Vikan - 20.09.1990, Page 12
TEXTI: ÞORGEIR ÁSIVALDSSON
HÚN ER MAMMA HANS PÉSA
Eg fæddi Pésa fyrir fjórtán
árum. Hann hafði hægt
um sig framan af en hef-
ur svo orðið fjörmeiri með ár-
unum, segir Herdís. Hún bros-
ir góðlátlega og væntumþykj-
an leynir sér ekki.
PERSÓNUGERVINGUR
FATLAÐS BARNS
Það hefur annars alltaf verið
árátta hjá mér að hafa ein-
hverja skrítna persónu innan
um þessar venjulegu í bókum
mínum eða ritum. Það hefur
verið sem rauður þráður í því
sem ég skrifa og lífgar upp á
atburðarásina og umhverfið. í
byrjun var Pappírs-Pési í raun
persónugervingur fatlaðs
barns sem ekki gat lært og
gert það sem aðrir gátu - var
öðrum háður og gleymdist oft.
Hann lenti oft í vandræðum
vegna þess að hann var ekki
gerður úr sama efni og hinir.
Þannig var byrjunin og upp-
vaxtarárin fremur alvarleg en
stráksi hefur fundið léttleikann
með árunum og ég er ánægð
með fósturföðurinn, hann Ara
Kristinsson. Ég var svolftið
áhyggjufull, rétt eins og hver
önnur móðir þegar afkvæmið
fer að heiman, hrædd um að
sakleysinginn spilltist eða lenti
í vondumfélagsskap en það er
öðru nær, Pappírs-Pési lenti í
góðum höndum eins og fram
kemur í myndinni.
Persónuleikinn skilar sér í
myndinni þótt hann sé orðinn
svolítið djarfari en hann var
sem ungbarn hjá mér. Það
gerir ekkert til, honum vex fisk-
ur um hrygg og mér sýnist
þetta meinlaust sem hann hef-
ur lært og endirinn er góður,
allir skilja í sátt og samlyndi.
ÉG SATT BEST AÐ
SEGJA ELSKA PAPPÍR
Það er kannski ekki gott að
segja hvort Pappírs-Pési eigi
ættingja - jú, ég satt best að
segja elska pappír og hef af
föndri hvers konar mikið
gaman. Helst vil ég föndra úr
hlutum sem eru algjörlega flat-
ir og lögunarlausir, rétt eins og
blað. Það stunda ég mjög mik-
ið í minni atvinnu eða við
kennsluna. Pappír er fyrir mér
afskaplega lifandi svo ég varð
ekkert undrandi þótt Pési
fæddist úr föndri með pappír.
Ég hef kennt við skóla (saks
Jónssonar síðan ég var átján
ára og lifað og hrærst með
nemendum mínum innan um
skrítnar persónur sem auðvit-
að eru tilbúningur einn. Krakk-
arnir hafa tekið með opnum og
heilum barnshug á móti þess-
um verum hvort sem það eru
skessur, draugar, dýr eða eitt-
hvað annað. Mér finnst þau
hafa gott af því og það eykur
hugmyndaflugið. Ég tel mig
lánsama að vera kennari lítilla
barna. Þau eru bestu áheyr-
endur sem völ er á og undir-
tektir eru sannar og góðar.
Það má aldrei falla út ár að ég
segi þeim ekki söguna af
Pésa. Reyndar skrifaði ég
fyrst leikrit um hann sem sýnt
var í Hafnarfirði og samdi auk
þess lög og texta við verkið.
Svo var það auðvitað bókin
þannig að Pappírs-Pési hefur
tekið ýmsum breytingum
gegnum árin.
PAPPÍRS-PÉSI
Á NÚ KvERUSTU
Ég á í fórum mínum ýmsar
myndir sem svipar til stráksa
og hver veit nema þær per-
sónur komi fram síðar í fram-
haldinu. Ég get upplýst það
hér og nú að Pési á kærustu.
Hún er úr pappír og ekki eins
lifandi og hann. Yfir því er
hann ákaflega dapur og finnst
bágt hvað hún kemur lítið til
móts við hann þótt hann færi
henni blóm og hristi hana svo-
lítið til. Hún er máttlaus og
hreyfir sig hvergi en þetta er
sem sagt óunnið mál.
Sú gagnrýni sem fram kom
og var allsráðandi fyrir nokkr-
um árum að persónur í nú-
tímabarnaævintýrum væru
óraunverulegar og skekktu
raunveruleikann fyrir börnum
náði aldrei huga mínum, lét
í
12 VIKAN 19. TBL 1990