Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 9
Whitesnake og Pétri W. Kristjánssyni varvel fagnaft eftir að Pétur hafði sungið með þeim hið gamalkunna lag Wild Thing. Á neðri myndinni
sjást hann og gítarsnillingurinn Steve Vei í villtu stuði. - uósm.: gunnar h. Arsælsson
ÉG Á EFTIR AÐ UFAÁÞESSU!
- SEGIR PÉTUR KRISTJÁNSSON SEM TÓK LAGIÐ MEÐ MEÐLIMUM WHITESNAKE í REIÐHÖLLINNI
Pétur W. Kristjánsson,
markaðsstjóri Skífunn-
ar, Pétur poppari eins
og margir þekkja hann, var
einn af þeim mönnum sem
komu mikið við sögu á White-
snake/Quireboys tónleikunum
sem haldnir voru í Reiðhöllinni
7. og 8. september síðastlið-
inn. Hann var kynnir á tón-
leikunum og það kom í hans
hlut að tilkynna veikindi Da-
vids Coverdale á laugardags-
kvöldið. Síðar það kvöld átti
hann eftir að stíga á senuna
og taka lagið með meðlimum
Whitesnake og í viðtalinu sem
hér fer á eftir segir hann meðal
annars frá því og fleiru sem
tengist beint og óbeint tón-
leikunum.
„Það eru um þrír mánuðir
síðan það komst á hreint að
Whitesnake myndu koma og
það er fyrirtækið Snjóbolti h/f
sem stóð fyrir komu þeirra.
Fyrst í stað var einungis um
Whitesnake að ræða en
Quireboys komu seinna inn í
dæmið. Hljómsveitirnar hafa
spilað töluvert saman, voru til
dæmis í Evrópu í allt sumar á
Monsters of Rock tónleika-
ferðinni þannig að hljómsveit-
irnar þekktust vel. Snjóbolti er
fyrirtæki sem tveir Englending-
ar stýra, þeir Allan Ball og
Tony Sandy. Ég kom inn í
þetta þannig að Skífan er með
plötuumboð beggja hljóm-
sveitanna og mitt hlutverk var
að sjá um mál sem sneru að
fjölmiðlum og kynningu, ásamt
Ásgeiri Tómassyni, Aðalstöðv-
armanni.
Það var stefnan frá upphafi
að gera þetta vel, auglýsa mik-
ið og ég held að það hafi tekist
því aðsóknin var góð. Það hef-
ur alltaf verið sagt að ekki þýði
að selja í forsölu á tónleika á
(slandi en í þessu tilviki var
ákveðið að gera það og gefa
fólki kost á að fá ódýrari miða
ef það keyþti þá fyrir vissan
tíma. Þetta tókst því mánuði
fyrir tónleikana var búið að
selja yfir fjögur þúsund miða.
19. TBL 1990 VIKAN 9
TEXTI: GUNNAR H, ÁRSÆLSSON