Vikan - 02.11.1989, Síða 52
5MYRTINC5
„ Kovíar''
andlHsins
frá La Prairie í Sviss
La Prairie heilsuhælið í
Sviss er líklega eitt það
frægasta sinnar tegundar
í Evrópu. Það var byggt
snemma á fjórða
áratugnum við Genfar-
vatnið í Montreux og
starfsemi þess og útlit
hefur haldist eins frá
upphafi nema hvað fylgst
er með öllum nýjungum,
auk þess sem þær verða
þar til.
Þetta er heilsuhæli í orðsins
fyllstu merkingu því þar er allt
hvítt, rúmin eru sjúkrarúm og
starfsmenn eru flmmtíu fyrir
þá sextán gesti sem teknir eru
inn á hælið í einu. Á La Prairie
er beitt ýmsum nýstárlegum
aðferðum til að hjálpa fólki við
að „endurheimta" æskublóm-
ann, fyrir dágóða summu. Auk
þess sem húðin er tekin til
meðferðar er mataræðið út-
hugsað og strangt þannig að
þeir sem þurfa að missa ein-
hver kíló gera það. Alls konar
tæki, tól og aðferðir eru notað-
ar til að hjálpa fólki að hreinsa
líkamann og byggja hann upp
og auðvitað er þess síðan gætt
að allir fái nóga hvíld. Eftir
dvölina á La Prairie koma flest-
ir endurnærðir til baka; líkam-
inn í betra formi og húðin
mun fallegri og hraustlegri.
La Prairie á íslandi
Nýlega kom á markaðinn á
íslandi húðmeðferð frá La Pra-
irie sem kallast Hydra Swiss
with Caviar Extracts. Eins og
nafhið gefur til kynna er kavíar
í þessu efni fýrir húðina og það
sem meira er, efhið er í kavíar-
formi. Hvað gerir þetta sér-
staka efni fýrir húðina? Jú,
vegna þess að virku efnin, sem
hjálpa eiga húðinni, eru inni í
hylkjunum örsmáu, en ekki
blandað saman við hin ýmsu
mýkingarefni, komast þau
mun greiðlegar í samband við
húðfrumurnar, auk þess sem
hægt er að nota ýmis góð efni
sem of erfitt hefur reynst að
bianda í vanalegar blöndur
efha sem ætlaðar eru til húð-
meðferðar.
„Kavíarinn" kemur í fallega
blárri glerkrukku og með
henni fylgir örlítill spaði og
pakki af þunnum grisjum. Þeg-
ar „kavíarinn" er borinn á and-
litið er spaðinn notaður tii að
ná í smávegis úr krukkunni
sem sett er á miðjuna á grisju
og siðan er þetta borið á húð-
ina. Við þrýstinginn springa
hylkin og efhin berast inn í
húðina. Á eftir er hún silki-
mjúk og virðist stinnari; vel
varin og nærð, tilbúin undir
andlitsfarðann eða hvíld næt-
urinnar.
Margar aðrar vörur ffá La
Prairie, sem ætlað er að hjálpa
húðinni við að sporna við á-
hrifum öldrunar, eru nú einnig
fáanlegar í snyrtivöruverslun-
um um allt land.
Líkamann
þarf líka
að snyrta
Flestar konur eiga alls
konar krem og vökva til
að halda húðinni í and-
litinu fallegri og unglegri sem
lengst, en hvað um húðina á
líkamanum? - Hún eldist nú
líka.
Franska snyrtivörufyrirtækið
Sothys setti nýlega á mark-
aðinn vörur sem ætlaðar eru til
að styrkja og fegra húðina á
líkamanum. Hér er um eftirtal-
in efni að ræða:
Body Peeling er krem sem
borið er á blautan líkamann og
hefur þá virkni að fjarlægja
dauðar húðfrumur um leið og
það örvar blóðrásina og þá um
leið endurnýjun húðfrumanna.
Body Lotion er krem sem
hjálpar húðinni að halda raka-
stiginu réttu þannig að hún
þorni ekki um of, um leið og
það mýkir hana. Ilmurinn er
hlutlaus og spillir því ekki lykt-
inni af uppáhaldsilmvatninu.
Tonic Oil er olía fyrir líkam-
ann sem fer alveg inn í húðina
og skilur enga fituáferð eftir.
Hún inniheldur jurtir sem hafa
nærandi áhrif á húðina. Þessi
olía hefur mjög góð áhrif á
þurra húð.
Refirming Cream er krem
sem styrkir húðina og hjálpar
henni að ná stinnleika. Þetta
krem virkar ákaflega vel fyrir
þær konur sem eru að grenna
sig eða ganga með.
Slenderizing Liposome og
Slimming Cream eru grenn-
ingarefni frá Sothys. Liposome
kremið er borið á vandræða-
svæði húðarinnar kvölds og
morgna í 3-4 vikur og á það
hjálpa líkamanum að losa sig
við óæskilegu fituna. Eftir
meðferðina er Slimming
Cream notað til að viðhalda
árangrinum sem náðist. □
50 VIKAN 22. TBL.1989