Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 2

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 2
5AM-ÚTC5ÁFAN ÁSKRIFTARGETRAUN SAM-ÚTGÁFUNNAR: Verður þessari glæsilegu bifreid ekið heim til þín á Þorláksmessu? Hringt verður í einhvern skuldlausan áskrifanda Vikunnar eða Húsa & híbýla á Þorláksmessu og hann spurður að því hverjir hafi umboð fyrir Renault. Sé svarið rétt afhendir Pétur Steinn Guðmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri viðkomandi eintak af Renault GTS samdægurs. - Ljósm.: Gunnlaugur Rögnvaldsson ú þarft aðeins að svara einni spurningu rétt og á Þorláks- messu gæti glænýjum og glæsilegum Renault 19 GTS verið ekið heim til þín. Tvö tímarit Sam- útgáfunnar, Vikan og Hús & híbýli, efna nú til verðlaunagetraunar sem allir nýir og eldri áskrifendur geta tekið þátt í. Spurt er: Hverjir hafa umboð fyrir Renault á Islandi. Dregið verður úr réttum lausnum á Þorláksmessu og bíllinn afhentur verðlaunahafanum samdægurs. Þaö er sem sé til mikils að vinna og sért þú ekki orðinn áskrifandi skaltu hringja í síma 83122 nú þeg- ar og kippa því í lag. Vikan, sem kemur út hálfsmán- aðarlega, er ódýr og enn ódýrari í áskrift. Þetta vandaða og efnis- mikla tímarit, sem notið hefur vin- sælda í hálfa öld, kostar aðeins 198 krónur eintakið í áskrift. Og um leið og þú nýtur þess að fá blaðið heimsent á afsláttarverði ert þú orðinn þátttakandi í léttri getraun sem getur fært þér glæsilega bif- reið í jólagjöf. Þú þarft ekki að útfylla getrauna- seðil af neinu tagi en verði nafn þitt dregið út á Þorláksmessu þarftu að geta svarað því samstundis hverjir hafa umboð fyrir Renault. Svona einfalt er það nú! Renault 19 GTS hefur hlotið mik- ið lof fyrir útlit. Þessi rúmgóði fimm manna bíll er framhjóladrifinn, létt- ur í stýri og með vandaða innrétt- ingu. Hann hefur miðstýrðar læsi- ngar (central læsing) með fjarstýr- ingu úr lykli. Það þýðir að þú þarft ekki að stinga lyklinum í skráargat- ið frekar en þú vilt. Bíllinn hefur lit- að gler og er með rafdrifnar rúður. Aftursæti er hægt að leggja niður í tvennu lagi og svo hefur hann eins- taka fjöðrun. Ekki skemmir eyðslan fyrir, hún er aðeins um 6V2 lítri á hverja hundrað kílómetra í blönduðum akstri. □ 2 VIKAN 20. TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.