Vikan - 02.11.1989, Page 33
PERSOHULEIKAPROF
3. Þeir eru allir jafhæstir í að
komast inn þar sem þeir
komu út. James Joyce
4. Karlmenn eiga vini, konur
eiga sér aðeins samsektar-
menn. Piron
5. Ástin er endalaus og
stendur til boða hvaða
hundi sem er. L F. Céline.
Stigafjöldi: Pú fœrð 20 stig
fyrir hvem kross en efþér
hefur fundist tilvitnun nr. 2
vera í ósamrœmi við hinar og
ekki koma flatar- og
rúmmálsfrœði neitt við heldur
fcerðu 20 stig í viðbót fyrir að
vera aðgœtinn lesandi.
Fatnaður
Paraðu þau föt sem þér finnst
passa best saman, til dæmis
5-a, 3-d og svo framvegis.
1. Langerma skyrta hneppt
upp í háls, í breskum
menntaskólastíl.
2. Rauðir strigaskór.
3. Jakki frá Chanel.
4. Brúngulur minkaskinns-
trefill.
5. Samfestingur með löngum
ermum.
a. Svartar leðurbuxur.
b. Hálsklútur frá Hermés.
c. Snjáðar gallabuxur.
d. Netsokkar með sokkabönd-
um.
e. Gerviaugnhár.
Stigafjöldi: Þú fœrð 10 stig
fyrir eftirfarandi pör: 5-2, 2-d,
2-c og 1-d. Efþú hefur ekkert
af þessum pörum verður þú
að draga frá 25 stig.
Stund sannleikans
er runnin upp
Við óskum þér til hamingju
með að hafa haft hugrekki til
að svara fyrstu fimm hlutum
spurningaprófs þessa en nú
færist alvara í leikinn og þú
verður að ljúka því sem eftir
er með hraða og öryggi.
Þegar tilkynnt var opinberlega
um brúðkaup Söru prinsessu
og Andrews Bretaprins árið
1986 brástu við á þann hátt
að þú:
a. Fylltist viðbjóði.
b. Þér gramdist.
c. Samgladdist.
Hvern af þremur eftirfarandi
sjónvarpsmönnum líkar þér
hvað best við?
a. Pál Magnússon.
b. Helga Pétursson.
c. Sigmund Erni.
Hér á eftir fer sönn saga:
Japanskur háskólastúdent
drap hollenska vinkonu sína í
íbúð sinni í París vegna þess
hve óumræðilega heitt hann
elskaði hana. Hann skar
líkama hennar í búta, pakkaði
þeim í álpappír og setti í
firystinn. Á næstu vikum át
hann svo kjötbitana smám
saman. Viðbrögð þín við
þessari sögu eru þau að þú:
a. Verður fokvond, sagan
gengur fram af þér.
b. Ert aískiptalaus, þér
stendur á sama um sögur
sem þessar.
c. Ert mjög hissa, trúir varla
að sagan sé sönn.
Ef þú myndir vinna einnar
viku ferð til ffamandi lands og
fengir ffægt par sem
leiðsögumenn, myndir þú
velja:
a. Tinnu Gunnlaugsdóttur og
Egil Ólafsson.
b. Ragnhildi Gísladóttur og
Jakob Magnússon í Strax.
c. Bryndísi Schram og Jón
Baldvin Hannibalsson.
Þegar þú vilt ná í leigubíl
leitarðu að honum:
a. Sitjandi eða standandi við
vegkantinn.
b. Með því að fara á
leigubílastöðina.
c. Standandi úti á miðri götu.
Stigaf jöldi: Þú færð 5 stig
fyrir öll c svör.
Hin hulda merking
Nú erum við komin að síðasta
hluta þessa kvenleika-prófc og
aðeins þær konur sem eru
mjög samviskusamar eða
mjög kvíðnar ættu að hætta á
þessu úrslitastigi leiksins.
Þegar þú varst barn trúðir
þú á:
a. Guð.
b. Jólasveininn.
c. Álfa og huldufólk.
Nýlegt ffáfall hverrar af
eftirfarandi persónum hefur
haft hvað mest áhrif á þig:
a. Rock Hudson.
b. Sir Laurence Olivier.
c. Lee Marvin.
Oft elska litlir strákar móður
sína mjög mikið og aðalástæð-
an fyrir því er oftast sú að:
a. Móðirin er falleg og góð.
b. Móðirin hugsar vel um
strákinn sinn.
c. Samband þeirra er mjög
æsandi.
Þegar þú varst lítil telpa
elskaðir þú föður þinn mjög
mikið vegna þess að:
a. Hann var fallegur og góður.
b. Hann hugsaði vel um þig.
c. Það var mjög æsandi.
Hvað er það allra fyrsta sem
kemur upp í huga þinn þegar
þú heyrir orðið megrun?
a. Undanrenna.
b. Léttmjólk.
c. Létt og laggott.
Hvaða hjúskaparímynd hefúr
haft mest áhrif á þig þegar þú
horfir á kvikmyndir?
a. Vivian Leigh og Marlon
Brando í kvikmyndinni A
Car named Desirre.
b. Jean Gabin og Simone
Signoret í myndinni Le
Chat eða Kötturinn.
c. Anna Magnani í kvikmynd-
inni Mama Roma.
Stigafjöldi: Hafirþú átt
mjög auðvelt með að merkja
við svarið fcerðu 20 stig fyrir
c svör. Ef þú þurftir að hugsa
þig mjög mikið um fœrðu
aðeins 5 stig Jyrir c svör.
22. TBL 1989 VIKAN 33