Vikan


Vikan - 02.11.1989, Qupperneq 27

Vikan - 02.11.1989, Qupperneq 27
LEIKLI5T og í senn mjög sorgleg. í henni spila sam- an tveir kraftar í lífl fjandmannsins, sem leikinn er af Armand Assante, en hann er mjög sterk persóna og virkilega þess virði að kljást við. Um daginn sátum við og töluðum sam- an ég og vinur minn og ræddum um það fólk sem er mér mjög mikilvægt og hefur skipt mig miklu máli varðandi líísstíl minn, fólk eins og móður Teresu, Gandhi og Abraham Joshua Hescuel; stórkostlegt fólk sem aðhyllist mismunandi trúarbrögð. Við horfðum á klukkustundarlangt myndband með viðtali guðfræðings Við Hessul, sem var góður vinur Martins Luthers King og Jóhannesar Páls páfa. Hann var ekki eins þekktur og Gandhi en engu að síður var hann óhemju ötull maður sem fáerði okkur nýja lífesýn, sem er einmitt það sem við stefinum að með gerð kvikmyndarinn- ar Eternity. Við erum að reyna að vekja fólk til umhugsunar, vekja tilfinningar ekki ólíkar þeim sem vöknuðu hjá vini mínum þegar hann horfði á þetta viðtal. Það sem við gerðum var að búa til kvikmynd sem gæti staðið við hlið þessara stórmenna vegna túlkunar sinnar á því góða. Kvikmyndir svala ævintýraþrá okkar en þær veita okkur um leið ákveðnar upplýs- ingar. Pað er það sem við stefnum að hjá PAUL kvikmyndafyrirtækinu og með myndinni Eternity. Getum við gert þetta? Það vitum við ekki en við leggjum allt undir, ekki bara peninga heldur einnig ómælda orku.“ Kem örugglega til íslands Þið ætlið að ferðast talsvert og kynna myndina. Verður ísland meðal áfanga- staða? „Við komum alveg örugglega til íslands, einfaldlega vegna þess að Árni Samúelsson í Bíóhöllinni hefúr stutt okkur frá upphafi við gerð myndarinnar og hann og fjöl- Jon Voight í myndinni Table for Five. Jon Voight með íslensku vinunum sinum á American Film Market. F.v.: Guðný, eiginkona Árna, Alfreð, sonur þeirra, Elísabet, tvíburasystir hans, Jon, Hanna, eigin- kona Bjamar sonar Áma sem stendur við hlið hennar, Ingvi Þór og Ámi Samúelsson. skylda hans eru góðir vinir okkar. Þau hafa boðið okkur til íslands og við erum stað- ráðin í að koma. Ég hlakka mikið til, bæði vegna þess að ég hef heyrt svo mikið um ísland og mér finnst mjög gaman að ferðast. Auk þess sem mig langar að heim- sækja vini mína á íslandi. Mér finnst ís- lendingar sérstaklega hlýtt og aðlaðandi fólk en eins og við vitum þá hefúr hver þjóð sinn tjáningarstíl þó að innst inni séum við öll eins. Þegar ég hitti fólk ffá þjóðum sem eru mikið í sviðsljósinu, eins og til dæmis firá Bandaríkjunum og Frakk- landi, þá virkar það á mig sem hálfhroka- fúllt. íslendingar eru rólegra fólk og mark- vissara. Þó held ég að íslendingar séu mjög skemmtilegir og að þið komið til dyranna eins og þið eruð klædd. Ég vona satt að segja að skoðun mín breytist ekki þegar ég kem til íslands." Daglega reynir fjöldinn allur af fólki að komast í kvikmyndabransann og margir eiga þann draum heitastan að verða kvik- myndaleikarar. Eru það einungis þeir heppnu sem komast að? „Séu það örlög þín að verða leikari þá er ekkert við því að gera. Að verða leikari, góður leikari, krefet mikillar vinnu og því verður þú að leggja mikið á þig alveg eins og við öll önnur störf sem þú vilt ná árangri í. Ég þurfti að leggja mikið á mig til þess að verða leikari og stór hluti þar af er þolinmæði en hún fýlgir fast á eftir nám- inu. Einnig lærði ég margt af mistökunum sem ég gerði — ég var alltaf að gera mistök. Sem betur fer fékk ég stuðning, eins og fýrr segir. Ef einhver vill virkilega verða leikari og ekkert annað þá segi ég við hann að ef það er þetta sem hann vill þá sé um að gera að reyna. Ég býð fram aðstoð mína og reyni að miðla reynslu minni. Ef þig langar að verða leikari þá verður þú að fara þínar leiðir og móta þinn eigin stíl. Þó svo að þér verði ekki ágengt sem leikari þá hefur þú að minnsta kosti öðlast skilning á því hvers það krefet að verða leikari; það er ekki hlaupið að því frekar en mörgu öðru í lífinu, en mikið er það gaman...“ Það væri leikur einn að tala við Jon Voight langt fram á nótt en allt tekur enda. Þegar blaðamaður stendur upp og kveður eru tilfinningarnar í uppnámi, ekki ósvip- aðar þeim sem maður upplifir þegar mað- ur kemur út úr bíói í glaðasólskin eftir góða bíómynd. Það tekur tíma að átta sig á hlutunum og honum hefur tekist að leiða mann inn í ókunnan heim. Þá er bara að bíða eftir því að Jon Voight komi til íslands... 22. TBL 1989 VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.