Vikan - 20.09.1990, Blaðsíða 11
mitt sem algert skilyrði að þaö
yrði sjúkrabíll á staðnum og
súrefni á senunni því hann
hefur misst röddina. Það gerð-
ist um miðjan síðasta áratug
og það er náttúrlega það
versta sem getur komið fyrir
mann í þessari stöðu. Eftir
tónleikana fór hann beint upp
á hótel og þar voru fengnir
læknar til þess að sjá um hann
því hann var kominn með 40
stiga hita og var þannig allan
laugardaginn.
Um kvöldið kemur síðan
Rudy bassaleikari og spyr mig
hvort ég vilji ekki taka lagið
með þeim. Mér náttúrlega
dauðbrá en sagði strax já. Og
ég stakk upp á gamla slagar-
anum Wild Thing. - Jú, ekkert
mál, sögðu þeir. - Við reddum
því.
Svo kom að því að ég þurfti
að kynna veikindi Coverdale
fyrir salnum og áður en ég
gerði það kom Steve Vai til
mín og vildi fá að vita ná-
kvæmlega hvað ég ætlaði að
segja. Ennfremur lagði hann á
það mikla áherslu að allt eins
gæti helmingurinn af salnum
fariö út. En einnig sagði hann
mér að leggja ríka áherslu á
að hinir ætluðu að spila með
annan söngvara í stað Cover-
dale. Sá er Peter Simonsen og
er mjög virtur hljómborðsleik-
Frá blaðamannafundi Whitesnake á Hard Rock Café. Það eru rokkþáttagerðarmenn Stjörnunnar og
Stöðvar 2, sem þarna eru að störfum.
ari í L.A. Hann syngur yfirleitt
með Coverdale á tónleikum,
hefur verið svokallaður radd-
ari. Og það má líka koma hér
fram að þetta er í fyrsta skipti
á ferli Coverdale sem hann
hefur þurft að aflýsa tónleikum
hjá sér vegna veikinda. Þetta
er ekki hlutur sem hann gerir
að gamni sínu.
Rétt áður en ég fer svo á
sviðið kemur framkvæmda-
stjóri Whitesnake og segir að
ég megi alls ekki kynna strák-
ana sem Whitesnake því þetta
sé ekki Whitesnake - ef ég
geri það muni þeir ekki mæta.
Það þurfti því að fara mjög fínt
í hlutina. Fyrr en varði var þó
grúppan komin á sviðið undir
stjórn Steve Vai og þeir voru
staðráðnir í að reyna að bæta
áhorfendum þetta upp.“
- Svo steigst þú á sviðið í
lok prógrammsins hjá þeim.
Hvernig leið þér?
„Þetta var náttúrlega æðis-
legasta stund sem maður hef-
ur upplifað. Ég vissi ekki í
hvaða tóntegund lagið átti að
vera eða hvernig þeir ætluðu
að taka lagið en þetta gekk
bara vel og baksviðs eftir tón-
leikana kom Steve með kon-
íaksglas til mín og sagði: -
Gjörðu svo vel, þetta var æðis-
legt. Og ég var náttúrlega
hress með þetta og á eftir að
lifa lengi á þessu.“ □
FYRIR KARLMENNI
ACTIVE BODIES
ACTIVE BODIES
adidas ^
Aftcr Sliuvc
l-au dc Colognc
\
ACTIVE BODIES ER NÝ HERRALlNA FYRIR ÞÁ ATHAFNASÖMU.
FÁANLEGT SEM EAU DE TOILETTE, AFTER SHAVE, DEO STICK,
SHOWERGEL, OG COOLING BODY LOTION. ACTIVE BODIES.