Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 27
BARNEIGniR
ófrjóa, „taka sig úr sambandi" eins og það
er oft kallað í daglegu tali, geta verið
margar og margvíslegar og er ýmist að
konurnar eru barnlausar eða hafa þegar
eignast eitt eða fleiri börn. Stundum er um
að ræða sjúkdóma eða vansköpun sem
miklar líkur eru á að erflst og konan vill
ekki taka áhættuna af því að eignast af-
kvæmi. í öðrum tilvikum getur meðganga
og feðing verið konunni hættuleg vegna
sjúkdóma eða fötlunar ellegar að miklar
líkur eru taldar á að fóstrið geti skaðast.
Félagslegar ástæður, sem mæla gegn
fjölgun, geta og verið margs konar. Nokk-
uð algengt er að kona þoli illa getnaðar-
varnir eins og pillu og lykkju og velji því
að fara í óffjósemisaðgerð. Þá er til í dæm-
inu að kona taki einfaldlega þá ákvörðun
að eignast ekki börn. Ástæður karlmanna
eru þær sömu og kvennanna þegar um er
að ræða hjón sem taka sameiginlega
ákvörðun, það er konan tekur oft á sig að
gangast undir ófrjósemisaðgerð, jafnvel
þegar vandinn liggur í raun eingöngu hjá
karlmanninum.
Tíðni ófrjósemisaðgerða
Eins og við mátti búast fjölgaði óffjó-
semisaðgerðum mjög eftir að nýju lögin
tóku gildi. Árið 1975 eru aðgerðirnar 201,
435 1976 en árið 1986 eru þær orðnar
660. Ófrjósemisaðgerðir eru langalgeng-
astar meðal kvenna á aldrinum 35-40 ára
(194 árið 1987), þá á aldrinum 40—44 ára
(158) og 30—34 ára (121). 31 kona á aldr-
inum 20—29 ára gekkst undir ófrjósemis-
aðgerð árið 1987 og 30 konur á aldrinum
45-54 ára.
Á árabilinu 1975 til 1986 gengust alls
yflr fjögur þúsund konur undir ófrjósemis-
aðgerð. Samkvæmt upplýsingum úr
skýrslu Landlæknisembættisins, sem Sig-
ríður Vilhjálmsdóttir þjóðfélagsfræðingur
tók saman árið 1985, „ ... má ætla að mik-
ill meirihluti þessara kvenna sé enn á
barneignaraldri. Miðað við að 90% þeirra
séu nú á aldrinum 15—49 ára samsvarar
það því að rúm 6% kvenna á þessum aldri
noti ófrjósemisaðgerð sem sína getnaðar-
vörn.“
í áðurnefndri athugun læknanna Jóns
Hilmars Alfreðssonar, Páls Ágústssonar og
Jóns Þ. Hallgrímssonar kemur fram að
langsamlega stærstur hluti þeirra kvenna
sem gengust undir aðgerð á árunum
1976-79 áttu 3 börn eða fleiri eða 85,5%
og 32,8% kvennanna áttu flmm börn eða
fleiri. Aðeins 19 konur áttu ekkert barn og
þar af voru 17 sem voru yngri en 25 ára og
höfðu gengist undir aðgerðina af læknis-
fræðilegum ástæðum.
Fjöldi ófrjósemisaðgerða miðað við
íbúatölu er næstmestur á íslandi af
Norðurlöndunum, næst á eftir Danmörku.
Hlutur karla hér á landi hefur mestur orð-
ið 8,7% af heildinni árið 1979 en þeim
hefur fækkað síðan og árið 1987 voru
ófrjósemisaðgerðir karla 5,4% af heildar-
fjölda aðgerða. í Danmörku og Svíþjóð er
þetta hlutfall 30—40% af heildinni þannig
að af þessu má sjá að íslenskir karlmenn
kjósa frekar að láta konurnar um þessa
hlið málanna en frændur þeirra annars
staðar á Norðurlöndum.
Erfið ákvörðun
Rúmlega fimmtug kona, sem gekkst
undir ófrjósemisaðgerð þegar hún var 39
ára gömul, svarar því til að það hafl ekki
verið sér erfið ákvörðun. Hún átti þrjú
börn með eiginmanni sínum og var það
yngsta þá 13 ára. Þegar hún gekk með
yngri börnin tvö þjáðist hún af alvarlegum
fylgikvillum. Var líf barnanna í hættu við
fæðingu og henni eindregið ráðið ffá því
• Fjöldi ófrjósemis-
aðgerða miðað við
íbúatölu er nœstmestur ó
íslandi af
Norðurlöndunum.
• Á örabilinu 1975 til 1986
gengust alls yfir fjögur
þúsund konur undir
ófrjósemisaðgerð.
• Ófrjósemisaðgerðir eru
hvorki fullkomlega
öruggar né hœttulausar
fremur en aðrar aðgerðir.
• 90 prósent kvennanna,
sem létu gera ó sér
ófrjósemisaðgerð, eru
ónœgðar með
aðgerðina.
að eignast fleiri börn. Hún ákvað strax við
feðingu þriðja barnsins að taka þessar ráð-
leggingar til greina en varð barnshafandi
aftur löngu síðar þar sem getnaðarvarnir
höfðu brugðist. Þá gekkst hún undir fóst-
ureyðingu og ófrjósemisaðgerð um leið.
„Fóstureyðingin tók töluvert á mig and-
lega en ófrjósemisaðgerðin ekki. Ég var
orðin þetta fullorðin og átti þrjú börn. Ég
minnist þess heldur ekki að hún hafi haft
neinar breytingar í för með sér á iíðan
minni nema þá að það var mikill léttir að
þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því
að verða ófrísk."
Tæplega fertug kona, sem gekkst undir
ófrjósemisaðgerð fyrir tveimur árum, seg-
ir svo frá: „Ég hafði eignast fjögur börn
með stuttu millibili. Ég þoldi hvorki pill-
una né lykkjuna og það gekk illa að reiða
sig á aðrar getnaðarvarnir. Ég leitaði til
læknis og ræddi við hann um möguleikann
á því að láta taka mig úr sambandi. Ég
hafði reyndar hugleitt það áður en yngsta
barnið mitt fæddist en vildi þá ekld láta
verða af því. Ég get ekki neitað því að
þetta var mér erfið ákvörðun. Ég velti
þessu lengi fyrir mér og talaði við mann-
inn minn um málið. Að lokum ákvað ég að
láta verða af þessu. Núna er ég fyllilega
sátt við að hafa gert þetta - ég geri mér þó
grein fyrir að aðstæður mínar gætu hugs-
anlega breyst þannig að ég vildi eignast
fleiri börn, en ég tel það mjög ólíklegt. Ég
er mikið fýrir börn og stundum, þegar ég
sé ófríska konu eða fólk með smábörn, fe
ég smásting í magann því mig langar alltaf
í lítið! En það er bara smástund og ég held
að margar konur hugsi svona en það er
ekki hægt að halda áfram endalaust. Það er
erfltt og dýrt að eiga mörg börn í þessu
þjóðfélagi ef maður vill sjá almennilega
fyrir þeim og það er erfitt að vinna úti frá
mörgum börnum. Ég er komin aftur út á
vinnumarkaðinn eftir langt hlé og hef
gaman af því sem ég er að gera.“
í títtnefndri könnun læknanna þriggja
kemur fram að um 90% kvennanna, sem
létu gera á sér ófrjósemisaðgerð, eru
ánægðar með aðgerðina en aðeins 3%
óánægðar. Tæplega helmingur telur kynlíf
sitt betra á eftir og um sami fjöldi óbreytt.
Um 5% kvennanna telja kynlíf sitt hafa
versnað. Sömuleiðis telja flestar konurnar
að andlegt ástand sitt sé óbreytt eða hafi
breyst til batnaðar en um 7% telja það
hafa versnað við aðgerðina.
Læknarnir benda á að algengt sé að gera
ófrjósemisaðgerðir í lok þungunar, það er
eftir fóstureyðingu, fæðingu eða keisara-
skurð, og þá geti verið að viðhorf kvenna
til barneigna í framtíðinni sé annað en
þegar frá líði. Einnig telja þeir hæpið að
gera ófrjósemisaðgerð hjá yngri konum en
35 ára nema mikið liggi við.
Alvarlegustu „eftirköst" ófrjósemisað-
gerða eru í tilfellum þegar aðstæður fólks
breytast, til dæmis í tilfellum þar sem hjón
skilja eða maki deyr og gifst er á nýjan leik.
Konan eða karlinn, sem áður hafði talið
víst að hún eða hann kærði sig ekki um að
eignast fleiri börn, vill nú gjarna eiga barn
með nýja makanum. Kona á þrítugsaldri
segir svo frá: „Maðurinn minn hafði átt
þrjú börn með fyrri konunni sinni og eftir
það ákváðu þau að eignast ekki fleiri og
hann fór í aðgerð. Síðan skildu þau
skömmu seinna. Hann hefur farið í aðgerð
til þess að reyna að láta setja sig aitur í
samband en það hefur ekki gengið. Auð-
vitað langar okkur að eignast börn saman
og þetta hefur verið mjög erfitt. Ég ásaka
hann ekki fyrir það sem gerðist áður en
við kynntumst en mér finnst samt að fólk
ætti að hugsa sig mjög vel um áður en það
fer í svona aðgerðir." □
Heimildir:
1) Viðtal við Auðólf Gunnarsson kvensjúkdómalækni.
2) Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir: Fóstureyðingar 1976-
1983. Helstu breytingar í kjölfar laga nr. 25 1976. (Kafli 10:
Óffjósemisaðgerðir.) Útg. Landlæknisembættið.
3) Jón Hilmar Alfreðsson, Jón Þ. Hallgrímsson, Páll Ásgeirs-
son: Öfrjósemisaðgerðir á Kvennadeild Landspítalans árin
1975-1979. Læknablaðið 69, 339-342, 1983-
20. TBL, 1989 VIKAN 27