Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 26

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 26
BARMEIGniR Frh. af bls. 24 hverri þeirra er beitt. Þegar óffjósemisað- gerð er gerð í sambandi við aðra aðgerð, svo sem keisaraskurð, er klipptur smábút- ur úr eggjaleiðurunum og bundið fyrir endana, venjulega með saum sem ekki eyðist svo engin hætta sé á að þeir opnist aftur. Nú orðið er aðgerðin oftar gerð gegnum kviðspegil (laporoscope). Þá er konan svæfð, gerður lítill skurður við n;ifl- ann og farið inn með kviðspegilinn, sem er eins og penni í útliti. Ýmist er eggjaleiðar- inn brenndur með rafmagni og tekinn í sundur eða settar eru klemmur eða teygj- ur á eggjaleiðarann sem merja hann i sundur og loka honum. Rétt er að taka fram að þó um sé að ræða teygjur þá merst eggjaleiðarinn alveg í sundur þannig að ekki er hægt að tengja hann saman aftur án skurðaðgerðar. Konan er í öllum tilfellum svæfð á með- an. Líffærin, sem um er að ræða, eru inni í kviðarholinu þannig að til þess að komast að þeim er nauðsynlegt að svæfa konuna. Hins vegar krefst aðgerðin ekki langrar legu. Þegar hún er gerð í gegnum kvið- spegil er hægt að gera hana á aðgerðar- stofti úti í bæ eða á göngudeild. Konurnar koma fastandi að morgni og fara heim sama daginn. Þær jafna sig síðan heima í einn til tvo daga.“ - Er ófrjósemisaðgerð ávallt endan- leg eða er hægt að tengja saman alitur? afitur? „Yfirleitt er ekki hægt að koma þessu saman aftur en þó eru vissir möguleikar á því að tengja saman aftur undir smásjá en þær aðgerðir eru vandasamar og gefa ekki nema takmarkaðan árangur." — Eru ófrjósemisaðgerðir algengar? ,Já, þær eru tiltölulega algengar. Uuig- algengast er að um sé að ræða konur sem komnar eru yfir 35 ára aldur en stundum er um að ræða yngri konur sem óska mjög eindregið eftir því. Lagalega á hver kona rétt á að fara í þessa aðgerð þegar hún er orðin 25 ára og þarf aðeins að undirrita pappíra þar að lútandi. Við reynum að komast hjá því að gera þessa aðgerð nema konan sé komin yfir þrítugt nema sérstak- ar ástæður séu fyrir því, læknisffæðilegar ástæður, svo sem arfgengir sjúkdómar, og konunni sé mikil hætta búin eða fóstrinu við fæðingu fleiri barna.“ — Er rætt ítarlega við konur sem koma og óska eftir aðgerð um eðli og afleiðingar hennar? ,Já, þegar kona kemur tölum við saman um alla möguleika. Henni er gert ljóst að hún verði að líta á aðgerðina sem endan- lega — þó það sé fræðilega mögulegt í viss- um tilfellum að tengja saman aftur verði hún að líta á þetta sem endanlega aðgerð. Við ræðum saman um hvort hún sé ákveð- in í að eignast ekki fleiri börn, jafnvel þótt aðstæður myndu breytast hjá henni, til dæmis ef hjónin skilja og giftast á nýjan leik. Því miður kemur það fyrir öðru hvoru að konur koma aftur þar sem að- stæður hafa breyst þannig að þær vilja eignast fleiri börn. Eina ráðið þá er að gera skurðaðgerð, sem er þá holskurður, lega á spítala í vikutíma. Bestur árangur næst þá með því að gera þetta með smásjá en eins og áður segir tekst þetta ekki nema hjá takmörkuðum fjölda þrátt fyrir það. Lík- urnar eru gróft áætlaðar um 50% en það fer bæði eftir aldri konunnar og hvernig aðgerðin hefúr verið gerð. Ef tekinn hefúr verið stór hluti af eggjaleiðaranum eða hann er skemmdur geta möguieikarnir orðið svo til engir.“ — í hverju felast ófirjósemisaðgerðir á karlmönnum og hverjir framkvæma þær? „Þvagfæraskurðlæknar sjá yfirleitt um aðgerðir á karlmönnum. Það er raunveru- Auðólfúr Gunnarsson kvensjúkdóma- læknir segir ófrjósemisaðgerðir tiitölu- lega algengar. „Við reynum að komast hjá því að gera þessa aðgerð nema konan sé komin yfir þrítugt eða sérstakar læknisfræðilegar ástæður séu fyrir því.“ lega einföld aðgerð að því leyti að sáðrásin er tekin í sundur þar sem hún liggur yfir lífbeininu og hægt að gera það með stað- deyfingu. Hins vegar eru ennþá minni möguleikar á því að hægt sé að tengja hana saman aftur þannig að það verður ekki síð- ur að líta á það sem endanlegt." Öryggi og aukaverkanir Ófrjósemisaðgerðir eru hvorki fúllkom- lega öruggar né hættulausar ffemur en aðrar aðgerðir. Læknarnir Jón Hilmar Al- freðsson, Páll Ágústsson og Jón Þ. Hall- grímsson gerðu athugun á ófrjósemisað- gerðum sem framkvæmdar voru á Land- spítalanum á árunum 1975 til 1979 og birtust niðurstöður hennar í 10. tbl. Læknablaðsins 1983. Þar kemur fram að af 1084 konum, sem gengust undir aðgerð á þessum árum, urðu 12 barnshafandi og reiknast það um 1,14% tilfella. Aðrar rann- sóknir hafa sýnt fram á að tíðni þungana eftir aðgerð er á bilinu 1—2%. Langflestar þessara þungana verða innan 1—2 ára frá aðgerð. Ekki mun vera um að ræða telj- andi mun á öryggi efitir því hvaða aðferð er beitt. Þegar á allt er litið má segja að ófrjósemisaðgerð sé harla örugg þótt hún sé ekki alveg fullkomin. Áföll við og eftir aðgerð, svo sem blæð- ingar, bólgur, sýkingar í sár og fleira, greindust í 4,2% tilfella en meiri háttar áföll voru mjög fátíð. Stundum heyrist kvartað yfir því að tíða- blæðingar aukist eftir ófrjósemisaðgerð. Iæknarnir þrír segja í grein sinni að er- lendar rannsóknir bendi til að aukning blæðinga verði í um 40—50% tilfella og að lausleg fyrirspurn þeirra hafi leitt svipað í ljós. Þeir taka jafúframt fram að fúllnægj- andi rök skorti til að hægt sé að fúllyrða neitt í málinu og til að svo megi verða þurfi að koma til ítarleg rannsókn. Hvers vegna ófrjósemisaðgerð? Með lögum um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, sem tóku gildi 1975, urðu róttækar breytingar á lögmæti slíkra aðgerða, ekki einungis fóstureyðinga held- ur og ófrjósemisaðgerða. Eldri lög, frá 1935, veittu lækni heimild til að gera konu ófrjóa af heilbrigðisástæðum og ef konan óskaði þess. Við mat á nauðsyn mátti taka tillit til félagslegra aðstæðna. Frá 1938 giltu einnig önnur lög sem heimiluðu óffjósemisaðgerð ef hætta var talin á að konu eða fóstri væri búin veruleg hætta af meðgöngu og fæðingu eða ef sýnt þótti að um væri að ræða alvarlega sjúkdóma, van- sköpun, „fávitahátt" eða „glæpahneigð" sem gengi í erfðir eða ef viðkomandi tald- ist geðveikur eða fáviti. Tilgangur aðgerð- anna var samkvæmt lögunum tvenns kon- ar: „1) Til að koma í veg fyrir fæðingu gall- aðs afkvæmis og 2) til að létta fávitum og sjúklingum lífsbaráttuna." Viðkomandi þurfti að senda umsókn ásamt umsögn læknis til landlæknis sem síðan veitti ásamt ráðgjafanefnd leyfi til aðgerðar eða ekki. Ekki er vitað hve margar aðgerðir fóru fram á þessum árum en alls munu hafa verið veitt um 1000—1100 leyfi til að- gerða á árunum frá 1935 til 1975. Með nýju lögunum má hins vegar segja að öllum sem þess óska sé heimilt að gang- ast undir ófrjósemisaðgerð eftir að hann eða hún hefur náð 25 ára aldri. í lögunum er skýrt kveðið á um að fræða skuli við- komandi rækilega um eðli og afleiðingar aðgerðarinnar. Hann eða hún þarf að undirrita yfirlýsingu þess efnis að ljóst sé í hverju aðgerðin sé fólgin og að farið sé í hana af fúsum og frjálsum vilja. Umsóknar- eyðublöð eru frá Landlæknisembættinu og skal umsókn fylgja umsögn tveggja sér- fræðinga ef um er að ræða heilsufarsástæð- ur en læknis og félagsráðgjafa ef ástæður eru félagslegs eðlis. Ófrjósemisaðgerðir á konum eru ýmist framkvæmdar einar sér eða í tengslum við fóstureyðingu eða keisaraskurð. Ástæður þess að kona ákveður að láta gera sig 26 VIKAN 20. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.