Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 4
TEXTI: HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR
Ágústa vill beina því til þeirra sem eru að velta þvi fyrir sér að fara út í sjálfstæðan rekstur að kynna sér málið rækilega frá öllum hliðum.
ÁGÚSTA REKUR EIGIN SNYRTISTOFU:
Eigin snyrtistofa var
alltaf stóri draumurinn
Það var Ágústa Kristjáns-
dóttir sem snyrti for-
sfðustúlkuna okkar að
þessu sinni en Ágústa er eig-
andi Snyrtistofunnar Ágústu á
Klapparstíg 16. Það var
skemmtilegt að fylgjast með
Ágústu við starf sitt en hún
notaði eingöngu Chanel
snyrtivörur. Fyrst bar hún á
þunnt lag af make up creme
nr. 2 og ofan á það kom laust
púður, Luminére Rose, og þar
ofan á aðeins dekkra púður,
Bronze de Chanel Poudre, til
að skyggja aðeins. í kringum
augun notaði hún brúnan
blýant, Foncé, og augnskugga
nr. 09, Tumultes, og svartan
maskara nr. 03. Varaliturinn er
nr. 23 og varirnar formaðar
með blýanti. Loks rak lestina
kinnalitur nr. 95, Fréll. Og eins
og þið sjáið er útkoman svona
Ijómandi skemmtileg.
Það var ekki úr vegi að
spyrja Ágústu aðeins út í það
hvernig það gengur fyrir sig að
opna snyrtistofu.
„Ég opnaði stofuna í apríl
síðastliðnum enda hafði ég
alltaf átt mér þann draum að
eiga að reka sjálf stofu. Þetta
réttir manni enginn á silfurfati
en um leið og ég var búin að
taka ákvörðunina fóru hjólin
að snúast í rétta átt. Ég kynnti
mér verðlag eins vel og mér
varfrekast unnt, pantaði síðan
öll tæki og stóla frá Þýskalandi
og Bretlandi og það kom mjög
vel út fjárhagslega. Allar
snyrtivörur kaupi ég svo að
sjálfsögðu hér heima hjá heild-
sölunum. Að auki var ég svo
lánsöm að fá húsnæði sem
hentar afar vel fyrir þennan
rekstur, það var nánast tilbúið.
Auðvitað fylgja því alltaf tals-
verð fjárútlát að stofna fyrir-
tæki sem þarf fjölbreyttan bún-
að en sé rétt að málum staðið
og ef fólk athugar vandlega
verðlag sem víöast má fá hlut-
ina á nokkuð góðu verði.
Auðvitað var þetta mjög
spennandi og gaman að fást
við að setja upp eigin stofu en
þetta var mikil vinna, vanga-
veltur og hlaup út og suður. En
ég var nú ekki alveg ein því
maðurinn minn, sem er við-
skiptafræðingur, hjálpaði mér
heilmikið og gerir enn.
Stofan hefur gengið mjög
vel og ég þakka það kannski
fyrst og fremst tryggum við-
skiptavinum og svo auðvitað
því að ég er mjög vandlát í vali
á þeim vörum sem ég vinn
með.
Fólk kemur mjög mikið til
mín í andlitsböð en við þau
nota ég Clarins vörurnar sem
eru afar góðar enda unnar úr
jurtum undir mjög ströngu
gæðaeftirliti. Eins er talsvert
um að fólk komi í líkamsnudd
og þar vinn ég eftir kerfi frá
Clarins og með vörur frá því
fyrirtæki. Kannski er eitt af því
allra skemmtilegasta í starfi
mínu förðun og þá sérstaklega
brúðarförðunin. Það er svo
skemmtilegt og gefandi að
taka þátt í stóra deginum í lífi
þessara kvenna, sjá gleðina
og eftirvæntinguna sem Ijómar
af þeim og hjálpa þeim til að
líta eins vel út og hægt er við
þetta tækifæri.
Ég var strax staðráðin í að
veita sem allra fjölbreyttasta
þjónustu og þess vegna réð
ég til mín stúlku sem hefur
Frh. á bls. 7
4 VIKAN 19. TBL. 1990
f: " .1 ' \
UÓSMYND: BINNI