Vikan


Vikan - 02.11.1989, Page 9

Vikan - 02.11.1989, Page 9
VIÐTAL eru aðrir sem eru í bjargvættaleik. Þó eru bjargvættirnir jafhmikil fórnarlömb og hiriir. Það sem svo gerist þegar menn sleppa og eru ekki Iengur dómarar, böðlar og fórnarlömb sjálfs sín er að þeir verða vitni. Þá eru þeir orðnir hiutlausir og eru nógu góðir eins og þeir eru. Þeir sætta sig við sjálfa sig í þeirri mynd sem er. Þá fyrst getur fólk farið að gefa. En þegar við þurf- um stöðugt að herða okkur og eignast nýj- an bíl, stærra hús, til þess að verða ánægð og hamingjusöm þá erum við í geysilegri togstreitu við náttúruna. Það er t.d. talað um það núna sem vís- indalega sannað að jákvæðni sé viðnám við krabbameini. Neikvæðni er aftur höfri- un sem gerir það að verkum að við verð- um fyrir einhvers konar ójafrivægi. Hvern- ig stendur t.d. á því að sumir eru alltaf veikir meðan aðrir kenna sér aldrei meins? Ástæðan er í rauninni mjög einföld. Já- kvæður maður hefur allt annað viðnám vegna sveigjanleikans en hinn neikvæði sem alltaf er læstur í spennu. Þetta eru kannski stórar yfirlýsingar og ég er ekki að dæma neinn en ég segi að hver og einn skapi sér sitt krabbamein sjálfur. Krabbamein er afleiðing af nei- kvæðni eða beiskju og hatri sem er sami hluturinn. Hvort sem maður er með krabbamein eða er hjartasjúklingur þá er það hans eigin sköpun. Menn drepa sig sjálfir. Hvort sem þeir hengja sig í snöru eða skera sig á púls eða kreista úr sér alla gleði og kremja í sér hjartað þá eru menn sjálfir ábyrgir. Hvemig fólk kemur til þín? Það er bara brennt barn sem forðast eldinn. Það fer enginn að leita að lausnum fýrr en hann stendur andspænis þraut. Við lifum í svo bældu þjóðfélagi, við svo bælda tilvist að það er engu lagi líkt. Ef við tökum bælinguna í víðara samhengi þá erum við líka nýkomin undan Danahæl. ís- lendingar eru allir með þarmaklemmur og rembing. Þeir eru að skíta í buxurnar af minnimáttarkennd og hafa verið að gera það í gegnum tíðina. En við þurfum á þess- ari minnimáttarkennd að halda því hún viðheldur bramboltinu, gerir okkur dug- legri og meira skapandi. En hér eru allir kóngar eða prinsar. Það er enginn maður með mönnum nema hann eigi þetta eða hitt eða sé svona eða hinsegin. Nútíma tíska segir: Haltu kviðnum inni, bældu öndunina, klemmdu rassinn, beisl- aðu öll vöðvakerfi, vertu eins stífúr og þú getur svo þú lítir nógu vel út! Þetta er al- ger brenglun. Sama er með tilfinningar; ef maður bælir þær þá bælir maður tilvist sína. ■ Hvort sem menn skera sig á púls eða kreista úr sér alla gleði og kremja í sér hjartað þá eru þeir sjáifir ábyrgir ■ Maður dæmir engan nema dæma sjálfan sig í leiðinni ■ Ég stofnaði sjálfur til þeirra vandræða sem ég hef lent í á lífsleiðinni ■ Tilveran ert þú Maður upprætir ekki tilfinningar með því að bæla þær eða ótta með því að óttast hann, heldur aðeins með því að taka þátt í honum. Geturðu einhverju breytt? Maður verður að vera þrautseigur og þolgóður til þess að breyta einhverju. En fyrst og fremst verður maður þó að taka ákvörðun. Ég er kannski bældur á mína vísu en ég á góða félaga og við ger- um okkur grein fyrir að við viljum hafa bætandi áhrif bæði á okkur sjálfa og um- hverfi okkar. Við viljum ffekar stíga upp til manna en að draga þá niður í svaðið hjá okkur með illu umtali og rógi; við áttum okkur á því að við dæmum engan nema dæma okkur sjálfa í leiðinni. Fyrirlitning okkar á náunganum er í beinu samhengi ◄ Höfuðið fremst og lík- aminn eltir. Viðkomandi vill helst mæta tilverunni á vit- rænan hátt frekar en tilfinn- ingalegan. Á þessari mynd hafa axlir einnig verið spenntar fram til að hylja aðaltilfinningasvæði hjartans. ◄ Þessi staða sýnir ósveigjanleika. Ósveigjan- leika í afstöðum. Staðlaðar hugmyndir um hvað sé rétt eða rangt. Staðan er ein- kennandi fyrir streð í átt til einhvers sem viðkomandi telur þurfa til að réttlæta til- vist sína. Þessi staða er vís- bending um tilfinningalega afturhaldssemi og vöm gegn viðkvæmni og sárs- auka. Í< Rétt líkamsstaða. Lík- aminn stendur beinn, þ.e. bein í bein og hægt er að draga beina línu frá ökkla í eyra í gegnum mjaðmalið og axlarlið. I þessarí stöðu er viðnám gagnvart þyngd- ariögmálinu í lágmarki og því möguleiki á hámarks sveigjanleika líkama og hugar. við okkur. Við viljum vera manneskjur; ekki viðhalda rembingi á fölskum forsend- um. Við vitum að stífrii er ótti; að hatur og fýrirlitning er ótti og að ef við erum hræddir þá viljum við ekki óttast óttann. Fólk dregur til sín allt sem það óttast því ekkert er því ofar í huga en óttinn. Við verðum óttinn og einn daginn erum við orðin skelfingu lostin af spennu. Hvemig beitirðu þessari visku úti í lífinu? Þannig að enginn fer í taugarnar á mér nema ég sjálfúr; að ef eitthvað ertir mig skoða ég mína ertingu í stað þess að dæma aðra; að allir eru jafnir, ég elska afla og þó ég geti sýnt það mismikið byggist þetta allt á því hve mikið ég get elskað mig. Ég neita að láta aðra bera ábyrgð á mín- um tilfinningum þannig að þó ég móti mér afstöðu gagnvart neikvæðni annarra læt ég hana ekki ráða því hvernig mér líður. Ég veit að hvar sem við erum stödd í lífinu er það á okkar eigin ábyrgð. Ég stofriaði sjálf- ur til þeirra vandræða sem ég hef lent í á lífsleiðinni bókstaflega frá upphafi til enda. Ef ég er ekki fullur af höfriun sjálfur getur fólk engan veginn ógnað mér með hlutum eða peningum því mín tilvera á ekkert skylt við viðkomandi hluti. En mér finnst æðislegt að þetta fólk skuli eiga þessa hluti og þrífast á hlutatilveru og það er alfarið þess mál. Ég hef enga þörf fýrir að sanna mig lengur þó ég hafi haft hana. Ef ég er í jafrivægi og mér líður vel þá er mín ást í rauninni flæðandi. En um leið og ég fer að hafria mér, sem vissulega kemur fyrir, þá er ég ekki eins bjartur og vakandi og ella. Getur hver sem er lært þetta? Já, við sem erum í þessu erum allir mennskir menn. Það sem er að gerast í tíð- arandanum er að allur hugur er að verða móttækilegri fýrir einmitt þessu. Það eru alltaf tískusveiflur á hverjum áratug. Ég- kynslóðin og uppakynslóðin voru aðeins undiralda þess sem er að koma núna. Við erum að sigla inn í vitundarástand í tilver- unni sem byggist á þessu. Að hlusta á okk- ur sjálf og taka þátt í eigin tilfinningum. Ég þekki enga ofurmennsku neins staðar en hins vegar veit ég um fólk sem er mennsk- ara en annað. Það er fólk sem hefur öðlast skilning á kærleika og elskar sjálft sig, ekki í eigingjarnri merkingu, heldur sýnir það sér umhyggju, ást, hafriar sér ekki og legg- ur sig firam við að öðlast betra líf í gegnum umgengnina við sjálft sig og aðra. Við gefum ekki það sem við ekki eigum og umfang þeirrar uppliíunar sem við verðum aðnjótandi er aðeins umfang þeirrar þekkingar sem er til staðar í okkar eigin hjarta. Ef við lokum augunum þá er myrkur. Tilveran ert þú. Hún verður aldrei um- fangsmeiri en þín upplifun í það skiptið. Allt sem fólk gerir til að koma róti á sína eigin tilveru gerir það að verkum að það verður ekki ánægt. Og fólk sem ekki er ánægt fer að hafria sér. En ef við höldum okkur við einfaldar reglur sem stuðla að ánægju okkar þá er flæði. Þetta er það sem lífið gengur út á. 22. TBL 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.