Vikan


Vikan - 17.05.1990, Qupperneq 34

Vikan - 17.05.1990, Qupperneq 34
Frá þessum flóttamannabúðum í Ystad var á annað hundrað manns sent til baka til Póllands 23. mars. Þessi fjórtán ára drengur frá írak varð einn eftir. Hann sagðist hafa lagt einsamall upp í hina löngu ferð frá Irak í gegnum, Sýrl.and og áfram gegnum Pólland til Svíþjóðar. Foreldrar hans höfðu verið myrtir og hann ætlaði til frænda síns í Malmö, eina ættingjans sem hann átti eftir. O oo oo Z O < O c^. Q o O ÁTAKANLEG SJÓN AÐ SJÁ LÖGREGLU- ÞJÓNA BERA ÚT GRÁTANDIFÓLK VANDAMÁL FLÓTTAMANNA í HEIMINUM ERU ÓGNVEKJANDI. í SVÍÞJÓÐ G/ETIR NÚ VAXANDI ANDSTÖÐU VIÐ AUKINN FLÓTTA- MANNASTRAUM TIL LANDSINS. VANDAMÁLIÐ ER HREINLEGA OF STÓRT OG ÓVIÐRÁÐANLEGT. GUNNAR JÓNSSON ER UNGUR HAFNFIRÐINGUR SEM STARFAR SEM LJÓSMYNDARI í SVÍÞJÓÐ. HANN HEFUR MEÐAL ANNARS TEKIÐ MYNDIR OG SKRIFAÐ GREINAR UM VANDAMÁL FLÓTTA- MANNA í S/ENSK BLÖÐ. GUNNAR SKRIFAÐI GREIN UM FALL BERLÍN- ARMÚRSINS í 26. TBL. VIKUNNAR Á SÍÐASTA ÁRI EN HANN HEIM- SÓHI ÞÁ BERLÍN. EFTIRFARANDI GREIN ÁSAMT MYNDUM HEFUR GUNNAR UNNIÐ FYRIR VIKUNA UM FLÓTTAMANNA- VANDAMÁLIÐ í SVÍÞJÓÐ. Óeinkennisklæddur lögreglumaöur frá Ystad kom í bílaleigubíl til að sækja kúrdiska fjöi- skyldu. Hann sagði fólkinu að hann ætti að flytja það í aðrar flótamannabúðir en þess í stað var það sent til baka til Póllands. Um þessar mundir er fjöldi flóttamanna í heiminum um þaö bii fimmtán milljónir og hefur tvö- faldast síöan 1980. Bara í Svíþjóð sóttu rúmlega þrjátíu þúsund flóttamenn um hæli á síðasta ári en Svíþjóö er eitt þeirra landa sem hafa allt frá seinni heimsstyrjöldinni tekið á móti miklum fjölda flótta- manna. ( stríðslok voru tæplega tvö hundruð þúsund flóttamenn i Svíþjóð en þá voru Norður- landabúar og fólk frá Eystra- saltslöndunum í meirihluta. iðnaðaruppbyggingin var ör í landinu og þörfin fyrir vinnuafli mikil svo þangað streymdi fólk sem var á flótta undan at- vinnuleysi, harðstjórn og hern- aðarátökum í heimalöndum sínum. Hámarki náði straum- urinn á miðjum áttunda ára- tugnum en þá fengu um það Frh. á næstu opnu 34 VIKAN 10.TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.