Vikan


Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 37

Vikan - 17.05.1990, Blaðsíða 37
þeirra stóðu nú [ þeirri óvæntu aðstöðu að verða vísað úr landi á grundvelli nýrra og strangari reglugerða. Yfirvöld gengu hart fram í að framfylgja reglunum og flytja úr landi þetta fólk sem hafði komið í góðri trú og hafði brennt allar brýr að baki sér. Það var átakanleg sjón að sjá lögregluþjóna bera út grátandi foreldra sem höfðu lagt allt í sölurnar fyrir þá von að geta alið upp börn sín í landi þar sem friður og frelsi ríkir. [ marsmánuði komu nokkur hundruð flóttamenn til Ystad ( Suður-Svíþjóð með ferju frá Póllandi. Þar sem mikill skort- ur er á flestum sviðum í Pól- landi hafði þetta fólk átt erfiða daga þar. Þeir sem áttu ein- hverja peninga höfðu neyðst til að nota þá í mútur til þess að geta haldið áfram ferð sinni til Svíþjóðar. Flestir höfðu keypt falsaða vegabréfsáritun fyrir sína síðustu peninga. í þess- um hópi var fólk frá Kúrdistan, Eritreu, Sómalíu og Líbanon í meirihluta. \JP 1 \m l/L f m í Ystad voru reistar tjaldbúðir fyrir 250 flóttamenn. Þegar tjöldin voru tilbúin höfðu allir verið sendir til baka til Póllands. Vonglaðir flóttamenn frá Eritreu, nýkomnir til Svíþjóðar. Þau voru rekin úr landi um kvöldið. Mikil óvissa ríkir innan Sov- étríkjanna og sjálfsagt eru öll- um í fersku minni atburðirnir í Armeníu og Aserbajdzjan á liðnum vetri. Hver þróunin verður í Georgíu eða Eystra- saltslöndunum er erfitt að gera sér grein fyrir enn sem komið er en margir óttast að komið geti til fólksflótta þaðan í ná- inni framtíð. Sænsk stjórnvöld hafa til dæmis lýst því yfir ný- lega að þau undirbúi móttöku flóttamanna frá Eistlandi, Lett- landi og Litháen. Þrátt fyrir að Pólverjar eigi nú ( erfiðleikum með að sjá fyrir sínu eigin fólki og að þeir hafi ekki skrifað undir Genfar- sáttmálann voru þessir flótta- menn sendir til baka þangað á þeim forsendum að líta bæri á Pólland sem fyrsta móttöku- land. Samtímis sem fjöldi flótta- manna í heiminum stóreykst hætta æ fleiri lönd að taka á móti þeim. Til dæmis fá rúss- neskir gyðingar ekki lengur að koma til Bandaríkjanna nú þegar Sovétmenn hafa lofað að leyfa hundrað þúsund gyö- ingum að fara úr landi á þessu ári. Þeir voru velkomnir þang- að þegar aðeins var um örfá hundruð að ræða árlega. Á síðustu mánuðum hafa hundruð þúsunda Austur- Þjóðverja flutt til Vestur-Þýska- lands án nokkurra möguleika á að fá húsnæði eða atvinnu. Þann 10. febrúar. Fjörutíu og tveir Búlgaríu-Tyrkir í hungurverkfalli á Sergelstorgi í Stokkhólmi til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim og fimm þúsund löndum þeirra úr landi. Tyrkneski minnihlutinn býr við miklar ofsóknir í Búlgaríu. 10. TBL. 1990 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.