Vikan


Vikan - 02.11.1989, Side 20

Vikan - 02.11.1989, Side 20
Norska skáldkonan Margit Sandemo, sem öðlast hefur miklar vinsældir fyrir sögurnar af ísfólkinu, hóf nýverið að skrifa fyrir Vikuna um dulræn fyrir- brigði, en dulrænir hæfi- leikar skáldkonunnar eru vel þekktir. Hér skrifar hún athyglisverða grein um álfa og aðrar kynjaverur. Hún segist sjálf hafa séð slíkt með eigin augum og lýsir þeirri reynslu sinni í greininni. TEXTI: MARGIT SANDEMO ÞÝÐING: BJARNI ÁRNASON Ef ég á að vera algerlega heiðarleg þá trúði ég sjálf ekki á huldufólk og álfa þar til fyrir faeinum árum að ég sá álf með eigin augum. Við vorum nokkur saman, félagar í lista- klúbbi, sem vorum að skoða gamalt hús sem er að finna í byggðasafhinu í Valdres. Þegar við komum inn í stofúna, sem er mörg hundruð ára gömul, var ég fremst í hópnum og þá sá ég hálfs metra háa veru stökkva niður af eldstæðinu, niður á eldi- viðarkassann og þaðan niður á gólf. Mér fannst eins og ekkert væri eðlilegra og hugsaði ekki einu sinni út í að benda hin- um á þetta en þau höfðu nú dreift sér um stofuna. Þessi smávaxna vera, sem var kubbsleg og frekar klunnaleg, var grá- klædd og leit helst út eins og dökkur skuggi. En þetta var mennsk vera og ég fann ekki til neins ótta því ffá henni bárust vinsamlegir straumar. Hún sveif yfir gólfið og hvarf að lokum á bak við eina konuna í hópnum. Þá var ég viss um að enginn hinna hafði séð hana. Þegar við komum út sagði ég hinum ffá því sem ég hafði séð en allir tóku þessu bara sem skemmtilegri draugasögu. Tengdamóðir mín, sem alls ekki er þekkt fyrir að ýkja eða fara með fleipur, hafði líka séð eitthvað þessu líkt þegar hún var ung. Hún sagðist hafa séð sex til átta álfa sem dönsuðu í tunglskininu á hlöðu- gólfinu á bænum þar sem hún átti heima sem barn. Þegar hún sagði mér frá þessu atviki vissi ég ekki hvort ég átti að trúa henni en nú veit ég að hún sagði satt. Bú- álfar eru til og þeir hafa verið hér miklu lengur en við mennirnir, sennilega allt frá örófi alda. Hvernig hefði fyrsta fólkið, sem flutti til norðurhjarans, getað spjarað sig ef það hefði ekki búið í nánu sambýli við náttúru- öflin og haft þau til að styðja sig við. Mann- eskjan hefur alltaf reitt sig á einhver sterk- ari og æðri öfl. Slíkt er að finna í trúar- brögðum um allan heim. En hvað var það sem fyrstu mennirnir í þessum norðlægu héruðum upplifðu með sínum skörpu skilningarvitum. Ég held að þeir hafi séð náttúruvættina sem voru til allt í kringum þá. Við skulum slá því föstu að álfar, dverg- ar og aðrar náttúruvættir séu til. Hvemig íeist þeim á það þegar maðurinn fluttist búferlum inn á landsvæði sem hingað til hafði eingöngu tilheyrt þeim. Fmmbyggj- arnir drógu sig í hlé en hafa samt eflaust reynt að ná sambandi við hina nýju íbúa. Þeir tóku vel á móti því fólki sem var þeim vinsamlegt en ef á þá var ráðist hefhdu þeir sín grimmilega, lokkuðu til sín ung- lingsstúlkur, firrtu karlmenn vitinu og ærðu búfénað. Einhverjum finnst þetta kannski bara vera hjátrú. Ég væri líka þeirrar skoðunar ef ekki hefði komið til álfurinn sem ég tal- aði um hér að ffarnan og margt fleira sem ég hef upplifað en ekki getað skýrt út. Ef ég tryði ekki á álfa og væri ekki sannfærð um að þeir væm til væri það ósvífni af mér að skrifa þetta. Að fara út og hrópa á álfana Fyrstu kynslóðir fólks í Noregi hljóta að hafa búið í nánu sambýli við álfana. Þegar fólki fjölgaði of mikið minnkaði samband- ið og með tæknivæðingunni, sem rutt hef- ur sér til rúms á síðustu öld, er sambandið nánast orðið að engu. En búi maður um tíma einn úti í náttúmnni líður ekki á löngu þar til skilningarvitin örvast á ný og sambandið styrkist. Fyrst sér fólk í svip eitthvað sem það veit ekki hvað getur ver- ið en áður en langt um líður finnur það að það er ekki eitt lengur. Það getur líka gert eins og ég og farið út í skóg og hrópað á álfana. Aldrei í mínu lífi hef ég fúndið fýrir annarri eins spennu, hvert augnablik var sem eilífð. Það geri ég aldrei aftur. Við eigum gamlan kofa uppi í fjöllum, langt inni í dularfullum dal þar sem fólk bjó áður árið um kring. Margir misindis- menn leituðu þangað, sérstaklega á 17. öld, og morð og fleiri illvirki áttu sér þar stað. Húsið okkar heitir Hulduhóll og ekki að ástæðulausu. Á vetrarkvöldum gat mað- ur séð ljós loga í gluggum húsa þar sem enginn átti heima og sögurnar þaðan em mýmargar. Allt ffarn á síðustu ár hafa menn orðið þar fyrir óttalegri og dular- fúllri reynslu. Ég ætla aðeins að nefna örfá dæmi ffá þessari öld. Ósýnileg, þvöl hönd sem grípur I mann Eitt sinn komu nokkrir unglingar inn til okkar um miðja nótt, náfölir af skelfingu. Þeir þorðu ekki fyrir sitt litla líf að vera þar einir vegna þess að úti fýrir kofanum þeirra dundi í jörðinni af þungu fótataki. Einnig má nefna þegar fjöldi fólks sá föður minn koma upp hlíðina með ókunna konu, klædda eins og huldumey, sér við hlið. Frh. á bls. 22 DULFRÆÐI Álfar og aðrar kyniaverur 20 VIKAN 22. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.