Vikan


Vikan - 02.11.1989, Page 22

Vikan - 02.11.1989, Page 22
DULFRÆÐI Frh. af bls. 20 Þegar þetta var rannsakað nánar var konan á bak og burt og faðir minn hafði aldrei orðið var við hana. Kúabjöllur klingja úti á engi þótt engar kýr séu þar, hurðir fjúka upp með miklum látum og það drynur í jörðinni eins og heill herflokkur ríði um hlaðið. Skýringin á þessu kann að vera sú að fyrir langa löngu var dalurinn í þjóð- braut miili austurhluta landsins og vest- urhlutans. Ósýnileg, þvöl hönd grípur í mann og hvítklæddar mannverur banka á útidyrnar en þegar maður kemur til dyra er enginn úti. í einu rúminu í kofanum er varla hægt að sofa fýrir martröðum, kulda og þunglyndi sem á mann sækir. Síðastliðið sumar kom einn af vinum okkar, sænska galdrakonan Cecilia, með okkur upp í bústaðinn. Við höfðum ekki sagt henni nokkurn skapaðan hlut annað en að við vildum að hún kæmi í heimsókn. Fyrst ókum við inn á slóðann sem liggur að nýja sumarbústaðnum sem við erum að byggja því við höldumst ekki lengur við í þeim gamla. Þegar við vorum næstum komin á áfangastað sagði hún skyndilega: „Hér megið þið aldrei leggja bílnum. Það liggur vegur hér um.“ Hún sagði þetta ein- mitt á þeim stað þar sem er að finna gaml- ar húsatóftir í skjóli bak við tré við veginn. Síðan fórum við upp til gamla bústaðarins. Strax úti fýrir kofanum fór um hana mikill hrollur og hún muldraði: „Hér er aldeilis örtröð!" Aftur á móti var ástandið ekki eins slæmt inni í húsinu þótt ill álög hvíldu á einu rúmstæði eins og ég nefndi áðan. Mest var um að vera úti á hlaði. Cecilia vildi fá að vita hvort eitthvað sérstakt hefði gerst þarna, hvort þetta væri gamall fórnarstaður, aftökustaður eða hvort morð hefði verið framið þar. Þessu gátum við ekki svarað með fullri vissu. Hún sagði okkur að hún gæti ekki gert neitt til að hreinsa staðinn af þvi illa sem þar væri að finna. Ástæðuna sagði hún vera þá að við mennirnir hefðum engan rétt til að trufla jarðálfana sem þarna ættu heima því þeir væru upprunalegir íbúar svæðisins. En ég heyri fjórar raddir Á leiðinni til baka notuðum við farsím- ann til að ná sambandi við dóttur okkar sem býr í Slidre. Cecilia hafði hitt hana i Stokkhólmi svo þær eru málkunnugar. „Segðu mér,“ sagði Cecilia, „hvað eru margir heima hjá þér núna?“ „Þessa stund- ina er það bara ég og sonur minn,“ svaraði dóttir okkar. „En ég heyri fjórar raddir," sagði Cecilia, „og tvær þeirra tala ævafornt mál, svo gamalt að ég skil það ekki.“ Svo vill til að dóttir okkar býr einmitt í útjaðri Einanggraffeitsins sem er frá fjórðu öld. Cecilia vissi að sjálfsögðu ekkert um þennan graffeit en hún fullvissaði okkur um að hinir óboðnu gestir dóttur okkar væru alveg meinlausir. Okkur til mikillar skelflngar uppgötvuðum við að við höfð- um byggt nýja sumarbústaðinn okkar að- eins um það bil 30 metra frá stað sem kall- ast Ræningjarúst. Þar voru tveir ræningjar hengdir fyrir nokkur hundruð árum og all- ir sem gengu framhjá höfðu leyfi til að henda í þá steinum. Þannig hlóðst upp nokkur grjóthrúga og farið eftir gálgann, sem þeir voru hengdir í, sést enn þann dag í dag. Ræningjarnir voru síðan jarðaðir þar á staðnum. Ég lagði hins vegar á hauginn nokkrar bláklukkur, sem eru fallegustu og hreinustu blóm sem ég þekki, og ég varð ekki vör við að neitt óvenjulegt eða óhreint væri þar á sveimi. Allt var kyrrt og ræningjarnir tveir koma ekki til með að ónáða okkur í framtíðinni. Svört skuggavera sem gekk fast á hæla mér Síðast upplifði ég draugagang nú í mars síðastliðnum á Hawaii þar sem við vorum í fríi. Hvað það var sem ég sá veit ég ekki. Það gerðist næstsíðasta daginn er við gengum í gegnum anddyrið á hótelinu okkar. Ég sneri mér við til að sjá á klukku sem hékk á veggnum og þá sá ég greini- lega svarta skuggaveru sem gekk fast á hæla mér. Þessi ókunna vera var svo ná- lægt mér að hún hefði getað lagt handlegg- ina um axlirnar á mér ef hún hefði kært sig um. Sem betur fer hafði hún ekki áhuga á því. Þetta var karlmaður með breiðar axlir, örlítið hærri en ég og með flatan barða- stóran hatt á höfðinu. í undrun minni leit ég undan, hnyklaði brýrnar og velti þessu fyrir mér eitt andartak. Síðan sneri ég mér við aftur en þá var þar engan að sjá. En það er víst að enginn hefði getað komist óséð- ur burt úr þessari stóru og opnu hótelmót- töku og ég veit enn þann dag í dag ekki hver fýlgdarmaður minn var eða hvað hann vildi mér. Margit Sandemo ÁKar Þú sparar með óskrift - og enn meira sparar þú ef þú greiðir óskriff- ina með VISA, sem er um leið einfaldari og þœgilegri greiðslumáti. ® Hringdu strax f síma 83122 og kynntu þér VISA-greiðslukjörin. Og mundu að á Þorláksmessu kemur Renault 19 GTS í hlut einhvers skuldlauss áskrifanda. SAM-ÚTGÁFAN/VIKAN/H&H

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.