Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 28
VIKAH A STAÐMUh
Vikan skoðar glœsilega tískusýningu í hjarta Parísar
Vikan og Cardin buðu mæðgun-
um Kolbrúnu og Ágústu á tísku-
sýningu í París, en þær unnu ferð
þangað í skafmiðalcik Vikunnar á
dögunum. Jerome Palladin leiddi
þær i allan sannleika um nýjustu
tiskuna.
Filmurnar hrukku upp
úr vélum Ijósmyndar-
anna eins og brauð úr
brauðrist og í hvert
skipti sem einhver sýningar-
stúlknanna sveiflaði sér var
eins og margar hríðskotabyss-
ur væru í gangi. Atgangur
ljósmyndaranna var með ólík-
indum og þeir skiptu mörgum
tugum á tískusýningu Pierre
Cardin í einu frægasta tísku-
húsi Parísar. Hver filman af
annarri rann í gegnum vélar
ljósmyndaranna, sem stóðu
undir sýningarsviðinu. Mynd-
irnar, sem þeir smelltu af,
hljóta að hafa skipt þúsundum.
Vikan blandaði sér í hóp fimm-
tíu ljósmyndara og sjónvarps-
tökumanna, auk mikilmenna í
tískuheiminum, sem skoðuðu
það nýjasta frá hönnuðinum
Cardin.
Hérlendis er Pierre Cardin
sjálfsagt þekktastur fyrir ilm-
vatnsffamleiðslu en nafn hans
hefúr sést á alls kyns varningi í
Evrópu, sumir segja meira en
góðu hófi gegnir. En hvað sem
því líður streyma peningarnir
til hans og tískusýningarnar
eru liður í að halda merki hans
á lofti. Tískusýningin, sem Vik-
TEXTI OG MYNDIR: GUNNLAUGUR ROGNVALDSSON
Grímubúningar lögðu
að stórveldi Pierre