Vikan


Vikan - 20.09.1990, Síða 6

Vikan - 20.09.1990, Síða 6
z z m 2 (fi o 3 Ahugi á fegrun og tísku olli þvi sennilega fyrst og fremst aö snyrti- fræðin varð fyrir valinu. Ég hafði Ifka alltaf mikinn áhuga á umhirðu húðarinnar, alveg frá því að ég var barn,“ segir Sig- urjóna Frímann snyrtifræðing- ur sem starfar á Saloon Ritz við Laugaveginn. „Hér áður fyrr fór námið að mestu fram á snyrtistofunum, en læknar kenndu þá liffærafræði, allt i sambandi við húðina og lík- amsstarfsemi almennt. Núna er aðstaðan allt önnur og miklu betri og námið hefur fengið löggildingu. Núna fer það fram í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti og tekur fjögur ár. Mín skoðun er sú að ís- lenskir snyrtifræðingar standi erlendum starfssystkinum fylli- lega á sporði. í náminu eru nefnilega gerðar miklar kröfur og þar ríki strangur agi sem er til sóma. í skólanum hefur ver- ið komið upp fullbúinni snyrti- stofu og að sjálfsögðu léttir það stórum undir við alla verk- lega kennslu. Námið felur í sér yfirgripsmikla fræðslu um húð- ina, umhirðu hennar og ýmsa algenga húðkvilla. Þá er líka fjölbreytt kennsla um styttri meðferðir eins og vaxmeðferð til að fjarlægja óæskilegan hárvöxt, handsnyrtingu, litun augnhára og augabrúna með langtímalit og allt sem við- kemur nöglum og umhirðu þeirra. Margir gera sér ekki grein fyrir að einmitt í nöglun- um geta ýmis vandkvæði kom- ið upp, sum sárameinlaus en önnur erfið sem við vísum þá að sjálfsögðu til viðeigandi lækna. Við snyrtifræðingarnir vitum vissulega ýmislegt um líkamann og starfsemi hans en ég vona að við höfum alltaf næga skynsemi til að vita hve- nær rétt er að benda viðskipta- vinunum á að fá sér tíma hjá til dæmis húðsjúkdómalækni eða öðrum. Þróunin, sem hef- ur átt sér stað í samstarfi húð- sjúkdómalækna og snyrti- fræðinga, hefur tekið mjög já- kvæða stefnu.“ - Hvað fannst þér erfiðast í náminu? „Ég skal ekki neita því að liffærafræðin lá nú ekki beint opin fyrir mér í byrjun og svo auðvitað þessi flókna efna- samsetning hinna ýmsu krema. Það er nefnilega ekki nóg að hafa fullt af fallegum krukkum og kremtúbum, mað- Sigurjóna við handsnyrtingu á Saloon Ritz. „Á snyrtistofunni snýst allt um viðskiptavininn," segir hún. „Þarf þœgilega framkomu og glöggt auga“ j snyrtifrœðinni eru gerðar miklar kröfur," segir Sigurjóna Frímanns snyrtifrœðingur í viðtali við Vikuna um námið £ o co co o '<C c5 ur verður aö vita nákvæmlega hvað hæfir hverri húðgerð og til hvers kremin eru ætluð. Öll handahófsnotkun á kremum getur haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar fyrir viðskiptavinina." - Hvernig var að koma inn í þennan serstaka heim sem snyrtistofur eru? „Á snyrtistofum snýst allt um viðskiptavininn, að gera honum til hæfis og jafnframt að gera honum eins gott og í okkar valdi stendur. Þetta átti strax afar vel við mig enda hef ég alltaf haft áhuga á fólki, nýt þess að vera innan um alls konar fólk og líður vel þegar ég sé að ég get gert eitthvað fyrir það.“ - Hvernig er fyrir nýútskrif- aða snyrtifræðinga að fá vinnu [ dag? „Það verður aö segjast eins og er að samkeppnin er mikil og fjöldi snyrtifræðinga er kannski alveg í efri kantinum enda er fagið mjög skemmti- legt og virðist laða sífellt fleiri stúlkur að sér.“ - En enga herramenn eða hvað? „Ja, mér vitanlega eru ekki nema tveir sem starfa við fagið hérlendis og mig minnir að aðeins annar þeirra sé í Félagi íslenskra snyrtifræðinga. Auð- vitaö væri skemmtilegt að fá fleiri karlmenn til liðs við okkur. Annars eru herrarnir í síaukn- um mæli farnir að koma á snyrtistofur og það er verulega jákvætt. Eða geturðu gefið mér einhverja ástæðu fyrir því að karlmenn verði að búa við til dæmis erfiðar neglur, húð- vandamál og fleira í þeim dúr en megi ekki leita sór aðstoðar eins og konurnar?" - Hvað um nýjungar í snyrtifræðinni? „Þær eru geysilega margar og snyrtifræðingar verða að vera duglegir að fylgjast með, fara utan og kynnast nýjum aöferðum og efnum en vera jafnframt gagnrýnir á faglegan hátt.“ - Hverjar eru algengustu meðferðir sem þið veitið á stofunum núna? „Ætli ásteyptu neglurnar séu ekki í fyrsta sæti. En fast á eftir fylgja alls kyns kúrar fyrir húðina og svo er auðvitað allt- af mikið um háreyðingu með vaxi og líka með rafstraumi en þá er háreyðingin varanleg." - En hvert er sjaldgæfasta viðfangsefnið? „Ja, satt að segja er það förðun en hún er það sem flestir halda að við séum alltaf í. Mér sjálfri finnst förðun afar skemmtileg, þar reynir á svo marga þætti eins og til dæmis svolítið innsæi ( persónuna sem verið er að snyrta, litaval og samsetningar og svo mjög náið samband við viðskipta- vininn. Þeir sem fást við förðun verða að hafa glöggt auga fyrir öllum ytri einkennum hvers og eins og þá auðvitað sérstak- lega formum andlitsins og þeim möguleikum sem hvert andlit býr yfir.“ - Býður þetta starf upp á möguleika erlendis eða fleiri möguleika en vinnu á snyrti- stofu? „Já, það eru ýmsir mögu- leikar til dæmis í vinnu við kvikmyndir, sjónvarp, förðun fyrir tískusýningar og fleira og það skemmtilega við fagið er að alltaf er hægt að bæta við sig.“ - Hvernig eru launakjör snyrtifræðinga eftir fjögurra ára nám? „Eigum við ekki að orða það sem svo að við eigum langt í land með að teljast til hátekju- hópa svo þeir sem ætla sér að verða ríkir fljótt ættu held ég að leggja eitthvao annað ryrir sig.“ - Hvaða eiginleika viltu svo helst sjá í þeim sem ætla að læra snyrtifræði? „Nú seturðu mig í vanda því auðvitað eru það svo fjölda- margir þættir sem þurfa að koma saman í góöum snyrti- fræðingi. En ætli ég nefni ekki helst nærfærni við fólk, smekkvísi, handlagni, glöggt auga, hundrað prósent snyrti- mennsku og þægilega fram- komu - alltaf." □ 6 VIKAN 19. TBL. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.