Vikan - 02.11.1989, Page 12
BÆKUR
„Ég sendi inn leikrit í leikritasamkeppni
Þjóðleikhússins og Listahátíðar kvenna
sem var haldin fyrir þrem árum, minnir
mig, en ég er svo vond í ártölum. Þetta var
einþáttungur og mitt fyrsta leikrit og það
hafnaði í 2.-3. sæti ásamt öðru leikriti, en
var reyndar ekki sett upp. Ég er samt viss
um að það verður einhvern tíma gert. Ég á
von á því að annað leikrit verði flutt eftir
mig í útvarpinu í vetur — vonandi fyrir ára-
mót — og smásaga hefur birst eftir mig í
Vikunni, ég held það hafi verið árið 1986.“
Elísabet hefur einnig fengið handrita-
styrk frá Kvikmyndasjóði og hún skrifaði
kvikmyndahandrit sem hún skilaði inn til
sjóðsins, en hún segir að kvikmyndir höfði
ekki nærri eins mikið til sín og leikhúsið.
Hún samdi leikrit til að senda í leikrita-
samkeppni Borgarleikhússins en núna, eft-
ir að ljóðabókin er komin út, segist hún
vera að vinna að ýmsum verkefnum sem
hún vilji ekki tjá sig um strax.
„Ég vil yfirleitt ekki tala um það sem ég
er að vinna að hverju sinni — ekki fyrr en
verkin eru tilbúin og ég tilbúin að láta þau
ffá mér. Það má segja að það krefjist
ákveðins hugrekkis að láta verkin sín frá
sér en ég held að ég hafi meðfett hug-
rekki. Þar að auki tek ég undir það sem
sagt hefur verið um hugrekki: „Hugrekki
er að þora að vera hræddur."
Góða dóma—en einnig verið
rökkuð niður
Ég gaf ljóðabókina út sjálf því útgefend-
ur virðast standa í þeirri trú að enginn lesi
ljóð og þeim tekst á vissan hátt að koma
þessari trú sinni yfir á aðra. Alltof mikið af
ljóðum getur líka verið slæmt, ljóð þurfa
sérstaka umönnun og meðhöndlun. Þegar
bókin mín kom út hélt ég útgáfukvöld og
ég gaf út plakat með bókinni, eins og er til
dæmis gert fyrir hljómleika, og bókinni
minni hefur verið vel tekið. Ég hef fengið
bæði mjög góða dóma og bókin hefur ver-
ið rökkuð niður en auðvitað er ekki gott
að fá eingöngu góða dóma — þá fer maður
að efast um að maður sé að gera rétt. Þeir
sem gáfu henni slæma dóma sögðu meðal
annars að hún væri óhefluð og fjallaði
aðallega um tilfinningar — og allt of miklar
tilfinningar. Gagnrýnandi DV var óvæginn
við mig og ég tók það talsvert nærri mér
fyrst en jafnaði mig þegar ég gerði mér
grein fýrir því að nærri helmingur þess
sem hann skrifaði var um hann sjálfan, eig-
in „bömmera", og þá fór ég næstum að
vorkenna honum.“
Áhorfendur plataðir
Ljóðin í bók Elísabetar eru flest ort á
síðustu tveim árum. Þó er eitt þeirra —
Ófeigsfjörður — ort árið 1974, þegar hún
var 16 ára.
Ófeigsfjörður
Sól yfir eyðibce
sól og gydlir hafið
alda fellur að
rekadrumbur í fjöru
könguló á lóðréttum kletti
Spor eftir mann og hund
...hingað
Nýrri ljóðin segir Elísabet að hún hafi
aðallega ort snemma á morgnana, þegar
allt er enn kyrrt og áður en tvíburasynir
hennar vöknuðu. Eitt þeirra heitir Verk
fýrir áhorfendur:
Sviðið er leiksvið
Salurinn er þéttskipaður áhotfendum
Ljósin eru slökkt og tjaldið dregið frá
Sviðið er autt
í tvo tíma
Tjaldið fellur
Elísabet segir að hún hafi heyrt ýmsar
kenningar um það sem hún sé að meina
með þessu ljóði. Vinkonu sína segir hún
hafa túlkað ljóðið mjög skemmtilega og
einn gagnrýnandi sagði að honum fýndist
að í ljóðinu væri bæði verið að plata sig og
áhorfendur vegna þess að ekkert gerðist í
leikhúsinu.
„Mér finnst mjög gaman að fá að vita
hvað fólk sér út úr ljóðunum mínum og ég
sagði vinkonu minni hvað ég hefði í raun
verið að segja þegar ég orti þetta ljóð, en
það var að þó að sviðið væri autt gæti ým-
islegt gerst í þessa tvo tíma — einhver
áhorfandinn gat t.d. farið upp á sviðið og
hrópað, áhorfendur í sal hrópað, hvað sem
er gat gerst. Þegar vinkona mín heyrði
þessa skýringu sagði hún að nú fyndist sér
ég vera búin að skemma ljóðið fyrir sér,
hún hefði séð allt annað út úr því! Þess
vegna vil ég yfirleitt ekki segja hvað ég
meina með ákveðnu ljóði. Ég vil að hver
og einn upplifi það fýrir sig — meira að
segja ég sjálf upplifði eitt ljóðið mitt á allt
annan hátt en þegar ég skrifaði það, þegar
ég las það eftir nokkuð langan tíma og þá
held ég að ég sé að gera rétt.“
Rithöfundur er stórt orð
Tvíburasynir Elísabetar eru fimm ára og
þó að hún sé einstæð móðir þá treystir
hún sér til að halda sig við þá ákvörðun
sína að vera rithöfundur. Titlar hún sig þá
sem rithöfund?
,Jaá,“ segir hún með nokkrum semingi.
„Þetta er að vísu stórt orð en það sem mig
hefúr alltaf langað til að geta titlað mig er
kjarneðlisstjarnfræðingur. Ég hef alltaf haft
svo gaman af stjörnunum, en ég var ekki
nógu dugleg í raungreinunum."
Elsti sonur Elísabetar er þrettán ára
þannig að hún varð móðir mjög ung.
„Svona eftir á, þegar ég hugsa um það, þá
skil ég ekkert hvað ég var að hugsa, sautján
ára, að verða átján, en mér fannst ég ekk-
ert sérlega ung þá. Ég hætti í skóla þegar
hann var tveggja ára og það var ekki fyrr
en eftir að tvíburarnir voru feddir að ég
lauk stúdentsprófinu." Sá elsti er í skóla í
Bolungarvík þar sem hann býr hjá pabba
sínum, en þegar Elísabet er spurð hvort
það hafi verið eitthvað í hennar eigin upp-
eldi sem hafði þau áhrif að hún fór að
skrifa, þá segir hún að heima hjá sér hafi til
að mynda alltaf verið lögð rík áhersla á að
þau systkinin töluðu rétt mál og þessi
mikla áhersla á málið hafi áreiðanlega haft
sín áhrif. Þess má geta að foreldrar Elísa-
betar eru Jóhanna Kristjónsdóttir blaða-
maður og Jökull Jakobsson rithöfundur.
En einu átti fjölskylda Elísabetar ekki von
á frá henni og það var að hún feri að læra
óperusöng.
„Allir í fjölskyldunni hlógu að mér þegar
ég sagði þeim að ég væri farin að læra
óperusöng hjá Guðmundu Elíasdóttur
söngkonu. Mér hafði alltaf leiðst óperu-
söngur og kántrítónlist en nú er það bara
kántrí sem mér leiðist. Ég er búin að vera
í söngnáminu í þrjú ár og Guðmunda segir
að ég hafi þessa fínu rödd — að vísu tók
það hana heilt ár að laga hana. Ég ætla mér
reyndar ekki að leggja sönginn fýrir mig
en mér finnst söngnámið eitt það best sem
komið hefur fýrir mig - í söngnum finnst
mér eins og ég komist í samband við al-
heiminn..."
12 VIKAN 22. TBL. 1989