Vikan - 02.11.1989, Side 41
5MA5AC5A
hafði jafnvel reynt að hringja til móður
hennar en sú góða kona, sem var iráskilin
kvenréttindakona, var á ráðstefnu um
getnaðarvarnir í öðrum bæ og svarþjón-
ustan sagðist ekki vita hvenær hennar væri
von aftur. Virginía hélt fast við þá fullyrð-
ingu að herra McElroy hefði reynt að
nauðga sér og eins og Paul benti á gerði
þetta málin svolítið flóknari.
Virginía át stöðugt allt sumarið. Þegar
hjónin komu í bæinn aftur eftir verslunar-
mannahelgina var hún að nálgast 150 kíló
og komst varla úr bælinu. Frú McElroy
sagði: „Virginía, þú verður að hætta.“ Virg-
inía sendi frá sér sérstaklega skerandi
skaðræðisvein. Herra McElroy hljóp út í
bakarí og kom heim með dúsín af mokka-
kökum. Það virtist vera það eina sem hægt
væri að gera.
Paul kom heim í tvo daga í september.
Hann hafði ákveðið að ganga í friðarsveit-
irnar í stað þess að fara í háskóla. Hann var
á leið til æflngabúða úti á landi og vonaðist
síðan til að komast á stað í Suður-Ameríku,
þar sem púl og erflðleikar biðu.
Síðustu nóttina hans heima lét ffú McEl-
roy hann hafa það óþvegið.
„Fjandinn hirði það,“ sagðí hún, „þú
komst með hana hingað og þú verður að
losa okkur við hana.“
„Það kemur þér sennilega mjög á óvart
að frétta,“ sagði Paul, „að í heiminum bíða
mín mörg mikilvægari verkefni en að
hugsa um persónuleg vandamál þín.“
„Mín vandamál! Nei, heyrðu nú, þú há-
fleygi skýjaglópur...“
„Svona viðræður eru tilgangslausar,"
sagði Paul. „Það er engin furða þó heimur-
inn sé á heljarþröm. Hvenær ætlið þið að
hætta þessum barnaskap?" Hann hvarf til
herbergis síns. Hjónin fóru á Bítlamynd og
höfðu jafhvel meira gaman af en síðast.
Með tímanum vöndust McElroy-hjónin
Virginíu nokkurn veginn. Fyrir hvert partí
drösluðu þau henni upp í sófa þar sem
hún gat tekið við sykruðum gjöfúm gest-
anna og horft á dansinn en hún var nú orð-
in of belgvíð til að geta tekið þátt í honum.
Hún leit vel út í sófanum, í tjaldi líkustum
kjól sem hún gekk nú í hverja stund,
sporðrenndi ábætisréttum og brosti sínu
átakanlegasta brosi. Atómskáldið Warhol
gerði kvikmynd um Virginíu þar sem hún
sat í sófanum og svalg sítrónubúðinga.
Hann notaði sömu nærmyndatökuna aftur
og aftur í þrjá og hálfan tíma. Fólk komst
líka að raun um skyggni hennar. Auk þess
að lesa í lófa var hún forvitri og gat sagt
fyrir um hvað fólk mundi gera nokkru
síðar. Og sjá, nokkru síðar stóð fólk sig að
því að vera einmitt að gera það. Einu sinni
sagði hún dr. Strauss-Huppe, sem bjó á
neðri hæðinni, að hann myndi samrekkja
frú McElroy. Herra McElroy drakk heil
ósköp þessa nótt og vissi aldrei hvort spá-
in rættist en engu að síður stóð honum
ekki á sama.
Brátt fór Virginía að fá gesti, jafnvel þó
McElroy-hjónin væru alls ekki að halda
partí. Fjöldi þeirra óx og óx. Þeir komu
hvenær sólarhringsins sem var, dag eða
Virginía át stöðugt
allt sumarið.
Þegar hjónin komu
í bæinn aftur eftir
verslunarmanna-
helgina var hún að
nálgast 150 kíló
og komst varla úr
bælinu.
nótt, og komu alltaf með eitthvað gott
handa Virginíu að borða. Virginía naut
þessa nýja lífe. Hún æpti sjaldan nú orðið
og ef svo bar við var það venjulega bara í
gamni. En McElroy-hjónin þreyttust æ
meir á þessu nýja lífi Virginíu því þau
þurftu að hugsa um hana, koma henni í
rúmið og úr, klæða hana og hátta og svo
framvegis því engin vinnukona fékkst
lengur til að vinna í húsinu, ekki einu sinni
nein ræstingarkona. Það rann upp fyrir
þeim að allur þeirra tími fór í að hugsa um
Virginíu. Einn og einn morgun komst
herra McElroy ekki einu sinni í vinnuna.
Þau skruppu varla á Bítlamyndir nú orðið
né í partí hjá öðrum og rennilegi græni
jagúarinn stóð svo til óhreyfður í
skúrnum. Þau hlustuðu ekki einu sinni á
Rollingana í útvarpinu. Virginía hafði
ákveðið að þeir væru gamaldags.
Eina nóttina, þegar búið var að hátta
Virginíu, sám hjónin lengi saman á tali.
„Þetta getur ekki gengið svona,“ sagði frú
McElroy. Þau ákváðu að strjúka strax um
nóttina. Hvort um sig setti niður í tösku og
þau læddust á tánum út úr íbúðinni og
þrýstu á lyftuhnappinn. Rétt í því að þau
gengu inn í lyftuna byrjaði Virginía að
veina. Til allrar hamingju var enginn lyftu-
vörður. Frú McElroy ýtti á neðstuhæðar-
hnappinn og niður fóru þau og heyrðu
ópin í Virginíu dvína smám saman.
Dyravörðurinn náði í leigubíl og þau
létu hann aka sér út á flugvöll. Hann vildi
fara til Flórída á baðströnd en hún vildi
fara til Bahamaeyja. Þau ákváðu að fara til
Flórída og svo til Bahamaeyja. Það var ein-
mitt miðnæturflug til Miami. McElroy
keypti miðana og þau voru að stíga um
borð þegar lögreglan kom. „Herra Philip
McElroy, ég er hræddur um að yðar sé
þarfhast heima. Það er dóttir yðar.“
„Hún er ekki dóttir... Ó, drottinn minn
dýri,“ sagði McElroy. Hann hugsaði um að
reyna spretthlaúp en sá að það var þýðing-
arlaust.
Þau fóru inn til bæjarins aftur í lögreglu-
bílnum. „Þegar fólk er svona á sig komið,"
sagði lögregluþjónninn fúllur vandlæting-
ar, „þá er ekki hægt að stinga af og skilja
það eftir. Það var eins gott að þessi læknir
náði í okkur í tæka tíð.“ Lögregluþjónamir
fylgdu þeim upp í lyftunni. Dr. Strauss-
Huppe á hæðinni fýrir neðan beið í íbúð-
inni. Hann hafði gefið Virginíu róandi lyf
og tertubita og hún svaf sætt í þeirra eigin
rúmi. Hjónin þökkuðu löggunni og
Strauss-Huppe og fýlgdu þeim til dyra.
Frú McElroy vantaði eitthvað róandi.
Hún bjóst við að dr. Strauss-Huppe ætti
eitthvað slíkt og til að spara honum aðra
ferð læddist hún niður í íbúðina hans.
McElroy stóð í forstofunni og hugsaði um
hvað hann ætti að gera þegar hann heyrði
hávaða nokkurn úr sínu fyrrverandi svefh-
herbergi. Það var Virginía að bylta sér í
fyrrverandi rúminu hans. Hann læddist að
dyrunum og kíkti inn.
„Á morgun," kallaði Virginía syfjulega,
„fáið þið að heyra hvernig hægt er að
æpa.“ □
22. TBL 1989 VIKAN 39