Vikan


Vikan - 17.05.1990, Side 20

Vikan - 17.05.1990, Side 20
UMSAGNIR UM ÞORGILS „NOTALEGRA AÐ HALLA SÉR...“ „Ég held ég sé voðalega ófrumlegur í af- slöppunarmálum og eiginlega frekar latur þeg- ar ég get leyft mér það. Svei mér þá ef sama platan er ekki búin að vera óhreyfð á plötuspil- aranum hjá mér I nokkur ár, hlusta frekar á út- varp með öðru eyranu. Og ekki sæki ég neitt sérstaklega í bækur þegar ég ætla að hvíla mig. Svo langt gengur letin eða hvíldarþörfin stundum að þegar við kunningjarnir hittumst og þeir ætla að spila eða taka skák saman, þá finnst mér notalegra að halla mér bara á meðan." Þorgils Óttar í Húsum & híbýlum 1989. GÓÐUR STARFSMAÐUR „Ég hef ekkert nema gott eitt að segja um Þorgils Óttar, “ sagði Kristín Guðmundsdóttir, yfirmaður reikningshalds íslandsbanka. „Hann er mjög góður starfsmaður og sam- starfsmaður. Er samviskusamur og þægilegur í umgengni. Hann fær bestu einkunn hjá mér,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. SKAPMIKILL OG STÍFUR „Hann var mjög rólegur sem barn og gat dundað sér einn tímunum saman. Hann var hins vegar strax gríðarlega skapmikill og stífur ef því var að skipta. Það tók oft verulega á þol- inmæði okkar foreldranna. Hann gafst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana en hafði hins vegar sterkar réttlætiskennd og vei þeim sem gekk á hans hlut og þá ekki síður vina hans.“ ...það var þegar Þorgils var ellefu ára og fjölskyldan fór í sumarfrí til (talíu. Við byrjuðum í Róm og auðvitað vildum við foreldrarnir að börnin sæju sem mest af öllu því merkilega sem í þeirri borg er. Það var farið á ótal söfn og líka skoðaðar merkar fornminjar. Síðan lá leið- in til Flórens. Þegar þangað var komið átti auð- vitað að halda áfram að skoða og fræða börnin en þá sagði minn maður stopp. - Þorgils Mathiesen lýsti því yfir aö hann ætlaði ekki að skoða meira í þessari ferð. - Ferðum á söfn eða kynnisferðum um sögufrægar borgir væri lokið af hans hálfu... Og þar við sat...þeim litla varð ekki þokað. Það eina sem við sáum í Flór- ens voru dúfurnar á torginu." Sigrún Þ. Mathiesen í Vikunni 1989 þegar „mæöur lands- liðsins“ sögöu frá æsku drengjanna sinna. ÁKVEÐINN EN RÉTTLÁTUR „Hann er mjög ákveðinn maður sem kemur alltaf sínu fram, en er samt réttlátur og alltaf hægt að ræöa við hann,“ sagði Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður í FH og landsliðs- maður. „Þorgils Óttar nýtir þessa eiginleika sína mjög vel og kom það vel í Ijós í landsliðinu og við þjálfunina hjá FH. Við erum búnir að þekkj- ast síðan ég kom í landsliðið árið 1985 og við urðum smám saman góðir kunningjar og vinir. Á keppnisferðum er hann skemmtilegur og móralskur fyrir hópinn," sagði Guðmundur. 20 VIKAN 10. TBL. 1990 gerðina og auðvitað er þetta allt reynsla sem skilar sér út í lífið. Menn þurfa að hafa mikið skap til aö ná langt í keppnisíþróttum en það er lika áríðandi að kunna að beita því rétt. Lands- liðið hefur þótt spila fast en ekki ruddalega og á þessu er mikill munur. Það er algjör undan- tekning ef komið hefur til slagsmála. En menn þurfa auðvitað að æsa sig upp til að komast I ham fyrir kappleiki. Hópurinn hefur alltaf staðið saman og þótt einum hafi gengið illa í leik þá er honum ekki kennt um ef leikurinn tapast. Þvert á móti þarf oft að klappa þeim sérstak- lega sem ekki hefur átt góðan leik til að hann fái sjálfstraustið aftur. Menn taka það nærri sér ef þeir gera mistök eöa gengur illa. Stundum hef ég ekki getað sofið eftir leiki. Legið vakandi og rifjað upp það sem mér varð á og eflaust geta aðrir leikmenn sagt svipaða sögu. Það voru líka ógleymanlegar stundir þegar vel gekk og menn tóku mótlætið oft nærri sér. Þetta hefur verið Lífið með stórum staf hjá okkur. Við höfum verið svo mikið saman að andinn í liðinu hefur verið eins og um félagslið hafi verið að ræða. Ég sé ekki eftir þessum tíma, hef eignast marga góða vini og ég mun sakna félagsskaparins." ÞÁ ER RÓTIN STERKARI Áður en viö leggjum handboltann til hliðar spyr ég hvort íþróttastjörnum sé ekki viss hætta búin af velgengni. Þeim sé óspart hampað af fjölmiðlum og almenningi meðan þær eru á toppnum og mikið í sviðsljósinu. Eftirsóttar til þátttöku I gleðskap og mannamótum. Sumar hafi sogast út í hið svokallaða Ijúfa líf. Þorgils Óttar hugsar sig um litla stund áður en hann svarar. Virðist ekki gefinn fyrir að tala áður en hann hugsar frekar en fyrr í þessu viðtali. Segir svo: „Það er meiri hætta á að menn tapi áttum ef þeir skjótast skyndilega og óvænt upp á stjörnuhimininn. Því er ekki til að dreifa hvað varðar landsliðsmennina og hættan því minni þó hún sé vissulega alltaf fyrir hendi. Landsliðið náði ekki langt á einni nóttu heldur á löngum tíma þar sem menn lærðu að gera sér grein fyrir gildi ögunar og samviskusemi. Þá vita menn hvað þarf á sig að leggja til að ná langt og því minni líkur á að þeir slaki á þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar og þeir gera til sjálfra sín. Það er far- sælast að þurfa að vinna fyrir sínu. Þá er rótin sterkari og líklegri til að halda. Þetta má heim- LANGAÐI í FRAMBOÐ Það má segja að Þorgils Óttar Mathiesen standi nú á tímamótum á ýmsan hátt. Hann er hættur að keppa i handbolta. Er að innrétta íbúð sem hann er búinn að kaupa ásamt unn- ustu sinni, Ingibjörgu Kaldalóns. Hann er einn- ig kominn á kaf f bæjarmálapólitíkina sem þriðji maður á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar f Hafnar- firði. Stutt er síðan hann tók við stöðu í reikn- ingshaldi íslandsbanka, en hann hafði áður starfað á fjármálasviði Iðnaðarbankans frá því hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í ársbyrjun árið 1987. Hann er því ekki í vandræðum með að fylla það tómarúm sem handboltinn skilur eftir. Með tilliti til þess að faðir hans, Matthías Á. Mathiesen, alþingis- maður og fyrrverandi ráðherra, hefur áratugum saman verið í fremstu röð stjórnmála spyr ég hvort hann hafi einhvern tímann þurft að gjalda stjórnmálaþátttöku föðurins og hvort framboð- ið nú sé ekki bara pabbapólitík. „Ég man ekki til að ég hafi nokkurn tímann þurft að gjalda þess að vera sonur stjórnmála- manns. Foreldrar mínir hafa ævinlega verið mér stuðningur. Það eitt dugar þó skammt ef maður bregst því trausti sem manni hefur verið sýnt. Ég er ekkert fyrir sýndarmennsku og kem fram eins og ég er. Ég fór í framboð vegna þess að mig langaði til þess en ekki vegna þess að þrýst hafi veriö á mig. Vissulega komu fram óskir um að ég gæfi kost á mér. En þetta er fyrst og fremst mín eigin ákvörðun enda hef ég lengi verið pólitískur og þetta hefur svona þróast með mér samfara náminu, íþrótt- unum og starfinu fyrst og fremst. Viðskipta- fræðin og starfið í bankanum hefur aflað mér mikillar reynslu í sambandi við fjármál og stjórnun. Bæjarfélag er eins og hvert annað fyrirtæki sem þarf að reka vel. Þar er höfuð- málið að fara eins vel með peninga skattborg- ara og kostur er.“ AÐ HALDA RÉn Á FJÁRMÁLUNUM Stjórnmálaflokkar vilja gjarnan hafa þekkta íþróttamenn á framboðslistum sínum, svona til að trekkja atkvæði frá íþróttaunnendum. Þó eru þess nokkur dæmi að kunnir íþróttamenn hafi farið út í stjórnmál og gerst þar virkir þátttakendur færa á mannlífiö yfirleitt og þarf ekki íþróttirtil eða frægð á þeim vettvangi. Ýmsar aðstæður geta spilað þarna inn í. Ég hef búið í foreldrahúsum allan þennan tíma og haft af því mikinn stuðning.1

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.