Vikan


Vikan - 02.11.1989, Page 30

Vikan - 02.11.1989, Page 30
RÓ5A 5KRIFAR vaeri ekki hægt. Þetta var ann- ars alveg bráðskemmtilegt tímabil þar sem allir gengu bókstaflega inn í hvern annan og lyftu nánast grettistaki á hverjum einasta degi. Þar nældi maður sér í skrápinn sem maður enn þann dag býr að. Og alltaf tókst Maríönnu einhvern veginn í fjandanum að láta dæmið ganga upp sem stjórnandi útsendingar. Nei, fyrst hún var komin í þetta mál, þá var ég til! ... Jú, er þetta ekki eitthvað fyrir mig? Ég kem! Síðar um daginn hélt ég svo upp á Hótel ísland, hafði aldrei komið þangað áður, hafði bara heyrt um hvað allt væri flott þar og aðstaðan góð í alla staði, er byði upp á marga möguleika. Hvað það er skrítið að koma hérna inn, hugsaði ég um leið og ég smeygði mér í gegnum glerhurðina uppi. Eftir að hafa gengið niður í sal og virt íyrir mér sviðið varð ekki aftur snúið! Ég yrði að gjöra svo vel að eyðileggja þessa sýningu. Söngvarar, dansarar og hljóðfæraleikarar, allt fólk á heimsmælikvarða, voru búnir að leggja nótt við nýtan dag undanfarnar vikur ef ekki mán- uði við að slípa alla vankanta af. Blóðugur sviti lá að baki. Guð minn góður! Ég er nú svo- lítið biluð, alltaf kem ég mér í eitthvað svona lagað, sem átti helst að gerast í gær, hugsaði ég- En það varð ekki aftur snúið. Dóra Einars átti að sjá um búningana og ég var alveg handviss um að hún yrði eins og skriðdreki, hún er svo æðis- lega dugleg og rösk, og myndi hreinlega galdra svo sem eins og 70—80 búninga eins og ekk- ert væri á tveimur sólarhring- um án þess að blaka auga. Og ekki var við minni snilld að búast af Grétu Boða förðunar- og hárkollumeistara. Best að stinga sér til sunds inn í verkefhið, hugsaði ég - og hoppaði út í! Við Maríanna vorum ekki al- veg vissar um hvað ég ætti að vera í byrjun. Annaðhvort kokkur með rosaháa kokka- húfu eða bara hreinlega skúr- ingakelling... Jú, það leist mér vel á, greip einhvern slopp og kúst og fötu, sem ég stal inni í eldhúsi, og hreinlega tróð mér inn í persónu sem sennilega samanstendur af ein- um 4—6 persónum sem ég hef séð í gegnum tíðina, allt frá barnæsku. „í lopasokka, gauðrifna, og dúskainniskó!" skipaði Dóra. „Við sleppum rúllurn í þetta skiptið, það er svo ofnotað!" Þetta var nú meiri múndering- in, of lítill og allt of þröngur sloppur... Guð minn góður, ég hlýt að líta út eins og eitt- hvert viðrini, hugsaði ég, og aumingja Gunni Bald, skóla- bróðir minn á teiknistofunni, lendir svo í því að ég nota nafhið hans í byrjunaratriðinu, þar sem ég er sígaulandi á hann ffam í eldhús! Kerlingar- greyið skakklappaðist þetta einhvern veginn í byrjunar- atriðinu. Ég vonaði bara, eins og hver annar bjáni, að enginn kannaðist við mig... Eins og ég gæti eitthvað átt von á því! Kerlingin í gegn með allt sitt hafurtask og beint niður í bún- ingsherbergi! Þá var að rífa sig úr skúr- ingagallanum og demba sér í regnkápuna, stóru stígvélin og setja á sig sjóhattinn. Ahh! Gott að geta falið sig svolítið á bak við hattinn, það er alltaf einhver bölvuð feimni í mér... og nú voru góð ráð dýr! Hvað í ósköpunum átti ég að segja? Eitthvað varð ég að blaðra um rigningu, rok og veðrarassinn hér sunnanlands — og ég sá í einu hendingskasti að þar lægi veðurstofustjórinn nýi, Páll Bergþórsson, vel við höggi. Best að halda sig við íslenska staðhætti svo fólk skildi teng- inguna eins og skot, það var enginn tími til annars ... ég bara varð að tuskast eitthvað í Veðurstofunni, það var eitt- hvað svo myndrænt! Fyrirgefðu, Páll minn, hvað ég djöflast alltaf í þér á hverri einustu sýningu. Það er bara svo ofboðslega gaman að ímynda sér þig í skærrauðum silkijakkafötum með tjull um hálsinn - eins og þú ert mikill smekkmaður! Þá var að slíta sig úr plast- gallanum niðri í kjallara og bregða sér í lillaða 38 þúsund króna „a la Hollywood" kjól- inn frá Báru og þá var ekkert sem hét, maður var orðinn einhver rosagedda með sem- ilíusteinana alveg á fúllu og eldrauðar neglur. Ég veit ekki hvernig á því stendur en einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að mjaðmirnar á mér nái veggj- anna á milli þegar ég er í þess- um kjól, það hlýtur að vera sniðið sem orsakar þetta! Þetta var óperuatriðið ... Best að þvæla eitthvað um Kattavinafélagið og kattaæðið og Purina kattamat og svoleið- is — og tengja svo að lokum yfir í Kattadúettinn sem þær stöllur Guðrún Á. Símonar og Þuríður Páls gerðu alveg ódauðlegan hér um árið ... Jú, það myndi tengjast ágætlega yfir í Cats, vonaði ég. Og þá var röðin komin að hippanum. Best að vera með dökka hárkollu, sagði Gréta og skellti einni ábúðarmikilli á hausinn á mér. Þar næst henti ég yfir mig mussunni og greip í leiðinni gítarinn. Það gæti virkað svolítið fýndið og vina- lega... ég yrði þá alla vega ekki nokkra stund að henda af mér mussunni aftur fyrir næsta atriði þar sem glamúr-pían átti að mæta aftur á sviðið og rabba um skák. Varð maður bara ekki að fara aftur í tímann og rifja upp Friðrik Ólafs, Bent Larsen og allt það, þvæla eitt- hvað um íslensku skákstrák- ana, fólk skildi_það. En ég yrði að bæta einhvérri vitleysu við til aó brjóta þetta upp, svo- leiðis að best væri að koma með einhvern heimasmíðaðan brandara um Ceres, jafhvel 124 sem æki á 60 km hraða upp eftir miðju skákborði og kæmi við í sjoppu á Laugaveg- inum til að kaupa sér kók og prins póló og allt það. Segja einhverja bölvaða vitleysu sem myndi létta glamúrinn svolítið, þetta mátti ekki verða of væmið. Ég flýtti mér niður í kjallara til að skipta fýrir næsta atriði, því það var komið að nætur- klúbbaatriðinu svokallaða. Ég smeygði mér í rauða undir- kjólinn og Gréta tróð á mig Dolly Parton hárkollunni. Ég kyngdi. Svona, áfram með smérið! hugsaði ég, nú var bara um að gera að ímynda sér að maður væri orðinn einhver rosa gedda, annaðhvort í Soho eða Herbestrasse... og geri svo bara grín að sjálfri mér í leiðinni með rósabaði og allt það ... Ég vonaði bara að kall- arnir ffammi í salnum færu ekki einhvern andskotann að fíflast... þó það sæist nú svo sem ekkert rosalega mikið í bert hörund, bara þeir ímynd- uðu sér nú ekki að maður væri einhver rosa tuðra! Úff...! Síðan var það glitkápan í næsta atriði, þar sem blóma- ræktin var tekin fyrir, út af Litlu hryllingsbúðinni, og ein- hvern veginn fannst mér alveg tilvalið að fíflast svolítið í Haf- steini Hafliða, hann lá ein- hvern veginn svo vel við höggi... Hafsteinn á örugg- lega eftir að lemja mig næst þegar hann sér mig... Og nú var röðin komin að korselett- inu sem ég kveið alveg hrylli- lega fýrir. Af hverju var ekki hægt að láta mig vera í einhverju öðru? Jesús minn! Hvað ætli fólk haldi eiginlega? Ég kyngdi og sagði við sjálfa mig: „Áfram!" Það var engin miskunn og ég varð að gjöra svo vel að koma eins og hvæsandi læða inn á sviðið og þar ofan á allt saman að hanga utan í ljósastaur eins og ég ætti þar heima! Guð hvað ég var fegin að komast niður í rauða kjólinn fyrir Grease-atriðið og rifja upp rokktímabilið, þegar Sæmi rokk djöflaði Diddu eins og ekkert væri í gegnum kl.... Og nú var komið að loka- atriðinu og ég brá mér í gervi skúringakerlingarinnar, vin- konu minnar, sem mér þykir þegar allt kemur til alls einna vænst um af þessum gervum. Já, þannig er nú það, en ... það tókstl Okkur tókst öllum að koma sýningunni heilli í höfh. Það gæti ekki nokkur þjóð gert svona brjálæði nema íslend- ingar, þeir eru snillingar! □ ■ Við Maríanna vorum ekki alveg vissar um hvað ég ætti að vera í byrjun. Annaðhvort kokkur með rosaháa kokkahúfi eða bara hreinlega skúringakelling ... ■ Og þá var röðin komin að hippanum. Best að vera með dökka hárkollu, sagði Gréta og skellti einni ábúðarmikilli á hausinn á mér. 30 VIKAN 22. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.