Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 7
Rekur eigin
snyrtistofu
Frh. af bls. 4
sömu menntun og ég, samein-
ar snyrtifræðina og fótaað-
gerðir. Það munar talsverðu
fyrir viðskiptavinina að geta
fengið alhliða snyrtiþjónustu á
sama stað, þekkja starfsfólkið
og ná að mynda þessi þægi-
legu tengsl sem mörgum er
nauðsynlegt að hafa við þá
sem vinna svona náið með lík-
ama þeirra.
Viðskiptavinir mínir eru
.flestir konur en þó hefur það
aukist að karlmenn komi til
dæmis í fótaaðgerð. En auð-
vitað er það miklu fleira sem
við getum gert fyrir karlmenn-
ina í okkar fagi, eins og til
dæmis varðandi alls konar
húðvandamál og húðhreinsun.
Það er alltof útbreiddur mis-
skilningur að karlmenn þurfi
ekkert að hugsa um húðina og
ég skil ekki þá þröngsýni að
halda að það sé eitthvað til að
fyrirverða sig fyrir að vilja ekki
ganga um með Ijóta húð þó
Ágústa á snyrtistofu sinni aö snyrta forsíðustúlku þessa tölublaðs
Vikunnar, Hlaðgerði írisi Björnsdóttur.
maður sé af hinu sterkara
kyni. Sem dæmi nefni ég að
ungir menn, unglingspiltar,
ættu margir hverjir að drífa sig
hið fyrsta á góða snyrtistofu til
að fyrirbyggja Ijót ör, ójöfnur
og sprungur í húðinni sem oft
verða þaulsætnar hjá þeim
sem fá hinar svonefndu
unglingabólur og sambærilega
kvilla. Þar má vinna mikið fyrir-
byggjandi starf.
Annars eru viðskiptavinir
mínir á nánast öllum aldri, sá
yngsti var eitthvað 12-13 ára
og þær elstu eru komnar hátt á
áttræðisaldur. Mig minnir
meira að segja að elsti við-
skiptavinur minn, mjög elsku-
leg og þægileg dama, standi
einmitt á áttræðu.
Ég má til með að beina þvf
til þeirra sem eru að velta fyrir
sér að fara út í sjálfstæðan
rekstur að kynna sér málin vel
frá öllum hliðum, hafa báða
fætur á jörðinni og fara sér
frekar hægt en hitt. Það er svo
erfitt að vinda ofan af hlutun-
um aftur ef menn fara til dæm-
is út í alltof óhagstæð tækja-
kaup, rándýra húsaleigu og
svo framvegis." □
It is , named FANTAS and makes Mondays
PINK, Tuesdays RED and Wednesdays PURPLE.