Vikan - 20.09.1990, Qupperneq 27
hún vera að „biðja um það“
kynferðislega en þó höldum
við að hún sé að biðja um at-
hygli okkar og viðurkenningu.
Sérl þú ein þessara kvenna
máttu vita að við erum þakklát-
ir fyrir sýninguna en okkur
finnst sömuleiðis minna til þín
koma. Okkur langar til að fara
með þér út. Okkur þaetti meiri
háttar að taka eina byltu með
þér. En okkur langar ekki að
eiga í langvarandi sambandi
við þig. Þú ert ekki sú tegund
af stúlku sem við myndum vilja
giftast.
10
Á sama hátt gaetum
við virst kunna að meta það að
þú sofir hjá okkur undireins en
líklega munum við ekki bera
neina virðingu fyrir þér morg-
uninn eftir. Ef þú hefur mök við
okkur áður en við kynnumst
nokkuð segir það okkur að þú
farir ekki i manngreinarálit. Við
fáum á tilfinninguna að þú
myndir trúlega leggjast með
hvaöa lúða sem væri. Þó við
gefum okkur út fyrir að vilja
hafa kynlífið frjálslegt og auð-
velt viljum við allra helst að þú
veljir okkur í stað allra hinna
gæjanna í heiminum.
11
Okkur langar ekki til
að vera áleitni aðilinn í kynlífs-
leiknum en finnst það vera
hlutverk sem við höfum verið
neyddir i. Okkur finnst ekkert
gaman að reyna að ná í döm-
ur með því að segja eitthvað
sniðugt. Það er ekkert
skemmtilegt að þurfa að
hugsa upp eitthvert yfirskin til
að fá ykkur með okkur heim.
12
Við skiljum ekki hvers
vegna þið viljið líta út eins og
þessar horuðu fyrirsætur í
tískublöðunum. Hver ákvað
að þærværu sexí? Örugglega
ekki við. Það er hægt að vera
of grönn.
13
Hver einasti maður
fær fullnægingu of snemma.
Spurningin er einungis hversu
mikið of snemma.
14
Smokkar draga svolít-
ið úr ánægjunni við kynlífið.
En af þeirri sömu ástæðu
lengja þeir líka kynmökin.
15
Innst inni er hver ein-
asti maður, jafnvel þeir albest
upplýstu, glaður yfir því að þið
skulið þurfa að sjá um getnað-
arvarnirnar. Við vonum að vís-
indamenn finni ekki upp getn-
aðarvarnapillu fyrir karlmenn
fyrr en eftir okkar dag. Satt
best að segja þráum við gömlu
góðu dagana, áður en þið
gerðuð ykkur grein fyrir því að
við eldum ekki né sinnum
neinum heimilisstörfum.
16
Okkur finnst þið of að-
gerðarlausar í rúminu. I kvik-
myndum sjáum við skutlur á
borð við Ellen Barkin og Sean
Young prílandi ofan á mönn-
um sínum í ástríðuhita en
þegar við förum upp í til ykkar
liggið þið bara eins og skötur.
17
Okkur finnst þið líka of
yfirvegaðar í rúminu. Þó mað-
ur sé með fallegustu stúlku í
heimi getur kynlífið orðið að
vana. Til að halda því fersku
þarf að breyta örlítið út af venj-
unni í hvert sinn. Okkur finnst
æsandi tilhugsun að gera það
úti í garði eða á eldhúsborð-
inu. Þið virðist alltaf vilja að
mökin fari fram í rúminu - á
sama tíma, sama stað og á
sama hátt.
18
Þegar þið hafnið okkur
finnst okkur ekki að við getum
litið á ykkur sem jafningja
lengur. Þá erum við ekki félag-
ar lengur. Nú eruð þið komnar
með yfirhöndina.
19
Það eru ekki allar full-
nægingar eins. Sumar valda
manni vonbrigðum; við aðrar
líður okkur eins og innyfli okk-
ar séu á leiðinni út. Og þegar
við fáum fullnægingu og
minna en sólarhringur er liðinn
frá því að við fengum síðustu
fullnægingu er sú seinni ekki
eins kraftmikil og ekki eins
ánægjuleg, þó sjálf mökin vari
kannski lengur.
20
Ef talað er hreint út
um hlutina finnst okkur að þið
hafið ekki eins mikla ánægju
af kynlífi og við. Við sjáum
þetta svona: Ef ykkur finnst
eitthvað varið í það, hvers
vegna förum við þá með meiri
hlutann af piparsveinstilver-
unni (og töluvert af hjónaband-
inu) í að spyrja, biðja og reyna
að tæla ykkur til að gera það?
Fyrir okkur er tilhugsunin um
að geta haft mök en velja að
gera það ekki fullkomlega
óskiljanlegt. Við skiljum ekki af
hverju þið þurfið að „vera í
stuði“. Við tökum því með
þökkum þegar það býðst.
Við vildum gjarnan fá að vita
hvar allar þessar óseðjandi
konur eru sem við erum alltaf
að lesa um í kvennablöðun-
um. Og gætuð þið sent okkur
símanúmerin þeirra? Flestir
karlmenn álíta að kynlífsbylt-
ingin hafi verið meiri háttar
veisla en boðskortin týndust I
póstinum.
Að lokum: Við elskum ykkur.
Við hötum ykkur. Við erum
brjálaðir í ykkur. Við erum
hræðilegir. Við vitum það. En
við getum ekkert að því gert.
Þið gerið okkur alveg óða af
losta. □
19. TBL 1990 VIKAN 27