Vikan


Vikan - 22.03.1990, Page 59

Vikan - 22.03.1990, Page 59
5MA5AQA Þvottabalinn Ég fór með honum upp f svefnherbergið hans. Þjónninn var að búa um rúmið. Það fyrsta sem ég kom auga ó var mynd í íburðarmiklum ramma. Positano liggur í bröttum hlíða- slakka, óregluleg hvirflng hvítra húsa með tígulsteinaþökum sem upplitast hafa í sterku sólskininu um aldaraðir. En gagnstætt mörgum ítölskum bæjum, sem standa í hinum bröttu fjallshlíðum, er ekki allt að sjá við fyrstu sýn sem þorpið hefur að bjóða. Um bæinn bugðast skemmtilega kynlegar göt- ur upp brattann og eru vanhirt og illa kölkuð hús, þar sem aðalsmenn frá Napólí búa á stundum undir yflrskini auðlegðar. Þorpið er næstum of vel fallið til þess að vera viðfangsefhi málara og á veturna fyll- ast gistihúsin tvö eða þrjú af listmálurum, konum og körlum, sem hver á sinn hátt leitast við að tjá tilfinningar sínar á strigann, þær tilfinningar, sem bærinn vek- ur hjá þeim daglega. Sumir Ieggja mikið á sig við að draga fram á léreftið hvem glugga og hvem þakstein sem hin arnfráu augu þeirra hafa séð glitta á. Eflaust öðlast þeir þá fúllnæginu sem er laun alls heiðar- legs strits... „Þetta er að minnsta kosti al- úðlega unnið,“ segja þeir sem vit hafa á þegar þeim em sýnd verkin. Aðrir ráðast að léreftinu í eins konar vitfirringu með litaspaðann á lofti og smella á það lit um leið og þeir segja: „Skiijið þér að það sem ég vildi láta koma frarn í verkinu er mitt eigið lunderni." Síðan kipra þeir saman augun og rýna á sitt eigið verk og mæla lágt, jafnvel muldra: „Ég held að persónu- leiki minn komi fram í verkinu, ekki satt?“ Og svo em enn aðrir sem kynna mjög skemmtilega samstillingu hyrninga og hringa með því að segja nokkuð þungbún- ir á svip: „Svona sé ég það.“ Venjulega em þetta kröftugir, þögulir menn sem ekki hafa of mörg orð um hlutina. En Positano snýr í móti suðri og að sumrinu er þar gott næði til að vera út af fyrir sig. Gistihúsið er þokkalegt og svalt og vínviður umlykur veröndina þar sem maður getur setið á kvöldin og notið út- sýnisins yfir hafið og himininn, þakinn sindrandi stjörnum. Niðri við sjóinn er lítil krá þar sem menn geta setið undir boga- mynduðum svölum og etið kryddsíld og reykt svínslæri, ásamt makkarónum og nýjum túnfiski og dmkkið ljúffengt og svalt ávaxtavín með. Einu sinni á dag kem- ur gufúskipið ffá Napolí með póstinn. Þá hefst stundarfjórðungs annríki úti á flóan- um. Engin er hér höfn og farþegar em fluttir í land á smábátum. Ár eitt í ágúst þegar ég var orðinn leiður á Kaprísælunni, en þar hafði ég búið, ákvað ég að dvelja nokkra daga í Positano. Ég leigði mér fiskibát og reri yfir um. Á leiðinni stansaði ég í skuggsælli vík til þess að baða mig, borða og fá mér svolítinn lúr. Þess vegna kom ég ekki til Positano fyrr en rökkvað var orðið. Ég gekk í hægðum mín- um upp brattann í fylgd tveggja kraftmik- Frh. á bls. 60 6.TBL. 1990 VIKAN 57

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.