Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 40

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 40
HEIL5A Hafið aldrei lagaðan mat og hraan hlið við hlið. Latið aldrei frosinn mat þiðna yfir öðru i isskapnum þannig að leki yfir það sem undir er. Þrifið alltaf strax upp það sem fer utan hja. Hafið heimilisdyrin aldrei i eldhusinu og þvoið ykkur alltaf um hendurnar eftir að þið hafið handfjatlað þau og ætlið að eiga við mat. Latið heimilisdýrin aldrei eta ur somu ilatum og þið notiö undir mat fyrir ykkur sjalf. Hafið þcssi ilat avallt aðskilin. Endurhitið matinn alltaf i miklum hita og forðist að endurhita hann oftar en einu sinni. Latið ruslið aldrei veróa þaö mikið að það flæði ur ruslafötunni. Ertu að eitra fyrir f jölskyldu þína? TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON Nú á dögum reynum við öll að lifa heilsusamlegu lífi. Við kaupum hollan mat og við höldum að eldhús okkar sé tandur- hreint en gallinn er sá að við höfum óafvitandi tekið upp mjög hættulega siði. Líttu á bjarta, nýtískulega eldhúsið þitt. Skáparnir eru fúllir af alls konar efnum sem geta drepið allar hugsanlegar tegundir sýkla og óæskilegra lífvera og við höldum að við séum varin fyrir allri óhollustu en matareitranir eru alitaf að aukast og við erum í mestri hættu gagnvart þeim inni á okkar eigin heimilum. Skráðum tilfellum fer alltaf fjölgandi í heiminum og reikna má með að miklu fleiri verði fyrir barðinu á matareitrunum en skráð er. Flestir er lenda í því að fá matareitrun verða að taka sér nokkurra daga frí frá vinnu og þjást af slæmum magakrampa, uppköstum og svæsnum niður- gangi. Þeir sem hafa litla mót- stöðu gegn sjúkdómum og eldra fólk deyja jafhvel af völd- um hennar. Þetta vandamál á rætur sínar að rekja til slæmra ávana í eld- húsinu og aukinna vinsælda kælivöru sem er án rotvarnar- efna. Það gerir það að verkum að jafnvel óverulegur fjöldi sýkla getur fjölgaö sér gífúrlega á mjög stuttum tíma sé matur- inn ekki geymdur á réttan hátt. Breskur doktor í örveru- firæði hefúr sagt að þar sem fólk vinni mikið nú til dags og hafi Iítinn tíma fyrir sjálft sig séu fleiri og fleiri sem eldi matinn alltof hratt, lagi of mikið magn í einu sem eigi svo að borða seinna og hugsi almennt ekki mikið um hvað gera eigi við matinn eftir að hann hefúr ver- ið búinn til. Minna salt er notað við mat- artilbúning en áður og margir sérfræðingar halda því fram að það hjálpi sýklunum að fjölga sér. Minna salt er notað meðal annars vegna þeirrar hræðslu er greip um sig þegar upp komst að natríumnítrít gæti Frh. á bls. 40 38 VIKAN 20. TBL1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.