Vikan


Vikan - 17.05.1990, Side 47

Vikan - 17.05.1990, Side 47
Johnny Cash fæddist áriö 1932 í Kings- land í Arkansasfylki og ólst upp á sveita- býli foreldra sinna ásamt fimm systkinum. Hann kynntist rækilega stritinu í kæfandi hita á baðmullarökrunum, löngum vinnu- degi til aö eiga í sig og á og einu frístundir vikunnar voru þegar farið var til kirkju á sunnudögum. Þar hóf stráksi fyrst upp raust sína og gegnum litla rafhlöðuknúða útvarpstækið í eldhúsinu hjá mömmu nam hann fyrstu tóna sveitasöngvanna frá Nashville, angurværa blústónlist og til- finningaríka trúartónlist. „Þetta var minn gleðigjafi í lífinu, hóf mig upp úr drullunni og reyndist mér happadrjúgt veganesti í lífinu. í gegnum tónlistina finnur maður til- gang lífsins," segir þessi ókrýndi konung- ur kántrítónlistarinnar. Johnny Cash var eirðarlaus ungur maður og kærði sig ekki um kyrrsetu í skólum. Hann þvældist um og reyndi margt, margvíslega verkamannavinnu, sölumennsku og fleira og gekk síðan í herinn. í herþjónustunni í Þýskalandi stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit og fer ekki mörgum sögum af ágæti hennar. Þar fann þó Cash farveginn sem heillaði hann og að herþjónustu lokinni stundaði hann nám í útvarpsfræðum. Rödd hans þótti þýð og hljómfögur og honum tókst að ná eyrum Sams nokkurs Philips sem átti hið fræga Sun stúdíó í Memphis. Þar átti hann samleið með frumherjunum, ekki ómerkari mönnum en Elvis Presley, Jerry Lee Lewis, Carl Perkins og fleiri. Elvis, Jerry, Carl og Johnny hafa verið kallaðir milljón-dollara-kvartettinn og ástæðurnar fyrir því eru augljósar. Upphafið á frægðarferli Johnny var lag- ið Cry Cry Cry sem hann hljóðritaði sumarið 1955 og árið eftir kom svo smell- urinn I Walk the Line sem skaut honum á toppinn og stjörnumerkti hann. Síðan hef- ur mikið vatn runnið til sjávar og plötur Johnny Cash skipta hundruðum. Hann hefur verið sjálfum sér samkvæmur allan ferilinn, aldrei farið út af línunni eða látið glepjast af tískufyrirbrigðum. Hann hefur haldið sér á toppnum og um leið sérstöðu sinni sem hljómlistarmaður og skáld. Afrekaskráin er fjölbreytt og plötulistinn langur, minnir helst á símaskrá að þykkt. Hann hefur sungið yfir 1500 lög inn á hljómplötur og kemur meira eða minna við sögu á yfir 500 LP-plötum. Af lögum og plötum má nefna There You Gap og Ballad of a Teenage Queen frá sjötta ára- tugnum, Ring of Fire, Folom Prison Blues og A Boy Named Su frá sjöunda áratugn- um, Sunday Morning Coming Down, Ghostriders in the Sky og There Aint No Good Chan Gang frá áttunda áratugnum. Af frægðarverkum hans má og nefna samstarf við Bob Dylan á hljómplötunni Nashville Skyline og upptökur frá hljóm- leikum hans í Folson og San Quentin fangelsunum í Bandaríkjunum. Hann hefur unnið til allra verölauna sem hægt er að fá í bandarískum dægur- tónlistarheimi og hefur til að mynda sjö sinnum unnið til Grammy-verðlaunanna, nú síðast árið 1987 þegar milljón-dollara- kvartettinn var endurvakinn undir heitinu Class of '55. Þar kom Johnny Cash fram ásamt þeim Jerry Lee, Carl Perkins og Roy Orbison. Þótt Johnny Cash hafi samið hundruð laga og Ijóða hefur hann ekki hikað við að syngja lög og Ijóð annarra sjálfum sér til framdráttar og ekki síður til að hjálpa öðr- um á framabrautinni. Hann hefur orð á sér fyrir gjafmildi og greiðvikni og enginn söngvari úr vestrinu hefur gefið jafnmikið fé til líknarmála eða til þeirra sem hann hefur talið sig vera talsmaður fyrir. Þótt hann hafi á árum áður stundum átt í úti- stöðum viö yfirvöld og verið óþægur hefur hann oftar verið í hlutverki sáttasemjar- ans - ef ekki í tveggja manna deilum þá á alþjóðavettvangi. Á hljómleikaferðalagi á Norður-frlandi fyrir ellefu árum var Johnny Cash tekið sem þjóðhetju og þar í landi er lag hans, 40 Shades of Blue, nánast þjóðsöngur. Fyrir hljómleikana í Belfast boðaði hann forsvarsmenn stríðandi afla í borgara- styrjöldinni, mótmælendur og kaþólikka, til fundar við sig og bauð þeim að sitja til sitt hvorrar handar í salnum. Það var þeg- ið og skemmtu allir sér konunglega. Þetta er í eina skiptið sem svarnir hatursmenn á Norður-lrlandi hafa farið út að skemmta sér saman. Því miður hófst skothríðin aft- ur daginn eftir þegar Johnny og fylgdarlið voru á bak og burt. Á ferðalagi um Pólland 1987 lagði hann Samstöðu lið með hvatn- ingarsöngvum í beinni útsendingu í sjón- SOLUSTAÐIR NONAME: Paradis, Laugarnesvegi ■ Gimli, Miðleiti ■ Ingólfsapótek, Kringlunni • Gott útlit, Nybylavegi ■ Garðs Apótek, Sogavegi ■ Snyrtist. Líf, Mjóddinni ■ Snyrtiv. Brá, Laugavegi • Snyrtistofa Nönnu, Akureyri • Snyrtistofan Mímisvegi, Dalvik • Perlan, Akranesi ■ Snyrtilinan, Fiarðarkaup ■ Snyrtist. Rós, Engihjalla Snyrtihöllin, Garðabæ • Snyrtist. Anita, Vestmannaeyjum ■ Fóta- og snyrtíst. Táin, Sauðarkróki Gloria, Samkaupum, Njarövík ■ Snyrtist. NN, Laugavegi 27. 10. TBL. 1990 VIKAN 47 f í'f

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.