Vikan


Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 59

Vikan - 22.03.1990, Qupperneq 59
5MA5AQA Þvottabalinn Ég fór með honum upp f svefnherbergið hans. Þjónninn var að búa um rúmið. Það fyrsta sem ég kom auga ó var mynd í íburðarmiklum ramma. Positano liggur í bröttum hlíða- slakka, óregluleg hvirflng hvítra húsa með tígulsteinaþökum sem upplitast hafa í sterku sólskininu um aldaraðir. En gagnstætt mörgum ítölskum bæjum, sem standa í hinum bröttu fjallshlíðum, er ekki allt að sjá við fyrstu sýn sem þorpið hefur að bjóða. Um bæinn bugðast skemmtilega kynlegar göt- ur upp brattann og eru vanhirt og illa kölkuð hús, þar sem aðalsmenn frá Napólí búa á stundum undir yflrskini auðlegðar. Þorpið er næstum of vel fallið til þess að vera viðfangsefhi málara og á veturna fyll- ast gistihúsin tvö eða þrjú af listmálurum, konum og körlum, sem hver á sinn hátt leitast við að tjá tilfinningar sínar á strigann, þær tilfinningar, sem bærinn vek- ur hjá þeim daglega. Sumir Ieggja mikið á sig við að draga fram á léreftið hvem glugga og hvem þakstein sem hin arnfráu augu þeirra hafa séð glitta á. Eflaust öðlast þeir þá fúllnæginu sem er laun alls heiðar- legs strits... „Þetta er að minnsta kosti al- úðlega unnið,“ segja þeir sem vit hafa á þegar þeim em sýnd verkin. Aðrir ráðast að léreftinu í eins konar vitfirringu með litaspaðann á lofti og smella á það lit um leið og þeir segja: „Skiijið þér að það sem ég vildi láta koma frarn í verkinu er mitt eigið lunderni." Síðan kipra þeir saman augun og rýna á sitt eigið verk og mæla lágt, jafnvel muldra: „Ég held að persónu- leiki minn komi fram í verkinu, ekki satt?“ Og svo em enn aðrir sem kynna mjög skemmtilega samstillingu hyrninga og hringa með því að segja nokkuð þungbún- ir á svip: „Svona sé ég það.“ Venjulega em þetta kröftugir, þögulir menn sem ekki hafa of mörg orð um hlutina. En Positano snýr í móti suðri og að sumrinu er þar gott næði til að vera út af fyrir sig. Gistihúsið er þokkalegt og svalt og vínviður umlykur veröndina þar sem maður getur setið á kvöldin og notið út- sýnisins yfir hafið og himininn, þakinn sindrandi stjörnum. Niðri við sjóinn er lítil krá þar sem menn geta setið undir boga- mynduðum svölum og etið kryddsíld og reykt svínslæri, ásamt makkarónum og nýjum túnfiski og dmkkið ljúffengt og svalt ávaxtavín með. Einu sinni á dag kem- ur gufúskipið ffá Napolí með póstinn. Þá hefst stundarfjórðungs annríki úti á flóan- um. Engin er hér höfn og farþegar em fluttir í land á smábátum. Ár eitt í ágúst þegar ég var orðinn leiður á Kaprísælunni, en þar hafði ég búið, ákvað ég að dvelja nokkra daga í Positano. Ég leigði mér fiskibát og reri yfir um. Á leiðinni stansaði ég í skuggsælli vík til þess að baða mig, borða og fá mér svolítinn lúr. Þess vegna kom ég ekki til Positano fyrr en rökkvað var orðið. Ég gekk í hægðum mín- um upp brattann í fylgd tveggja kraftmik- Frh. á bls. 60 6.TBL. 1990 VIKAN 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.