Vikan - 02.11.1989, Side 45
5TJÖRHUMERKI
fyrstu sýn að þarna er lifandi
kominn hennar tilvonandi
maki. Það er hið dularfulla
sjötta skilningarvit sem sendir
henni þessi boð og hún sendir
þau samstundis frá sér. Annað-
hvort töfrar hún menn alger-
lega og þá svimar af undirgefhi
eða hún hræðir úr þeim líftór-
una og þá langar mest til að
kalla á hjálp. Þeir ættu þó að
vera þakklátir fyrir að hún álíti
þá augnatillitsins virði. Kona í
sporðdrekamerkinu sækist eft-
ir ffamsækni og hugrekki og
getur ekki fyrirgefið veikleika í
eðli karlmanns. Allir nærstadd-
ir munu vera vissir um að við-
komandi maður sé í algerum
sérflokki.
Hún lendir oft í vafasömum
ævintýrum í tilraunum sínum
til að grandskoða lífið og til-
veruna og þar sem hún kann
ekki að hræðast getur hún
vissulega orðið vitni að ýmsu
undarlegu. Dæmigerð sporð-
drekakona mun haldast sterk
og óflekkuð þrátt fyrir þær
uppgötvanir sem hún gerir á
lífsleiðinni. Tákn Plútós er
hinn sigri hrósandi fugl Fönix
sem rís upp úr sínum eigin
brunnu líkamsleifum og henn-
ar eigin sterki persónuleiki
mun sjá til þess að hún rís upp
úr ösku tilrauna sinna.
Sé gert á hlut hennar gleym-
ist henni það seint. Hún ætti
að forðast hefnigirni og muna
að sé gert á hennar hlut er það
skapgerðarbrestur viðkom-
andi en ekki hennar. Sporð-
drekakonan er líklega sú kon-
an í dýrahringnum sem er
sjálffi sér nægust, viljasterkust
og sjálfsöruggust en þegar hún
verður of þrjósk vegnar henni
illa. Stundum berst hún áffam
af árásargirninni einni saman
og því meiri vitleysu sem hún
segir þess ákveðnari verður
hún í að berjast til sigurs. Þeg-
ar hún er ákveðin í þvi að
komast til botns í einhverju
eða vill hefhd getur hún verið
hreinasta andstyggð. Hún get-
ur rifið fólk á hol og guð hjálpi
þeim sem þá verða á vegi
hennar.
í kynlífinu sýnir hún á sér
tvær hliðar. Annars vegar and-
lit frábærrar og kröfúharðrar
ástkonu, hins vegar andlit kyn-
lausrar meinlætakonu. Hún
bregður báðum grímum upp
oftar en einu sinni á æviferlin-
um. Kynlíf er henni meiri
orkugjafi en nokkuð annað en
ást og kynlíf er kannski tvennt
ólíkt fyrir henni.
Hún er ákaflynd kona og
reiði er henni hættuleg ef hún
fyllist sektarkennd við að láta
hana í ljós. Vegna þess að hún
býr yfir eldfjalli hið innra get-
ur hún hvorki hamið ást sína
né reiði fremur en við getum
skipað tunglinu að hætta að
hafa áhrif á sjávarföll. Hið sér-
staka verkefhi sporðdrekakon-
unnar er að sigrast á misbeit-
ingu valds og ná því stigi að
nota vald sitt í þágu ástarinnar,
hins sanna heilunarafls.
Hugsanlega kemur að því að
sporðdrekinn hafi svo mikla
stjórn á hlutunum að hann
hætti að gera ráð fyrir því að
nokkuð geti farið úrskeiðis. Þá
Eiður Guðnason
Guðmundur G. Þórarinsson
Hjörleifur Guttormsson
Ingi Bjöm Albertsson
Pálmi Jónsson
Stefán Valgeirsson
Þorsteinn Pálsson
Einar Öm Benediktsson
Edda Þórarinsdóttir
Flosi Ólafsson
Guðjón Pedersen
Guðrún Ásmundsdóttir
Jón Sigurbjömsson
Karl Ágúst Úlfsson
Maríanna Friðjónsdóttir
veit hann að hann getur ráðið
við hvað sem er og að hann er
nægilega ffóður um svo að
segja allt til að hann geti gefið
öðrum heilræði og hjálp án
þess að þurfa að hafa áhyggjur
af sjálfum sér. Þegar hann hef-
ur áunnið sér þetta stig sjálfe-
trausts er hann í raun farinn úr
sporðdrekanum og orðinn að
bogmanni, næsta merki í
hringnum.
Heimildir:
Stjömumerkin og áhrif þeirra
Stjömumerkin og kynlífið
Scorpio eftir Bernard Fitzwalter
Pétur Einarsson
Valdís Gunnarsdóttir
Þómnn M. Magnúsdóttir
Richard Burton
Marie Curie
Dostoyevski
Goebbels
Mata Hari
Katherine Hepburn
Robert Kennedy
Martin Luther
Jawaharlal Nehru
Pablo Picasso
Theodore Roosevelt
Kurt Vonnegut
ÞEKKT FÓLK f
SPORÐDREKANUM
Hrúturinn
21. mars - 19. apríl
Þú verður að leysa pen-
ingamál þín fljótt, annars áttu á
hættu að verða ófær um að
mæta óvæntum kostnaði. Gerðu
þér ekki of háar hugmyndir um
framtíðaráætlanir þínar.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Misstu ekki stjórn á þér,
ef þú lendir í rifrildi við vinnu-
félaga þína þvi það gerir þér lít-
ið gagn á þessu stigi málsins.
Ferðalag gæti haft góð áhrif á líf
þitt.
Vogin
23. sept. - 23. okt.
Ein hugmynd þín gæti
leitt til góðs ef þú aðeins gætir
þess að blanda geði þinu við rétt
fólk. Félagslífið veldur þér örlitl-
um vonbrigðum um þessar
mundir.
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Áhyggjum þínum léttir
með tilkomu bréfs, sem þér
berst, og þú sérð loks leið út úr
erfiðleikum þínum. Taktu lífinu
samt með ró og gættu þess að
flana ekki að neinu.
Nautið
20. apríl - 20. maí
Einhver vinur þinn virðist
vera að reyna að fá þig með í iðk-
un skrýtinna helgisiða. Þú gætir
lent í óþægilegum aðstæðum ef
þú gáir ekki vel að þér. Heillatala
er 8.
Ljónið
23. júlí - 22. ágúst
Laugardagurinn verður
þér erfiður og hlutirnir fara illa á
síðustu stundu. Notaðu samt
tækifærið og breyttu til í félags-
lífinu. Þú hittir nýtt og skemmti-
legt fólk. Heillalitur er blár.
Sporðdrekinn
24. okt. - 21. nóv.
Þessi vika er ekki sérlega
hagstæð til að vekja athygli
mikilsmetandi manna á málefn-
um þínum. Þú ættir því að hafa
hægt um þig og sinna heldur
tómstundaáhugamálunum.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Þú kynnist mikilvægri
persónu og hefur góð áhrif á
hana. Kynni ykkar verða til þess
að líf þitt tekur allt aðra stefnu
en það hefur haft hingað til og
allt verður léttbærara.
Tvíburarnir
21. maí - 21. júní
Þér hættir til að hafa
önnur sjónarmið en félagar þínir
en það kemur sér vel fyrir þig
þessa dagana, þar sem kunningi
þinn fer út í vafasöm viðskipti og
vill hafa þig með.
Meyjan
23. ágúst - 22. sept.
Margt mikilvægt krefst
athygli þinnar á næstu dögum og
þú verður að hafa skipulagsgáf-
urnar í fullkomnu lagi. Þín biða
miklar annir svo þú ættir að nota
hverja frístund til hvíldar.
Bogmaðurinn
22. nóv. - 21. des.
Gættu þín við áætlanir
varðandi mikil útgjöld þar sem
stjörnurnar eru þér ekki hag-
stæðar í viðskiptum um þessar
mundir. Sunnudagurinn verður
óvenjulega ánægjulegur.
Fiskar
19. febrúar - 20. mars
Þér berast upplýsingar
um vissan aðila á óvæntan hátt
og ættirðu að veita þeim ná-
kvæma athygli. Lífið virðist vera
að færast í átt til spennandi at-
burða.
22. TBL 1989 VIKAN 43
5TJORMU5PA