Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 22

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 22
5TJORHUMERKI Leyndarmál vogarinnar er falið í árstíðunum hittin þeim finnst stjörnuspek- in. En stjörnuspekin var merki- lega hittin hvað Guðlaug Þor- valdsson, sáttasemjara ríkisins, varðar! Hann er vog og sagt er um merkið: „Fólk í vogarmerk- inu bregður sér í hlutverk friðardúfunnar og sættir fólk sem er ósammála. Þegar aðrir eru ósáttir verður þetta fólk ákafiega friðarsinnað og reynir að sætta hina stríðandi aðila.“ Vogin er sjöunda merkið í dýrahringnum, stöðugt loft. Takið eftir því að vogin er eina merkið sem ekki á sér lífrænt tákn. Fólk í þessu merki hefúr jafhmikla ímugust á fordóm- um, óréttlátum ásökununt og trúgirni. Vogin leitar hins eina og rétta sannleika, hins hár- nákvæma jafnvægis sem verð- ur til þess að komist er að réttri niðurstöðu eftir að öll smáatriði hafa verið vegin og metin. Sanngirnin er dýrkuð eins og skurðgoð en hin cndalausa íhugun getur valdið því að vogin kemst sjálf aldrei að niðurstöðu. Vogir eru fjölmennar á Al- þingi, þær eru níu og það er at- hyglivert að fúlltrúar merkis- ins sem er andspænis voginni, hrútsins, eru líkaníu. Afstaða á milli merkjanna er 180 gráður. Um 180 gráða afstöðuna er sagt að hún birtist oft í félags- legu samstarfi. í þessari af- stöðu er um andstæð merki að ræða en í svona afstöðu felst togstreita sem skipar orku, kraft, athafúasemi og breyting- ar. Annað merkið vill athafnir sem henta hinu illa. Þau þurfa því að fá sitt til skiptis. Tæpan þriðjung þingmanna er að finna í þessum tveimur merkjum. Venus er pláneta vogarinnar og það er Venus sem gefur jafnvægi og hefúr sterk áhrif á samskipti manna á meðal. Venus er líka ástarplánetan og vogin er sögð hafa fúndið rómantíkina upp og fágað hana þar til hún var orðin að eins konar list. Það á vel við vogina að svífa um í sendiráðum því þetta fólk hrífst af mildum litum, ljúfri tónlist, athyglisverðum sam- ræðum, góðum mat og eðal- vínum. Það er auðvelt að lynda við vogarfólk, sem er diplómat- ískt, blítt og þolinmótt. Margir munu verða til að segja að fólk í voginni sé ástúðin, fegurðin, sætleikinn og birtan uppmál- uð. Hið rétta er að vogirnar búa að hálfú yfir þessum eiginleik- um. Hinn helmingurinn ein- kennist af skapillsku, þrætu- girni, þrjósku, eirðarleysi, þunglyndi og ringulreið. Það gengur mikið á áður en hinu dásamlega vogarjafnvægi er náð. Vogin er við-merki og getur hæglega fallið í þá gryfju að dansa um of eftir óskum ann- arra. Víðsýni vogarinnar og það að vilja skoða mál frá öllum hliðum getur líka leitt til þess að hún á erfitt með að taka á- kvarðanir. Vogin vill vera yfirveguð en því fylgir að hún á oft erfitt með að takast á við flókin til- finningavandamál. Því er hætt við að öðrum geti fundist hún ópersónuleg og köld þrátt fýr- ir ljúfa framkomu. Vogarmenn eiga til að vera léttlyndir, sérstaklega á yngri áruni og eiga erfitt með að greina á milli vináttu og ástar en þeir hljóta aldrei varanleg meiðsl vegna ástarsorgar. Þó hann sé rómantískur get- ur þér þótt sem hann sýni ekki nægan skilning á þínum innstu þrám. Þessi maður er nefhilega dómari — hann hefúr engan áhuga á tilfinningahnútum heldur aðeins bláköldum staðreyndum. Þó hann sé sérfræðingur í ástamálum sýnir hann litla inn- sýn í skapsmuni þína og á erfitt með að koma auga á til- finningahlið málsins. Hann er yfirleitt fyrirtaks foreldri þó makinn sé ofar öllu hjá honum en börnin númer tvö. Vogarkonan er einstaklega glæsileg og munaðarleg í hreyfingum. Hún nýtur þess valds sem fegurð hennar, mun- Samskipti, ást, vinátta, listir, gildismat, fjármál, fágun og samvinna <£ Neikvæðar hliðar: Aðgerð- arleysi, óákveðni, leti, nautnasýki og veiklyndi Stytta af hinni fomu ástar- gyðju Ishtar, sem Babyloníu- menn kenndu við plánetuna, sem við í dag þekkjum sem Venus. TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN "'■r TT ikan hleypir nú af / stokkunum stjörnu- merkjaumfjöllun í T gamni og alvöru með nokkuð öðrum hætti en áður hefúr tíðkast í blaðinu. Við segjum frá helstu sérkennum hvers merkis og spyrjum maka eða sambýlisfólk einhvers úr merkinu hvort þessar lyndis- einkunnir eigi við. Stuðst er við bók Lindu Goodman, Stjörnumerkin og áhrif þeirra, og Stjörnumerkin og kynlífið eftir Judith Bennett. Það er af handahófi hvort eiginkonur eða eiginmenn eru spurð um maka sinn. Einnig birtum við nöfn þekktra íslendinga sem fæddir eru í viðkomandi stjörnumerki og geta þá les- endur gert upp við sig hve Franska leikkonan Brigitte Bardot, sem var talin ástar- gyðja kvikmyndanna. Bardot er fiedd í vogarmerkinu, merki sem stjómað er af plánetunni Venus. VENUS 22 VIKAN 20 TBL 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.