Vikan


Vikan - 02.11.1989, Síða 32

Vikan - 02.11.1989, Síða 32
ÞÝÐING OG LJÓSMYNDIR: ÞÓRDlS ÁGÚSTSDÓTTIR Hefur þú áhuga á að fá að vita hvort þú ert kvenleg kona? Ef svo er skaltu taka þátt í eftirfarandi leik sem saminn var af Pierre Rouchaléou. ERT ÞU KVENLEG? Hleypidómar þínir Ef athugað er hvernig þú dæmir karlmenn er hægt að gera sér betur grein fyrir því á hvem hátt þú skynjar sjálfa þig sem kynveru. Hér á eftir fara flmm staðhæfingar sem þú metur og merkir ef þú getur og vilt og þá annaðhvort með R (rétt) eða V (rangt). □ R □ V Karlmenn kunna ekki að tala um ást. □ R □ V Karlmenn eru í eðli sínu hneigðir að framhjáhaldi. □ R □ V Hjarta karlmanns er viðkvæmara en hjarta konu. □ R □ V Karlmenn eru fúllvissir um að konur séu lítils megnugar. □ R □ V Karlmenn hræðast kvenlega fegurð. Stigafjöldi: Efþú hefur tekið afstöðu til meirihluta þessara staðhœfinga bendir það til að þú sért nokkuð lífsreynd og vör um þig. Reiknaðu þér 5 stig fyrir hverja staðhcefingu sem þú merktir við, hvemig svo sem þú merktir. Heiti sem ekki blekkja neinn Þú hefur 30 sekúndur til að skrifa niður öll þau heiti sem þér finnst tengjast orðinu karlmaður, eins og til dæmis: gæi, maki, ást... Stigafjöldi: Teldu 5 stig fyrir hvert fundið orð en hins vegar missir þú 15 stig fyrir hvert það orð sem vinkona þín hefur hvíslað að þér. Hvað finnst þér? Svaraðu eftirfarandi spurningum án þess að hugsa þig of mikið um, breyttu aldrei svari eða svörum eftir á og athugaðu ekki aftur þær spurningar sem þú hefúr þegar afgreitt. Mundirðu ákvarða sjálfa þig sem: a. Homo Sapiens. b. Manneskju. c. Konu. Hvernig finnst þér mjólkin best? a. Beint úr kúnni. b. Gerilsneydd. c. Vatnsbætt, það er að segja léttmjólk. Ef þú kæmist að því eða hefúr þegar komist að raun um að margir hafa sama smekk og þú, dregur þú þá ályktun að... a. Nú sé kominn tími til að breyta um smekk. b. Þú hafir komið af stað nýrri tískubylgju. c. „Allir hinir" séu það leiðinlegasta af öllu sem til er. Hvaða lögun er að þínu mati kvenlegust? a. Hringlag. b. Þríhyrningslag. c. Egglag. Besti og eftirminnilegasti áratugur þessarar aldar var að þínu mati: a. Þriðji áratugurinn. b. Fimmti áratugurinn. c. Áttundi áratugurinn. Stigafjöldi: Þú færð 10 stig Jyrir hvert c svar. Tilvifnanir til umhugsunar Lesið vel og vandlega eftirfarandi málsgreinar og krossið við þær sem ykkur finnst mjög ögrandi — þegar karlmaður segir þær. 1. Mörg og mismunandi ástarævintýri í tuttugu ár leggja konu í rúst en tuttugu ára hjónaband gerir hana að því sem er enn verra; opinberu minnismerki. Oscar Wilde 2. Lóðréttar fyrirfinnast þær í öllum stéttum en samhliða aldrei nokkurn tímann. Mþhonse Allais 32 VIKAN 22, TBL1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.