Vikan


Vikan - 05.10.1989, Síða 2

Vikan - 05.10.1989, Síða 2
5AM-ÚTC5ÁFAN ÁSKRIFTARGETRAUN SAM-ÚTGÁFUNNAR: Verður þessari glæsilegu bifreid ekið heim til þín á Þorláksmessu? Hringt verður í einhvern skuldlausan áskrifanda Vikunnar eða Húsa & híbýla á Þorláksmessu og hann spurður að því hverjir hafi umboð fyrir Renault. Sé svarið rétt afhendir Pétur Steinn Guðmundsson aðstoðarframkvæmdastjóri viðkomandi eintak af Renault GTS samdægurs. - Ljósm.: Gunnlaugur Rögnvaldsson ú þarft aðeins að svara einni spurningu rétt og á Þorláks- messu gæti glænýjum og glæsilegum Renault 19 GTS verið ekið heim til þín. Tvö tímarit Sam- útgáfunnar, Vikan og Hús & híbýli, efna nú til verðlaunagetraunar sem allir nýir og eldri áskrifendur geta tekið þátt í. Spurt er: Hverjir hafa umboð fyrir Renault á Islandi. Dregið verður úr réttum lausnum á Þorláksmessu og bíllinn afhentur verðlaunahafanum samdægurs. Þaö er sem sé til mikils að vinna og sért þú ekki orðinn áskrifandi skaltu hringja í síma 83122 nú þeg- ar og kippa því í lag. Vikan, sem kemur út hálfsmán- aðarlega, er ódýr og enn ódýrari í áskrift. Þetta vandaða og efnis- mikla tímarit, sem notið hefur vin- sælda í hálfa öld, kostar aðeins 198 krónur eintakið í áskrift. Og um leið og þú nýtur þess að fá blaðið heimsent á afsláttarverði ert þú orðinn þátttakandi í léttri getraun sem getur fært þér glæsilega bif- reið í jólagjöf. Þú þarft ekki að útfylla getrauna- seðil af neinu tagi en verði nafn þitt dregið út á Þorláksmessu þarftu að geta svarað því samstundis hverjir hafa umboð fyrir Renault. Svona einfalt er það nú! Renault 19 GTS hefur hlotið mik- ið lof fyrir útlit. Þessi rúmgóði fimm manna bíll er framhjóladrifinn, létt- ur í stýri og með vandaða innrétt- ingu. Hann hefur miðstýrðar læsi- ngar (central læsing) með fjarstýr- ingu úr lykli. Það þýðir að þú þarft ekki að stinga lyklinum í skráargat- ið frekar en þú vilt. Bíllinn hefur lit- að gler og er með rafdrifnar rúður. Aftursæti er hægt að leggja niður í tvennu lagi og svo hefur hann eins- taka fjöðrun. Ekki skemmir eyðslan fyrir, hún er aðeins um 6V2 lítri á hverja hundrað kílómetra í blönduðum akstri. □ 2 VIKAN 20. TBL1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.