Vikan


Vikan - 17.05.1990, Qupperneq 55

Vikan - 17.05.1990, Qupperneq 55
þáttaröðunum. Þangað til njót- um við hennar á breiðtjaldi bíóhúsanna. UM MÓTLEIKARANA Kirstie segist verða ástfangin af öllum mönnum sem hún leikur á móti. Hér koma um- sagnir um nokkra þeirra. Ted Danson (Staupasteinn). „Ted er einmitt þannig náungi sem ég venjulega enda uppi með. Hann er ekkert sérstak- lega hættulegur; hann er fynd- inn og það gerir hann kynæs- andi. Hann er einlægur og hjálpsamur. Ég hef aðeins kysst hann einu sinni. Hann kyssir vel.“ John Travolta (Daddy's Home). „John er ólíkur öllum öðrum mönnum sem ég hef leikið á móti. Hann er bráð- fyndinn. Ég hafði heyrt að hann væri þögull, hlédrægur og Ijúfur. Hann er mjög Ijúfur en hann er ekki þögull og eng- an veginn hlédrægur. Það sem gerir John kynæsandi er viðkvæmnin. Hann á það til að beina allri athygli sinni að manni og þegar maður fer að fara hjá sér og líða illa getur hann látið manni finnast sem maður sé mun viðkvæmari en hann. Hann hefur mjög sterk tök á því sem í kringum hann er. John kyssir mjög vel. Hann hjálpaði mér mjög mikið til að slaka á í leiknum - með alls konar uppátækjum og tilsvör- um. Ég sagði honum til dæmis frá einu hlægilegu atviki sem kom upp í jólaþætti um Staupastein, þar sem Sam átti að gefa Rebeccu demants- eyrnalokka. Ted Danson spurði mig þá hvað ég vildi fá í jólagjöf. Ég sagðist vilja stóra demantseyrnalokka. Ted gaf mér því fjögurra karata zircon eyrnalokka. Þetta fannst mér nú frekar lélegt og sagði að einhvern daginn myndi ein- hver mótleikara minna gefa mér alvörudemanta. Ekki stóð á því. John færði mér stóra demantseyrnalokka." Tom Selleck (Runaway). „Ég náði ekki að kyssa Tom. Hann er sagður mjög góður á því sviði. Hann er eins og kyn- æsandi smástrákur. Ef hann hefði sogskálabyssu myndi hann skjóta mann í hausinn og veltast um af hlátri." Mark Harmon (Prince of Bel Air). „Mark er mjög klár og kynæsandi en hann er frekar verndandi. Það fengi enginn að koma nálægt konunni hans. Ef honum fyndist ég ekki fá nógu há laun hjá Para- mount færi hann til yfirmann- anna, léti þá hafa það óþvegið og krefðist launahækkunarfyr- ir mig. Hann hefur unun af því að leika herramann og að vera sá sterkari. Hann verndar kon- urnar sínar og það gerir hann kynæsandi. Svo líka mér menn með blá augu. Tom Berenger (Shoot to Kill). „Tom er mjög kynþokka- fullur. Ég vildi gjarnan vinna með honum aftur. Hann er ágætis náungi. En hann gæti verið hættulegur því aldrei er að vita upp á hverju hann tek- ur næst. Þetta gerir hann áhugaverðan og dularfullan." Patrick Dempsey (Lover- boy). „Hann er sætari en orð fá lýst. Hann er mjög ungur. Hann kemur til með að vekja langanir. Hann er fyndnari en nokkur annar sem ég hef leikið á móti. Hann getur gert allt með líkama sinn. Hann er týpa mitt á milli Dick Van Dyke og Fred Astaire. Hann er mjög greindur og getur eina mínút- una talað eins og fertugur en þá næstu er eins og hann sé fimmtán ára og hafi aldrei farið út úr svefnherberginu. Hann er heillandi."

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.