saman svo
áhorfandinn tekur vart eftir því. Oft er þá
klippt í hreyfingu, það er hreyfing á sér
stað í þeim myndskeiðum sem klippast
saman, hvort heldur myndavélin eða at-
burðir innan rammans (myndarinnar) eru
á hreyfingu og virka eðlilega í ffamhaldi af
fyrra atriðinu. Ef klippt er mynd þar sem
myndavélin er í hliðarhreyfingu (pan)
og tengja á myndskeiðið mynd þar sem
myndavélin er kyrr þarf myndavélin
(hreyfingin) að vera stoppuð í fyrra mynd-
skeiðinu, þar sem tvær kyrrmyndir tengj-
ast betur saman. Þetta á einnig við um
zoom-hreyfingu. Hreyfingin á að vera búin
þegar klippt er nema samsvarandi hreyf-
ing sé í næsta atriði. Góð klipp sjást ekki.
Myndavél tengd myndbandstæki sem er í
sambandi við sjónvarp.
Tvær likar hálfinyndir klippast ekki vel
saman. Við sýningu verður óþægilegt
hopp í myndinni.
Ef þessi víða mynd er klippt milli A og B
verður ekki hopp í sýningunni.
20. TBL 1989 VIKAN 37