Vikan


Vikan - 17.05.1990, Page 56

Vikan - 17.05.1990, Page 56
A tónleikum þykir Kevin Paige „töff“ í framkomu. Eftir fyrstu tónleika hans sögöu blöðin að áhorfendur hefðu hreinlega borðað úr lófa hans. KEVIN PAIGE: „ÉG HEF ALLTAF HAFT GAMAN AF ANDST4ÐUM FYRSTA PLATA HANS EINS KONAR „SÁLAR-DÆGURLAGABLANDA" ý nöfn skjóta upp kollinum á vin- sældalistum um allan heim meö jöfnu millibili, sem betur fer. Sum þessara nafna hverfa jafnskjótt og þau komu og heyrast aldrei aftur, önnur eiga þaö til að skjóta upp kollinum annað slagið og svo eru það auðvitað þau sem ná að festa sig í sessi, flytjendur sem ná að slá í gegn. Auðvitað er aldrei hægt að segja til um þessa hluti eftir eitt lag en eftir að heyrðist í Kevin Paige í fyrsta sinn opinberlega þótti nokkuð Ijóst að hér væri kominn maður sem ætlaði sér stóra hluti. Kevin Paige er til um- fjöllunar í þessari Viku. Kevin Paige er borinn og barnfæddur [ 56 VIKAN 10. TBL.1990 Memphis í Tennessee. Tennessee-fylkið Bandaríkjunum er nokkurs konar Mekka tór listarinnar. Þar má finna tónlist af öllum ge/ um og fylkið er ennfremur talið heimavöí tveggja vinsælla tónlistarstefna; soul eða/ artónlistar eins og hún hefur verið nefndj lensku og „kántrí". Kevin Paige er eir systkina en aldur hans er ekki til umræí er óhætt aö fullvissa yngismeyjar um aí er á góðum aldri. Hann fullyrðir sjálfur/ staðreynd að hann sé úr stórum systk^. komi honum til hjálpar í hinum harðal tónlistarinnar, hann sé ótrúlega umburðarlynd- ur og eigi mjög auðvelt með að umgfngast fólk. Skólinn var aldrei í miklu uppáhaldi hjá Kev- in Paige og það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart, það virðist vera orðið hálfgert skilyrði fyr- ir því að listamaður veki athygli aö hann eða hún hafi verið skussi í skóla. Tónlist var mikið spiluð á heimilinu þegar hann var að alast upp og þá var sálar-tónlistin í miklum metum. Fljót- lega var Ijóst að Kevin hefði tónlist í blóðinu og þessi mikla sálartónlist haföi mikil áhrif á hann. Hann segist þó sjálfur hafa hlustað mest á Marvin Gaye, Stevie Wonder, Earth, Wind & Fire og Kiss. „Þetta er virkilega fáránlegt," segir Kevin sjálfur. „Ég hlustaði samtímis á Earth, Wind & Fire, sem eru rólegir og skipulagðir, og Kiss, sem eru villtir og skemmtilegir. Ég hef alltaf haft gaman af andstæðum." SÁLAR-DÆGURBLANDA Kevin Paige sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu breiðskífu og það hefur vakið athygli hversu heilsteypt hún er. Þar kennir þó ýmissa grasa og andstæðurnar eru svo sannarlega til staöar. Hljómurinn þykir góður og í raun er ó- trúlegt að þetta sé fyrsta breiðskífa lista- mannsins. Paige spilar á velflest hljóðfærin á breiðskífunni og tekst listavel til, semur öll lög- in sjálfur, utan eitt sem hann semur í samvinnu við Fred Maher, sem aftur hefur unnið mikið með Lou Reed, Scritti Politti og fleiri. Eins og áður segir er Kevin Paige alinn upp í Memphis og þar sem borgin hreinlega geislar af tónlist höfðu margar stefnur áhrif á hinn unga og ómótaða tónlistarmann. Honum hefur hins vegar tekist að greina þær aö og hreinsa til og breiðskífan hefurskemmtilega heilsteypt- an svip. Sálar-dægurlagablöndu væri líklega réttast að kalla þetta. Sálartónlist og dægur- tónlist er blandað saman á listilegan hátt og kannski mætti líkja þessari blöndu við reagge- dægurlagablöndu UB40. Auðvitað er erfitt að spila slíka tónlist og aldrei verður hægt að segja „þetta er sálar- dægurlag" og því eru lögin á plötunni hans Kevins Paige oft hreinar dægurflugur eða hreint soul. Þess má geta til gamans að ekki ófrægari menn en Prince, George Michael og Micheal Jackson hafa reynt þetta á undan Kevin Paige. Hverjum þessara manna tekst best til ætla ég ekki að dæma. KOMINN TIL AÐ VERA Veikasta hlið Kevins Paige var fyrirfram talin framkoma á tónleikum. Hann þykir „töff“, er jafnan í gallabuxum og snyrtilegri skyrtu eða sytf&rmabol og svart axlasítt hárið er vel eitt. Bamt var hann svo kvíðinn fyrir tónleika em hann hélt í New York aö Iwin gat ekki borðaðií tvo daga. Af hverju er m'aíjur sem hef- ur mejri kyntöfra en/éegrge Michael, syngur beturæn GulltMnjff/iinnogVr j^jhvígur á vel- fles/hlióáíærl#lK)inn- fvrl t/leika? Þeirri t svarað. Heims- menn ®fa sviðsskrekk en ievil öurfti /íreirfj ekki að hafa áhyggjur af þessurþ tónleikum. Eftir þá sagði í blööum að áhirfejdi/hefðu hreinlega borðað úr lófa hans! Það er ekki nokkur spurning að Kevin Paige er kominn til að vera. Það á mikið eftir að mæða á þessum unga manni í nánustu fram- tíð og það verður gaman að fylgjast með fram- gangi hans.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.