Vikan - 20.09.1990, Síða 28
M ^ LEYN
DROTTNING
LEYNILOGREGLU
l/ 0 SAGNANNA
Torquay, fæðingarborg Agöthu Christie,
og víðar á Englandi hefur aldarafmælis
hennar verið minnst á margvíslegan hátt
og hátíðahöldunum lýkur ekki fyrr en í lok
þessa mánaðar. Sérstök Agöthu Christie
sýning hefur staðið yfir í Torquay frá því 5. júlí.
Þá eru sérstakar hátíðarsýningar á leikritum
hennar og kvikmyndir byggðar á verkum henn-
ar eru einnig sérstaklega sýndar.
Fyrsta bók skáldkonunnar kom út árið 1920
og frá þeim tíma var hún sískrifandi alveg fram
í andlátið. Vinsældir hennar voru með ólíkind-
um og Elísabet önnur Bretadrottning aðlaði
hana árið 1971. Eftir það var opinbert nafn
hennar lafði Agatha. Frægustu persónurnar í
bókum hennar voru tvær, smávaxinn belgiskur
leynilögreglumaður, Flercule Poirot, og aldur-
hnigin piparmey, ungfrú Jane Marple. Þessar
tvær höfuðpersónur voru í aðalhlutverkum í
fjölda bóka Agöthu Christie og leystu stöðugt
hinar flóknustu morðgátur.
Þrátt fyrir að morðin væru mörg í bókum
hennar og morðingjar á hverju strái var skáld-
konan hin friðsamasta í einkalífinu. Sam-
kvæmt upplýsingum sem hún gaf um helstu
áhugamál sín voru þau lestur, ferðalög og að
slappa af í baðkerinu. Flér á eftir fer viðtal og
frásögn af lífi Agöthu Christie, sem byggt er á
eldri frásögn enska blaðamannsins Willa
Petschek.
Fyrir réttum eitt hundrað árum fœddist Agatha Mary Clarissa Miller í
Torquay í Devonshire á Englandi. íbúarnir vilja kalla Torquay „Ensku
Rivieruna" því þar eru frœgar baðstrendur. Líklega er staðurinn þó og
verður enn um skeið frœgastur fyrir að þar fœddist Agatha Christie
hinn 15. september árið 1890. Þetta er það nafn sem stúlkan, sem
fœddist fyrir eitt hundrað árum, skrifaði flestar sögur sínar undir. Þegar
hún lést árið 1976, þá hátt á nírœðisaldri, voru þœr orðnar áttatíu og
tvœr talsins.
LAGT Á RÁÐIN UM MORÐ
Flvíthærð og matrónuleg sat hún við ritvélina;
róleg og bein í baki, í Chippendalestól og pikk-
aði með þrem fingrum; fyrir utan opinn glugg-
ann söng rauðbrystingur glaðlega, það var
fyrsta merkið um enska vorið.
Eftir að hún hafði setið hugsandi um stund
hömuðust fimir fingurnir aftur á vélinni - eins
og sigri hrósandi. Var það bréf? Dagskrá fyrir
einhvern kvennafund?
Agatha Christie var að leggja á ráðin um
morð.
( meira en sjötíu ár hafa morðsögur hennar
„höggvið skörð í miðstéttirnar" eins og einn af
aðdáendum hennar sagði. Margir rithöfundar
hafa lifað á dauða en enginn með svo ágætum
árangri sem Agatha Christie. Flún er að öllum
líkindum mest lesni enski rithöfundurinn.
NÝ SKÁLDSAGA VAR
JAFNÖRUGG OG VORIÐ
Á hverjum vetri rann ný og spennandi skáld-
saga út úr ferðaritvél þessarar drottningar
glæpasagnanna. Og á hverju vori var handritið
sent til bókaútgefandans. Samtals urðu leyni-
lögreglubækur Agöthu rúmlega áttatíu talsins
28 VIKAN 19. TBL. 1990