Vikan


Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 42

Vikan - 02.11.1989, Blaðsíða 42
5TJÖRMUMERKI Athafnir, fram- kvæmdaorka, kynorka, þrár, arátta, kraftur, jálfsbjargarhvöt. íNeikvæðar hliðar: Eigingirni, deilu- og árásargirni, grófleiki, rudda- skapur. PLÚTÓ Ínim Völd, stjórnun, dauði, endur- sköpun, dýpt, einbeiting, rann- sóknir, sálfræði. Neikvæðar hliðar: Öfgar, frekja, sjálfseyðilegging, niðurrif, bæling, lokun. ÓSVEIGJANLEGIR í STÍL OG FRAMKOMU ÞÓRDÍS BACHMANN TÓK SAMAN Sporðdrekinn er átt- unda stjörnumerkið; stöðugt vatn. Þeir sem fæddir eru í þessu merki eru fastir fyrir og ósveigjanlegir í stíl og viðhorf- um. Vatnið gerir þá tilfinninga- næma; þeir kynnast þrám, öf- und og hefhd. Þeir vilja vera hreinskilnir og eru lítið fyrir yfirborðsmennsku. Vatns- merkin þrjú, krabbi, sporð- dreki og fiskur, eru innhverf og því dul og varkár. Næmleiki þeirra veldur því einnig að þau eru oft á varðbergi gagnvart umheiminum. Þetta þýðir í raun að sporðdrekinn getur verið dulur og lokaður gagn- vart ókunnugum eða þeim sem skilja hann ekki en að öðru leyti kjarnyrtur og opin- skár. Vatnsmerkin eru oft þung í skapi og mislynd en enginn er jafh næmur og skilningsríkur og þau ef því er að skipta. Vatn er eftirgefanlegt en ber um leið í sér mikinn kraft. Vatns- merkin búa því yfir mikilli seiglu. En þegar steini er kast- að í vatn gárast það. Einn af veikleikjum vatnsmerkjanna er einmitt sá að þau eru of gjörn á að láta áhrif frá um- hverfinu koma sér úr jafhvægi og fyrir vikið ríkir með þeim stöðug ólga og tilfinninga- stormar. Allir sporðdrekar eru kynþokkafullir Allir sporðdrekar eru kyn- þokkafullir, það veit hvert mannsbarn. í rauninni er þetta hið eina sem nokkurn tíma er sagt um sporðdrekana. Er þetta staðreynd? Og ef svo er, hvers vegna? Svarið er já, vegna Mars, en þar með er ekki öll sagan sögð. Orka sporðdrekans er aðal- lega tilfinningaorka (vegna vatnsins) sem beint er per- sónulega og líkamlega (vegna þess að Mars stjórnar fíkaman- um) og þess vegna túlka hin ellefu merkin hana sem einu öflugu líkamlegu/tilfinninga- Frh. á næstu opnu BIRGITTA HEIDE UM PÉTUR EINARSSON LEIKARA: „Kom með rósir ó hverjum degi“ Hrútskonan Birgitta Heide ballettdansari er sambýliskona sporðdrekans Péturs Einars- sonar leikara. Pétur er fæddur ■ 31. október 1940. Hrúti og sporðdreka er báðum stjórnað af hinni herskáu plánetu Mars og það er því engin ástæða fyr- ir Birgittu að óttast að hún kaffæri Pétur með Marsork- unni — hann ætti að vera alveg jafn sterkur og hún. Við spyrj- um Birgittu hvort hún kannist við nokkrar dæmigerðar lynd- iseinkunnir sporðdrekans í fari Péturs. Ástríðufullur áhugi á öllu milli himins og jarðar: Pétur stjórnast af alveg ótrúlegri forvitni um allt og hefúr mikla þekkingarþörf. Ég segi stund- 40 VIKAN 22. TBL 1989 um að hann sé gullnáma af ónauðsynlegum upplýsingum. Öfgakenndar tilfinningar, hann elskar eða hatar: Þetta á ekki við um Pétur en ég held líka að hann hafi unnið að því að jafha tilfinningarnar út og hugsanlega sá hann hlutina meira svarta og hvíta þegar hann var yngri. Hann á þó til að halda tveggja tíma ræður um skoðanir sínar. Mér finnst Pétur mikill 'hugsjónamaður og skoðanir hans eru mjög ákveðnar. Hann hefur ekki hugsað um annað en rómantík síðan hann lagði þríhjólið á hilluna: Pétur er afar rómantískur. í upphafi tilhugalífsins kom hann með Frh. á næstu opnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.