Vikan - 02.11.1989, Side 40
5MA5AC5A
hafði keypt hjá Tiffany í febrúar í brúð-
kaupsaímælisgjöf frá herra McElroy. Hún
nefndi þetta við mann sinn er hann kom
heim frá vinnu um kvöldið.
„Ertu viss?“ spurði hann.
„Auðvitað er ég viss. Ég gáði og minn er
horfinn."
,Jesús Pétur,“ sagði McElroy.
Þegar Paul og Virginía komu heim eftir
að hafa skoðað þjóðminjasafhið biðu
McElroy-hjónin þar til Virginía var farin til
herbergis síns og ræddu málið síðan við
Paul. „Ég er hræddur um að þetta sé eitt af
einkennunum," sagði Paul. „Krakkarnir í
skólanum tóku þessu bara vel en gallinn er
sá að mamma hennar verður svo hræði-
lega vond og það gerir málið bara hundrað
prósent erfiðara."
„Hvílík synd,“ sagði frú McElroy. ,Jæja,
nú vitum við hvernig málið stendur og þú
ættir kannski að stinga upp á því að hún
skili þessu."
„Ohh, skiljið þið ekki nokkurn skapaðan
hlut?“ sagði Paul alvarlega. „Það væri hér
um bil það versta sem hægt væri að gera.“
„Elsku Paul minn, það er mjög leiðinlegt
en..
„Sko, látið mig bara um þetta, getið þið
það ekki?“ sagði Paul. „Við Virginía erum
að vinna að lausn á vandamálinu."
Hjónin ákváðu að láta Paul um þetta.
Hann virtist hvort sem er vita heil ósköp
um vandamál Virginíu og þau áttu hvort
sem er miða á hljómleika The Supremes í
Carnegie Hall um kvöldið. Tveir dagar
liðu. Paul sagði að Virginía væri á örum
batavegi, en nælan og prjónninn héldu
kyrru fyrir í snyrtiborðsskúffu hennar.
Þriðja daginn bættist demantur frúarinnar
í hópinn. Nú var frú McElroy nóg boðið.
Hún bað bónda sinn að eiga tal við Virgin-
íu áður en Paul kæmi heim úr útilegu með
skátum um kvöldið. Virginía veinaði. Þeg-
ar frúin kíkti inn til að gá hvað væri að stóð
Virginía á rúminu kviknakin og æpti sem
mest hún mátti. Herra McElroy var mjög
fölur. Til allrar hamingju kom Paul nú
heim. „Hananú, þar tókst ykkur það,“ sagði
Paul. Hann sendi hjónin út en Virginía lét
ekki af hljóðunum. Stuttu síðar opnaði
Paul dyrnar og kallaði á frú McElroy. „Við
verðum að gefa henni að éta,“ æpti hann í
gegnum óhljóðin í Virginíu. „Eitthvað
sætt, ábætisrétt eða þess háttar. Það er
eina leiðin. Frúin kinkaði kolli og gekk út
í eldhúsið. Hún fann hálfa súkkulaðitertu
og svolítið af kaffiís í ísskápnum. Þegar
hún kom með þetta tók Paul við því og
lokaði dyrunum. Smátt og smátt sljákkuðu
óhljóðin í Virginíu og um tvöleytið um
nóttina var allt kyrrt í íbúðinni.
Málinu var samt ekki lokið. Paul sagði
að þetta atvik hefði eyðilagt allt sitt fyrra
verk í vandamálum Virginíu og hann yrði
að byrja á byrjuninni aftur. Virginía hélt
kyrru fyrir í herbergi sínu og át sætindi.
Hvenær sem hún kom auga á herra McEl-
roy rak hún upp ramakvein. Frú McElroy
pantaði miklar birgðir af rjómaís, tertum
og sætabrauði til að hafa við höndina en
Virginía fór ffam úr um miðjar nætur, át
þetta allt og hirti varla um að taka umbúð-
irnar utan af. Eftir þetta varð frú McElroy
að panta nýjar birgðir dag hvern. Meðan
Virginía var með eitthvað gómsætt í gúlan-
um æpti hún ekki að ffúnni og lagði niður
allt hnupl. Herra McElroy vildi ólmur
senda Virginíu heim en Paul sagði að það
kæmi ekki til mála. Virginía stóð á því fast-
ar en fótunum að herra McElroy hefði
einu sinni reynt að nauðga sér, sagði Paul,
og það væri ómögulegt að vita hvað myndi
ske ef hún yfirgæfi þau í þessu hugar-
ástandi. Vinum McElroy-hjónanna fannst
þetta allt saman mjög sniðugt. Sumir fóru
að koma með dýra búðinga og tertur til
Virginíu þegar þeir komu í partí og þetta
gladdi Virginíu takmarkalaust. Hún gat
varla beðið eftir því að vita hvað þeir
mundu koma með næst. Paul sagði að þeir
væru að eyðileggja allt sitt verk. Hann var
mjög niðurdreginn því umsókn hans til
þriggja háskóla um inntöku hafði verið
hafhað.
Nú fóru McElroy-hjónin í sumarleyfis-
ferð og Paul fór á þing Siðvæðingarhreyf-
ingarinnar norður í land. Virginía hélt
kyrru fýrir í íbúðinni. Frú McElroy hafði
reynt mjög að fá hana til að fara heim. Hún
/ ELSKA Fuíifl EÍ6.M- Aí>T HítA ffBifiuR Rómi). 50 VÍÐuK- £i C> AJ STÍ U (x 'í\ FdL Ti s'<\ 11. UftA Si/fKA
53flffí 1 /V Kl/EAJ- AJftFfiJ
,/ FðLOÍ /=U0TTA- EF/J* BoRÐfliJÐi' Z OEltí ’/l'at 3 EirJS
S'(\ Xb. J ESPi ^ 3 l'/Ti'L
/Vi’AL HoP f \)F ift' (jfl Fa/ iTTi
/ I KARL- FU6.LA PRi K. &REF- uK. Ti/Vft SftMft/d piLTS 'il’AT Ei'MKST TtiiVS 1 / \/ ' > R
Sk'ðLi VEKSLft bfýOPfl II t > V ' /z > ./
(5 06. i ð'i wfl- Mf0 /3 > R ,/ FílÐfí ToaIaJ , / > , /
/ ffO-Ð - IS- V 1/i'ÐiÐ /c /0
tlrí.EiSL- H-iXÍ lo * > A/'flMU TíTiLL PAESTJ N >
f\mfl MEÐ ró'LU þu OTT KE'á/L i > 9 >
/ Z 3 y fe ? 9 /3 n /i /3 /y /r
38 VIKAN 22. TBL1989
Lausnarorð 1-12 í síðustu gátu: KÓSAKKAPERLA