Vikan - 02.11.1989, Side 25
in varð reyndar sú að honum tókst mjög
vel upp og allir voru ánægðir. Svipaðar að-
stæður urðu til þess, nokkrum árum síðar
þegar hann var við nám í framhaldsskóla,
að honum var boðið að leika aðalhlutverk
í skólasýningunni og eins og í fyrra skiptið
tókst honum tiltölulega vel að túlka það
hlutverk.
Þarna var honum orðið ljóst að hann
langaði ekki lengur að verða listmálari
heldur leikari. Jon Voight segir að kvik-
niyndir séu mjög sterkur miðill sem auð-
yelt er að nota til að ná til fjöldans og þess
vegna hafi hann valið kvikmyndir en ekki
leiksvið til að koma því á framfæri sem
hann telur sig þurfa að miðla til annarra.
Lærum mest á því að
takast á við erfiðleika
Jon var spurður að því hvernig hann
hefði farið að því að verða góður leikari.
Hann sagðist líta svo á að allt erfiði sem
menn þurfi að leggja á sig fyrir það sem
Þeir hafi virkilegan áhuga á, sé af hinu
góða. Þannig læri þeir að virða viðfangs-
efhið og verða ánægðari þegar árangur
Nýjasta mynd Jon Voight verður sýnd í
Bíóhöllinni í vetur, en í henni er fjallað
um ýmis yfirskilvitleg fyrirbæri sem
engu að síður styðjast við raunveruleik-
ann.
næst. Hann varð að berjast áfram og leggja
mikið á sig til þess að verða ágengt sem
leikari. Faðir hans aðstoðaði hann eins og
hann gat, því fjárhagslega var hann nokkuð
vel stæður og gat því veitt honum fjárhags-
legan stuðning, sem var ómetanlegt fýrir
Jon því hann bjó á þessum tíma í New
York þar sem afar dýrt er að leigja íbúð.
Honum fannst mjög gott að geta haft íbúð
út af fýrir sig, bæði á námsárunum og
fýrstu árin á starfsferli sínum sem leikari.
Hann gat líka verið viss um það að ef hon-
um mistækist þá gæti hann leitað til föður
síns, því þar fékk hann þann stuðning sem
hann þurfti. Jon segir að hann sé alveg viss
um að það sé nákvæmlega sama hvað mað-
ur ætli sér að verða í lífinu, þá takist það
örugglega hafi maður ætíð lifað við ást og
umburðarlyndi foreldra sinna. Hvað hann
sjálfan varðar segist hann vera viss um að
hann hefði getað starfað við svo til hvað
sem er því foreldrar hans hefðu stutt hann
óspart til þess. Þau voru þó ekkert yfir sig
hrifin þegar hann sagði þeim að hann ætl-
aði að verða leikari, hvað sem það kostaði,
en studdu hann þó og hjálpuðu til að gera
það sem hann langaði mest af öllu í lífinu;
að leika. Honum urðu oft á mistök, en af
þeim lærði hann mest, og heima fyrir hlaut
hann ást og samúð jafnframt því sem hann
var hvattur til að hætta ekki heldur halda
ótrauður áfram.
„Enn þann dag í dag, þegar ég er að
vinna að einhverju ákveðnu verki, er ég að
taka áhættu. Mér getur alltaf mistekist. Það
er með okkur leikarana eins og aðra að þó
að við höfum sýnt fram á að við höfum
hæfileikana til að uppfýlla þær kröfur sem
starfið krefst og við hljótum jafhvel viður-
kenningu fýrir, þá þurfum við alltaf að
leggja jafh mikið á okkur við gerð hverrar
kvikmyndar fýrir sig. Margir hafa misreikn-
að sig á þessu og haldið að það væri nóg að
slá einu sinni í gegn, þá væri leikferlinum
borgið og áffamhald á ffægðinni bara tíma-
spursmál. Varðandi þá staðreynd að mér
tókst að verða leikari met ég það einna
mest að ég skuli alltaf hafa verið elskaður
fyrir það sem ég hef verið að gera, sem
mér finnst svo sannarlega sýna styrk for-
eldra minna. Auðvitað er til fólk sem tekst
að ná tilsettum árangri án þessa stuðnings
heima fýrir og þessu fólki gef ég hæstu
einkunn. Það eru líka alltaf einhverjir í
kringum okkur sem geta veitt okkur hlýju
og kærleika, hvort sem það er kennarinn,
góður vinur, presturinn eða einhver annar
og er það til góðs fýrir okkur öll.“
Jon finnst hann hafa áorkað miklu um
ævina. Hann þakkar það þó ekki eingöngu
sjálfum sér heldur öllum þeim fjölda fólks
sem hefur bæði stutt hann og kennt
honum. Hann segir að þetta fólk sé honum
ákaflega mikils virði og margt af því sé
ennþá að kenna ungum áhugasömum
leikurum og styðja þá sín fyrstu spor. Jon
segist sjálfur reyna að gera eins mikið af
því og hann geti því að hans mati er það
skylda okkar allra að hjálpa hvert öðru til
að ná góðum árangri í því sem við erum að
gera.
22. TBL. 1989 VIKAN 25