Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 14

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 14
BRUÐKAUP Fegurdardrotfning giftir sig Fegurðardrottning íslands 1984, Berglind Johansen, gifti sig þann 12. ágúst síðastliðinn og sá heppni, sem hana fékk, heitir Pét- ur Albert Haraldsson. Brúðkaupið var haldið með pompi og prakt; Berglind og Pétur vildu eiga eftirminnilegan dag og pabbi Berglindar, Rolf Johansen, sagði að það væri eins gott að gera þetta vel því það væri ekki víst að hann ætti eftir að halda aðra brúðkaupsveislu. Hann átti þar við að þó að börnin séu sex er Berglind sú eina sem hefur gifst — hin eru annaðhvort enn svo ung eða ánægð með að vera bara í sambúð. „Ég held nú samt að pabba finnist þetta gott í bili,“ segir Berglind, „og að hann sé feginn að það er ekki annað brúðkaup á döfinni á næstunni. Hann var svo stressað- ur yfir þessu, aðallega þó að ganga með mér inn kirkjugólfið og að ræðan, sem hann héldi í veislunni, væri góð.“ Sá hana fyrst þegar hún var tólf ára Þar sem það er til siðs að spyrja hvernig brúðhjónin kynntust þá byrjum við á því. „Pétur sá mig fyrst þegar ég var tólf ára og var í badminton. Honum leist víst strax vel á þessa stelpu þó hann væri orðinn fimmtán ára. Þ$ð var svo fyrir níu árum sem við kynntumst. Sameiginlegur vinur okkar vann að því að koma okkur saman og honum tókst það. Fyrst í stað vorum við bara góðir vinir. Pétur fór svo í burtu, var skiptinemi í eitt ár og þegar hann kom til baka fórum við að vera saman af alvöru, en þá var ég sextán ára. Þetta fór sem sagt hægt og vel af stað en þegar ég tók þátt í keppninni um titilinn ungfrú ísland og vann hana þá buðust mér módelstörf er- lendis út frá því, sem ég ákvað að taka. Við ákváðum þá — alveg í góðu — að hætta að vera saman og ég fór svo út. Ég var úti í þrjá mánuði, kom svo heim um jólin og þá byrjuðum við aftur saman því við ftmdum að samband okkar var eitthvað sem við vildum ekki slíta. Eftir á erum við mjög ánægð yfir því að við skyldum hætta þama því það gaf okkur tíma til að hugsa í sitt hvoru lagi um hvað við vildum og það er ekki víst að við værum saman nú ef þetta hefði ekki gerst.“ Eigum við ekki að trúlofa okkur fyrst? Berglind og Pétur hafa síðan oft verið aðskilin um lengri eða skemmri tíma en TEXTI: BRVNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Brúðhjónin Berglínd Johansen og Pétur Albert Haraldsson. Brúðarkjóllinn er ekki síður fallegur aft- an frá að sjá. Móðir Berglindar, Kristín, lagar slörið og Bjami hárið. það virðist ekki hafa gert annað en styrkja sambandið. Hann lauk stúdentsprófúnum á undan henni og fór í nám í alþjóðlegum viðskiptum í Connecticut. Berglind fór síðan út á eftir honum og tók kúrsa í ýms- um fögum en einbeitti sér þó einna mest að sálarffæði, sem hún hefúr áhuga á að ljúka prófi í, en inn á milli fór hún heim til Islands til að vinna. En hvenær ákváðu þau síðan að gifta sig? „Það var mjög falleg og rómantísk stund,“ segir Berglind. „Þetta var fyrir tveim árum, nánar tiltekið 4. ágúst, og við vorum á kvöldgöngu niðri við Tjörn og veðrið var sérlega fallegt. Ég segi svona upp úr eins manns hljóði: Eigum við kannski að gifta okkur í þessari kirkju? Og bendi á Dómkirkjuna. Pétur varð dálítið hissa en segir svo: Eigum við ekki að trú- lofa okkur fýrst? Og dregur svo hringa upp úr vasanum sem hann var þá búinn að kaupa og láta grafa nöfnin okkar í. Hann var þá búinn að vera að hugsa um það hvernig og hvenær hann ætti að hefja máls á þessu, en svo var það ég sem gerði það. Þetta var yndisleg stund og ætli megi ekki segja að það hafi verið þá sem við ákváð- um að gifta okkur.“ Kjóllinn keyptur í New York Næst lá leið þeirra til Norður-Karólínu- fýlkis í Bandaríkjunum þar sem Pétur var að vinna við markaðsmál í eitt ár en Berg- lind var með honum þar í hálft ár og tók nokkra fleiri kúrsa í skólanum í sálarfræði og tungumálum. Giftingin var ákveðin og Berglind var farin að hugsa um brúðarkjól- inn en hún átti erfitt með að ákveða sig. Þegar mamma hennar, Kristín Ásgeirsdótt- ir Johansen, hringdi svo til hennar og sagðist ætla að slást í förina með Báru Sig- urjónsdóttur, kaupmanni í versluninni Hjá Báru, til New York og að þær gætu þá allar þrjár valið kjólinn í sameiningu, þá var hún ekki lengi að slá til. Berglind sagði að hún væri búin að heyra margar sögur um kjólinn sinn en svona væri nú sagan um hann. Sig hefði langað til að gifta sig í ævintýralega fallegum kjól og hann er svo sannarlega fallegur, eins og myndirnar sýna. Eitthvað gamalt, eitthvað nýtt... Brúðkaupið fór síðan fram í Hallgríms- kirkju 12. ágúst og gaf séra Pétur Sigur- geirsson brúðhjónin saman. Á eftir var Frh. á næstu opnu. 14 VIKAN 20.TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.